Meðaltal leiðréttingarinnar um 1.350 þúsund Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 16:32 Leiðréttingin var kynnt í Kaldalóni í Hörpu í dag. vísir/gva Meðaltal leiðréttingarinnar svokölluðu eru 1.350 þúsund krónur. Einstaklingar munu að meðaltali fá 1.090 þúsund og hjón um 1.510 þúsund. Því gætu skuldir heimilanna lækkað um tuttugu prósent að meðaltali, séu úrræðin nýtt til fulls, þ.e skattaafslátt af séreignarsparnaði ásamt niðurfærslu af verðtryggðum húsnæðislánum. Þetta kom fram í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar hagfræðings sem kynnti skuldaleiðréttingu ríkisstjórnar Íslands í Hörpu í dag. Þeir sem um niðurfærsluna sóttu geta séð niðurstöður hennar á morgun og svo samþykkt hana í desember. Þess á milli getur fólk gert athugasemdir og/eða kært niðurstöðuna. Um 70 prósent samþykktra umsókna um leiðréttingu renna til einstaklinga sem skulda minna en 15 milljónir króna og heimila sem skulda minna en 30 milljónir króna. Stærstur hluti fer til einstaklinga sem skulda 10-20 milljónir króna og hjóna sem skulda 20-30 milljónir króna. Þá mun ríflega helmingur eða 55 prósent renna til einstaklinga sem eiga 4 milljónir króna í eigin fé í húsnæði sínu og hjóna sem eiga minna en 13 milljónir króna. Þá fær fólk sem var yngra en 50 ára við forsendubrestinn árið 2009 stærsta hluta leiðréttingarinnar, eða um 68 prósent. Það er fólk sem er með lágar tekjur og skulda á bilinu 15-30 milljónir króna. Hæsta fjárhæðin fer til hjóna þar sem eldri aðilinn var orðinn 35 ára við forsendubrestinn. Um 91 þúsund sóttu um niðurfærsluna og býr meginþorri þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Þó er ekki búið að skipta umsóknunum niður eftir búsetu, að sögn Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra. Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að um 15 þúsund umsóknum hafi verið hafnað en Bjarni segir þær tölur ekki liggja fyrir. „Það er ekki endanlega komið í ljós. Við erum með um 90 þúsund lán sem búið er að reikna. Síðan er um 10 prósent af heildarumsóknum sem enn eru til frekari úrvinnslu út af einhverju viðbótarflækjustigi,“ sagði Bjarni í samtali við Vísi. Tengdar fréttir Twitter logar vegna leiðréttingarinnar "Af hverju er Ingvi Hrafn ekki að stýra þessu?“ og "Leiðréttingin! Til hamingju," er meðal þess sem skrifað hefur verið á samskiptamiðilinn Twitter um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. 10. nóvember 2014 14:16 Bein útsending frá blaðamannafundinum: Ráðherrar kynna leiðréttingu ríkisstjórnarinnar Fréttamannafundur um höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána fer fram í Kaldalóni, sal í Hörpu klukkan 13:30. 10. nóvember 2014 09:18 Ætla að hraða skuldaniðurfærslunni Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ætlar að leggja fram tillögu til að breyta fjáraukalögum ársins. 10. nóvember 2014 13:54 Blendin viðbrögð við skuldakynningu ríkisstjórnarinnar Skuldaniðurfellingar ríkisstjórnarinnar leggjast misjafnlega vel í landsmenn, svo vægt sé til orða tekið. 10. nóvember 2014 13:57 Svona sérðu hvað stjórnvöld ætla að færa lánið þitt mikið niður Ríkisstjórnin hefur látið búa til myndband sem sýnir fólki hvernig það getur séð hversu margar krónur það fær niðurfært af fasteignaveðlánum sínum. 10. nóvember 2014 13:11 Leigjendur gefa lítið fyrir skuldaniðurfærslurnar Skuldaniðurfærslur ríkisstjórnarinnar verða kynntar í dag og eru menn mjög misjafnlega spenntir; leigjendur tala um "blekkingaprump“. 10. nóvember 2014 10:42 Synja 15.000 um leiðréttingu húsnæðislána Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar verður kynnt í Hörpu eftir hádegi í dag. Höfuðstóll verðtryggðs húsnæðisláns lækkar um 1,5 milljónir að meðaltali. Af 105.000 manns sem sóttu um fá 90.000 manns leiðréttingu. 10. nóvember 2014 07:00 Gleðidagur fyrir heimilin og ríkisstjórnina að mati forsætisráðherra Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynna niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána í dag. Umsækjendur fá sínar niðurstöður á morgun. 10. nóvember 2014 11:25 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Meðaltal leiðréttingarinnar svokölluðu eru 1.350 þúsund krónur. Einstaklingar munu að meðaltali fá 1.090 þúsund og hjón um 1.510 þúsund. Því gætu skuldir heimilanna lækkað um tuttugu prósent að meðaltali, séu úrræðin nýtt til fulls, þ.e skattaafslátt af séreignarsparnaði ásamt niðurfærslu af verðtryggðum húsnæðislánum. Þetta kom fram í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar hagfræðings sem kynnti skuldaleiðréttingu ríkisstjórnar Íslands í Hörpu í dag. Þeir sem um niðurfærsluna sóttu geta séð niðurstöður hennar á morgun og svo samþykkt hana í desember. Þess á milli getur fólk gert athugasemdir og/eða kært niðurstöðuna. Um 70 prósent samþykktra umsókna um leiðréttingu renna til einstaklinga sem skulda minna en 15 milljónir króna og heimila sem skulda minna en 30 milljónir króna. Stærstur hluti fer til einstaklinga sem skulda 10-20 milljónir króna og hjóna sem skulda 20-30 milljónir króna. Þá mun ríflega helmingur eða 55 prósent renna til einstaklinga sem eiga 4 milljónir króna í eigin fé í húsnæði sínu og hjóna sem eiga minna en 13 milljónir króna. Þá fær fólk sem var yngra en 50 ára við forsendubrestinn árið 2009 stærsta hluta leiðréttingarinnar, eða um 68 prósent. Það er fólk sem er með lágar tekjur og skulda á bilinu 15-30 milljónir króna. Hæsta fjárhæðin fer til hjóna þar sem eldri aðilinn var orðinn 35 ára við forsendubrestinn. Um 91 þúsund sóttu um niðurfærsluna og býr meginþorri þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Þó er ekki búið að skipta umsóknunum niður eftir búsetu, að sögn Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra. Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að um 15 þúsund umsóknum hafi verið hafnað en Bjarni segir þær tölur ekki liggja fyrir. „Það er ekki endanlega komið í ljós. Við erum með um 90 þúsund lán sem búið er að reikna. Síðan er um 10 prósent af heildarumsóknum sem enn eru til frekari úrvinnslu út af einhverju viðbótarflækjustigi,“ sagði Bjarni í samtali við Vísi.
