Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina með ranga forgangsröðun Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2014 20:00 Stjórnarandstaðan er ekki sátt við skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar og talar um ranga forgangsröðun. Nær væri að treysta innviði samfélagsins eins og heilbrigðis- og menntakerfið og greiða niður skuldir ríkissjóðs en dreifa tugum milljarða til lántakenda. Það var svo sem ekki við því að búast að stjórnarandstaðan fagnaði skuldaaðgerðum ríkisstjórnarinnar en formaður Vinstri grænna segir ekki margt nýtt hafa komið fram á því sem hún kallar skrautsýningu í Hörpu. Þessar aðgerðir endurspegli ranga forgangsröðun þótt vissulega létti þetta undir hjá einhverjum en öðrum ekki. „Og þegar við horfum á heildarmyndina, það er að segja hvernig ríkisstjórnin hefur ákveðið að forgangsraða fjármunum, og horfum á heilbrigðisþjónustuna, framhaldsskólana, háskólana, leigjendur sem sitja eftir, unga fólkið sem er ekki farið inn á húsnæðismarkaðinn, þá finnst mér þetta ekki rétt forgangsröðun á sameiginlegum sjóðum okkar,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.Guðmundi Steingrímssyni formanni Bjartrar framtíðar líst illa á að skattfé sé eytt með þessum hætti. „Þetta eru peningar sem koma úr spítölunum okkar og heilbrigðiskerfinu almennt, úr skólakerfinu, vegakerfinu. Við notum ekki þessa peninga til að greiða niður opinberar skuldir sem eru skuldir okkar allra. Þetta er peningur úr vasa almennings og með þessum aðgerðum er algerlega nauðsynlegum viðhalds- og uppbyggingar verefnum þá slegið á frest,“ segir Guðmundur Það eigi að aðstoða heimili í verulegum skuldavanda en með þessu væri verið að slá lán hjá komandi kynslóðum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir miklu flaggað hjá ríkisstjórninni. „Og þá líklega til þess að breiða yfir það að efndirnar eru ekki í nokkru samræmi við loforðin sem gefin voru um mörg hundruð milljarða frá hrægammasjóðum. Það er verið að borga úr ríkissjóði aðgerð sem felur það í sér að þeir betur stæðu fá mest. Það er ekkert sem breytir þeirri staðreynd að 64 prósent íbúðalána eru í höndum best stæða þriðjungs þjóðarinnar en bara 6 % íbúðalánanna hjá þeim þriðjungi sem er með minnstar tekjurnar,“ segir Árni Páll.Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir erfitt að gera sér grein fyrir því nú hverju aðgerðirnar skili fólki. Þá sé óvissan töluverð þar sem einn bankanna hafi nú þegar ákveðið að höfða mál gegn ríkinu út af bankaskattinum sem á að standa undir aðgerðunum. „Og ef ríkið tapar hvert fer þá sá reikningur? Ég hef líka áhyggjur af því að nú á að hækka matarskatt og það er ýmislegt annað í kortunum sem sýnir mjög grafalvarlega stöðu í fjármálum ríkissjóðs og kemur til með að bitna á almenningi eins og staðan á spítulunum og þessi matarskattur sem ég veit að að mun koma sér mjög illa fyrir marga. Þannig að mun matarskatturinn ekki bara éta upp þetta hjá þeim sem fá bætta stöðu?,“segir Birgitta. Tengdar fréttir Meðaltal leiðréttingarinnar um 1.350 þúsund Einstaklingar munu að meðaltali fá 1.090 þúsund og hjón um 1.510 þúsund. 10. nóvember 2014 16:32 Ætla að hraða skuldaniðurfærslunni Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ætlar að leggja fram tillögu til að breyta fjáraukalögum ársins. 10. nóvember 2014 13:54 Tugmilljarða óvæntur afgangur nýttur í skuldaniðurfærsluna Greiða skuldaniðurfærsluna mun hraðar niður en áætlað var vegna mun betri afkomu ríkissjóðs en reiknað var með. 10. nóvember 2014 16:38 Blendin viðbrögð við skuldakynningu ríkisstjórnarinnar Skuldaniðurfellingar ríkisstjórnarinnar leggjast misjafnlega vel í landsmenn, svo vægt sé til orða tekið. 10. nóvember 2014 13:57 Svona sérðu hvað stjórnvöld ætla að færa lánið þitt mikið niður Ríkisstjórnin hefur látið búa til myndband sem sýnir fólki hvernig það getur séð hversu margar krónur það fær niðurfært af fasteignaveðlánum sínum. 