Innlent

Leiðrétta verðbólgu umfram 5,8 prósent með beinu framlagi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Stefnt var að því að leiðrétta verðbólgu umfram 4,8 prósent.
Stefnt var að því að leiðrétta verðbólgu umfram 4,8 prósent. Vísir
Skuldaniðurfærsla stjórnvalda mun greiða til baka verðbólgu umfram 5,8 prósent til þeirra sem skulduðu verðtryggð fasteignaveðlán á árunum 2008 og 2009. Þetta kom fram á kynningu á skuldaaðgerðum stjórnvalda í Hörpu í dag.

Séu tuttugu milljarðar, sem gefnir verða í skattaafslátt vegna eftirgjafar á skatti á séreignalífeyrissparnað vegna inngreiðslna inn á höfuðstól lánanna reiknaður með, segjast stjórnvöld vera að fella niður verðbólgu umfram fjögur prósent. Samtals eiga því bein og óbein framlög, samkvæmt stjórnvöldum, að skila til baka verðbólgu umfram fjögur prósent.

Í kynningu á aðgerðinni frá því á síðasta ári kom fram að aðgerðin miðaði við að reikna út þak á árlega verðbólgu umfram viðmið á tímabilinu 2007-2010 og leiðrétta verðbætur umfram viðmiðunarþak verðbólgu. Það þak átti að vera 4,8 prósent eða sem nemur meðalverðbólgu frá því að Seðlabankinn innleiddi verðbólgumarkmið sín til ársins 2007.

Hér fyrir neðan má sjá kynningu á aðgerðunum.


Tengdar fréttir

Twitter logar vegna leiðréttingarinnar

"Af hverju er Ingvi Hrafn ekki að stýra þessu?“ og "Leiðréttingin! Til hamingju," er meðal þess sem skrifað hefur verið á samskiptamiðilinn Twitter um aðgerðir ríkisstjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×