Tengdar fréttir Twitter logar vegna leiðréttingarinnar "Af hverju er Ingvi Hrafn ekki að stýra þessu?“ og "Leiðréttingin! Til hamingju," er meðal þess sem skrifað hefur verið á samskiptamiðilinn Twitter um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. 10. nóvember 2014 14:16 Bein útsending frá blaðamannafundinum: Ráðherrar kynna leiðréttingu ríkisstjórnarinnar Fréttamannafundur um höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána fer fram í Kaldalóni, sal í Hörpu klukkan 13:30. 10. nóvember 2014 09:18 Ætla að hraða skuldaniðurfærslunni Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ætlar að leggja fram tillögu til að breyta fjáraukalögum ársins. 10. nóvember 2014 13:54 Blendin viðbrögð við skuldakynningu ríkisstjórnarinnar Skuldaniðurfellingar ríkisstjórnarinnar leggjast misjafnlega vel í landsmenn, svo vægt sé til orða tekið. 10. nóvember 2014 13:57 Svona sérðu hvað stjórnvöld ætla að færa lánið þitt mikið niður Ríkisstjórnin hefur látið búa til myndband sem sýnir fólki hvernig það getur séð hversu margar krónur það fær niðurfært af fasteignaveðlánum sínum. 10. nóvember 2014 13:11 Leigjendur gefa lítið fyrir skuldaniðurfærslurnar Skuldaniðurfærslur ríkisstjórnarinnar verða kynntar í dag og eru menn mjög misjafnlega spenntir; leigjendur tala um "blekkingaprump“. 10. nóvember 2014 10:42 Synja 15.000 um leiðréttingu húsnæðislána Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar verður kynnt í Hörpu eftir hádegi í dag. Höfuðstóll verðtryggðs húsnæðisláns lækkar um 1,5 milljónir að meðaltali. Af 105.000 manns sem sóttu um fá 90.000 manns leiðréttingu. 10. nóvember 2014 07:00 Gleðidagur fyrir heimilin og ríkisstjórnina að mati forsætisráðherra Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynna niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána í dag. Umsækjendur fá sínar niðurstöður á morgun. 10. nóvember 2014 11:25 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Twitter logar vegna leiðréttingarinnar "Af hverju er Ingvi Hrafn ekki að stýra þessu?“ og "Leiðréttingin! Til hamingju," er meðal þess sem skrifað hefur verið á samskiptamiðilinn Twitter um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. 10. nóvember 2014 14:16
Bein útsending frá blaðamannafundinum: Ráðherrar kynna leiðréttingu ríkisstjórnarinnar Fréttamannafundur um höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána fer fram í Kaldalóni, sal í Hörpu klukkan 13:30. 10. nóvember 2014 09:18
Ætla að hraða skuldaniðurfærslunni Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ætlar að leggja fram tillögu til að breyta fjáraukalögum ársins. 10. nóvember 2014 13:54
Blendin viðbrögð við skuldakynningu ríkisstjórnarinnar Skuldaniðurfellingar ríkisstjórnarinnar leggjast misjafnlega vel í landsmenn, svo vægt sé til orða tekið. 10. nóvember 2014 13:57
Svona sérðu hvað stjórnvöld ætla að færa lánið þitt mikið niður Ríkisstjórnin hefur látið búa til myndband sem sýnir fólki hvernig það getur séð hversu margar krónur það fær niðurfært af fasteignaveðlánum sínum. 10. nóvember 2014 13:11
Leigjendur gefa lítið fyrir skuldaniðurfærslurnar Skuldaniðurfærslur ríkisstjórnarinnar verða kynntar í dag og eru menn mjög misjafnlega spenntir; leigjendur tala um "blekkingaprump“. 10. nóvember 2014 10:42
Synja 15.000 um leiðréttingu húsnæðislána Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar verður kynnt í Hörpu eftir hádegi í dag. Höfuðstóll verðtryggðs húsnæðisláns lækkar um 1,5 milljónir að meðaltali. Af 105.000 manns sem sóttu um fá 90.000 manns leiðréttingu. 10. nóvember 2014 07:00
Gleðidagur fyrir heimilin og ríkisstjórnina að mati forsætisráðherra Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynna niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána í dag. Umsækjendur fá sínar niðurstöður á morgun. 10. nóvember 2014 11:25