10. nóvember 2014 13:11 Leiðrétta verðbólgu umfram 5,8 prósent með beinu framlagi Eftirgjöf skatta á séreignalífeyrissparnað leiðrétta til viðbótar verðbólgu umfram fjögur prósent. 10. nóvember 2014 15:42 Leigjendur gefa lítið fyrir skuldaniðurfærslurnar Skuldaniðurfærslur ríkisstjórnarinnar verða kynntar í dag og eru menn mjög misjafnlega spenntir; leigjendur tala um "blekkingaprump“. 10. nóvember 2014 10:42 Synja 15.000 um leiðréttingu húsnæðislána Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar verður kynnt í Hörpu eftir hádegi í dag. Höfuðstóll verðtryggðs húsnæðisláns lækkar um 1,5 milljónir að meðaltali. Af 105.000 manns sem sóttu um fá 90.000 manns leiðréttingu. 10. nóvember 2014 07:00 Gleðidagur fyrir heimilin og ríkisstjórnina að mati forsætisráðherra Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynna niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána í dag. Umsækjendur fá sínar niðurstöður á morgun. 10. nóvember 2014 11:25 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Stjórnarandstaðan er ekki sátt við skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar og talar um ranga forgangsröðun. Nær væri að treysta innviði samfélagsins eins og heilbrigðis- og menntakerfið og greiða niður skuldir ríkissjóðs en dreifa tugum milljarða til lántakenda. Það var svo sem ekki við því að búast að stjórnarandstaðan fagnaði skuldaaðgerðum ríkisstjórnarinnar en formaður Vinstri grænna segir ekki margt nýtt hafa komið fram á því sem hún kallar skrautsýningu í Hörpu. Þessar aðgerðir endurspegli ranga forgangsröðun þótt vissulega létti þetta undir hjá einhverjum en öðrum ekki. „Og þegar við horfum á heildarmyndina, það er að segja hvernig ríkisstjórnin hefur ákveðið að forgangsraða fjármunum, og horfum á heilbrigðisþjónustuna, framhaldsskólana, háskólana, leigjendur sem sitja eftir, unga fólkið sem er ekki farið inn á húsnæðismarkaðinn, þá finnst mér þetta ekki rétt forgangsröðun á sameiginlegum sjóðum okkar,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.Guðmundi Steingrímssyni formanni Bjartrar framtíðar líst illa á að skattfé sé eytt með þessum hætti. „Þetta eru peningar sem koma úr spítölunum okkar og heilbrigðiskerfinu almennt, úr skólakerfinu, vegakerfinu. Við notum ekki þessa peninga til að greiða niður opinberar skuldir sem eru skuldir okkar allra. Þetta er peningur úr vasa almennings og með þessum aðgerðum er algerlega nauðsynlegum viðhalds- og uppbyggingar verefnum þá slegið á frest,“ segir Guðmundur Það eigi að aðstoða heimili í verulegum skuldavanda en með þessu væri verið að slá lán hjá komandi kynslóðum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir miklu flaggað hjá ríkisstjórninni. „Og þá líklega til þess að breiða yfir það að efndirnar eru ekki í nokkru samræmi við loforðin sem gefin voru um mörg hundruð milljarða frá hrægammasjóðum. Það er verið að borga úr ríkissjóði aðgerð sem felur það í sér að þeir betur stæðu fá mest. Það er ekkert sem breytir þeirri staðreynd að 64 prósent íbúðalána eru í höndum best stæða þriðjungs þjóðarinnar en bara 6 % íbúðalánanna hjá þeim þriðjungi sem er með minnstar tekjurnar,“ segir Árni Páll.Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir erfitt að gera sér grein fyrir því nú hverju aðgerðirnar skili fólki. Þá sé óvissan töluverð þar sem einn bankanna hafi nú þegar ákveðið að höfða mál gegn ríkinu út af bankaskattinum sem á að standa undir aðgerðunum. „Og ef ríkið tapar hvert fer þá sá reikningur? Ég hef líka áhyggjur af því að nú á að hækka matarskatt og það er ýmislegt annað í kortunum sem sýnir mjög grafalvarlega stöðu í fjármálum ríkissjóðs og kemur til með að bitna á almenningi eins og staðan á spítulunum og þessi matarskattur sem ég veit að að mun koma sér mjög illa fyrir marga. Þannig að mun matarskatturinn ekki bara éta upp þetta hjá þeim sem fá bætta stöðu?,“segir Birgitta.
Tengdar fréttir Meðaltal leiðréttingarinnar um 1.350 þúsund Einstaklingar munu að meðaltali fá 1.090 þúsund og hjón um 1.510 þúsund. 10. nóvember 2014 16:32 Ætla að hraða skuldaniðurfærslunni Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ætlar að leggja fram tillögu til að breyta fjáraukalögum ársins. 10. nóvember 2014 13:54 Tugmilljarða óvæntur afgangur nýttur í skuldaniðurfærsluna Greiða skuldaniðurfærsluna mun hraðar niður en áætlað var vegna mun betri afkomu ríkissjóðs en reiknað var með. 10. nóvember 2014 16:38 Blendin viðbrögð við skuldakynningu ríkisstjórnarinnar Skuldaniðurfellingar ríkisstjórnarinnar leggjast misjafnlega vel í landsmenn, svo vægt sé til orða tekið. 10. nóvember 2014 13:57 Svona sérðu hvað stjórnvöld ætla að færa lánið þitt mikið niður Ríkisstjórnin hefur látið búa til myndband sem sýnir fólki hvernig það getur séð hversu margar krónur það fær niðurfært af fasteignaveðlánum sínum. 10. nóvember 2014 13:11 Leiðrétta verðbólgu umfram 5,8 prósent með beinu framlagi Eftirgjöf skatta á séreignalífeyrissparnað leiðrétta til viðbótar verðbólgu umfram fjögur prósent. 10. nóvember 2014 15:42 Leigjendur gefa lítið fyrir skuldaniðurfærslurnar Skuldaniðurfærslur ríkisstjórnarinnar verða kynntar í dag og eru menn mjög misjafnlega spenntir; leigjendur tala um "blekkingaprump“. 10. nóvember 2014 10:42 Synja 15.000 um leiðréttingu húsnæðislána Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar verður kynnt í Hörpu eftir hádegi í dag. Höfuðstóll verðtryggðs húsnæðisláns lækkar um 1,5 milljónir að meðaltali. Af 105.000 manns sem sóttu um fá 90.000 manns leiðréttingu. 10. nóvember 2014 07:00 Gleðidagur fyrir heimilin og ríkisstjórnina að mati forsætisráðherra Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynna niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána í dag. Umsækjendur fá sínar niðurstöður á morgun. 10. nóvember 2014 11:25 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Meðaltal leiðréttingarinnar um 1.350 þúsund Einstaklingar munu að meðaltali fá 1.090 þúsund og hjón um 1.510 þúsund. 10. nóvember 2014 16:32
Ætla að hraða skuldaniðurfærslunni Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ætlar að leggja fram tillögu til að breyta fjáraukalögum ársins. 10. nóvember 2014 13:54
Tugmilljarða óvæntur afgangur nýttur í skuldaniðurfærsluna Greiða skuldaniðurfærsluna mun hraðar niður en áætlað var vegna mun betri afkomu ríkissjóðs en reiknað var með. 10. nóvember 2014 16:38
Blendin viðbrögð við skuldakynningu ríkisstjórnarinnar Skuldaniðurfellingar ríkisstjórnarinnar leggjast misjafnlega vel í landsmenn, svo vægt sé til orða tekið. 10. nóvember 2014 13:57
Svona sérðu hvað stjórnvöld ætla að færa lánið þitt mikið niður Ríkisstjórnin hefur látið búa til myndband sem sýnir fólki hvernig það getur séð hversu margar krónur það fær niðurfært af fasteignaveðlánum sínum. 10. nóvember 2014 13:11
Leiðrétta verðbólgu umfram 5,8 prósent með beinu framlagi Eftirgjöf skatta á séreignalífeyrissparnað leiðrétta til viðbótar verðbólgu umfram fjögur prósent. 10. nóvember 2014 15:42
Leigjendur gefa lítið fyrir skuldaniðurfærslurnar Skuldaniðurfærslur ríkisstjórnarinnar verða kynntar í dag og eru menn mjög misjafnlega spenntir; leigjendur tala um "blekkingaprump“. 10. nóvember 2014 10:42
Synja 15.000 um leiðréttingu húsnæðislána Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar verður kynnt í Hörpu eftir hádegi í dag. Höfuðstóll verðtryggðs húsnæðisláns lækkar um 1,5 milljónir að meðaltali. Af 105.000 manns sem sóttu um fá 90.000 manns leiðréttingu. 10. nóvember 2014 07:00
Gleðidagur fyrir heimilin og ríkisstjórnina að mati forsætisráðherra Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynna niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána í dag. Umsækjendur fá sínar niðurstöður á morgun. 10. nóvember 2014 11:25