Sala eigna hrekkur ekki til hjá RÚV Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2014 20:48 Sala húseignar og lóðar duga ekki til að rétta af fjárhag Ríkisútvarpsins og til að bæta reksturinn blasir því við að grípa þarf til uppsagna og annarar hagræðingar á næsta ári. Stofnunin átti ekki fyrir nýlegum afborgunum á láni vegna lífeyrisskuldbindinga. Stjórn Ríkisútvarpsins kom saman til fundar seinnipartinn í gær í fyrsta skipti eftir að fjárlög voru endanlega samþykkt á Alþingi á þriðjudag. Stærsti hluti fortíðarvanda stofnunarinnar eru gríðarlegar lífeyrisskuldbindingar frá því fyrir stofnun Ríkisútvarpsins ohf og hefur það ekki getað staðið í skilum með greiðslurnar. Ríkisútvarpið ohf. á gríðarleg verðmæti í húseigninni í Efstaleiti ásamt lóð við húsið og fullyrt hefur verið að verðmætið sé um fimm milljarðar króna. En jafnvel þótt allar þessar eignir yrðu seldar myndi það ekki duga til. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var ekkert rætt um uppsagnir á starfsfólki nú eða í náinni framtíð á stjórnarfundinum í gær. „Við vorum fyrst og fremst að fara yfir stöðuna og greina hvernig við myndum haga vinnunni í framhaldinu og svo sem engar ákvarðanir nákvæmlega teknar nema um kannski vinnulag,“ sagði Ingvi Hrafn Óskarsson að loknum stjórnarfundi í gær. Í fjárlagafrumvarpinu er talað um að taka verði á skuldavanda Ríkisútvarpsins og þjónustusamningur þess við ríkið rennur út um áramótin og í nýjum samningi verður væntanlega rammað inn hvaða þjónustu Ríkisútvarpið á að veita. Stjórnarformaðurinn segir sölu eigna skipta miklu til að taka á þröngri sjóðs- og skuldastöðu félagsins, en áfram þyrfti miðað við forsendur fjárlaga að taka á rekstrarvanda félagsins.Rekstur þýðir auðvitað eitt, dýrasti þátturinn þar er starfsfólkið. Það myndi auðvitað þýða fækkun starfsfólks?„Miðað við óbreyttar forsendur er auðvitað ekkert óeðlilegt hjá þér að draga þá ályktun en ég vil ekki tjá mig um það á þessu stigi,“ segir Ingvi Hrafn. Alþingi skipar nýja stjórn Ríkisútvarpsins í byrjun næsta árs og ekki víst að núverandi stjórn leggi fram tillögur fyrir þann tíma. „Ég held að það sé ekkert endilega óskastaða. Ef það kemur ný stjórn og ef hún yrði verulega breytt væri mjög eðlilegt að hún hefði tækifæri til að fara yfir þær tillögur áður en þeim væri hrint í framkvæmd,“ sagði Ingvi Hrafn Óskarsson. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Sala húseignar og lóðar duga ekki til að rétta af fjárhag Ríkisútvarpsins og til að bæta reksturinn blasir því við að grípa þarf til uppsagna og annarar hagræðingar á næsta ári. Stofnunin átti ekki fyrir nýlegum afborgunum á láni vegna lífeyrisskuldbindinga. Stjórn Ríkisútvarpsins kom saman til fundar seinnipartinn í gær í fyrsta skipti eftir að fjárlög voru endanlega samþykkt á Alþingi á þriðjudag. Stærsti hluti fortíðarvanda stofnunarinnar eru gríðarlegar lífeyrisskuldbindingar frá því fyrir stofnun Ríkisútvarpsins ohf og hefur það ekki getað staðið í skilum með greiðslurnar. Ríkisútvarpið ohf. á gríðarleg verðmæti í húseigninni í Efstaleiti ásamt lóð við húsið og fullyrt hefur verið að verðmætið sé um fimm milljarðar króna. En jafnvel þótt allar þessar eignir yrðu seldar myndi það ekki duga til. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var ekkert rætt um uppsagnir á starfsfólki nú eða í náinni framtíð á stjórnarfundinum í gær. „Við vorum fyrst og fremst að fara yfir stöðuna og greina hvernig við myndum haga vinnunni í framhaldinu og svo sem engar ákvarðanir nákvæmlega teknar nema um kannski vinnulag,“ sagði Ingvi Hrafn Óskarsson að loknum stjórnarfundi í gær. Í fjárlagafrumvarpinu er talað um að taka verði á skuldavanda Ríkisútvarpsins og þjónustusamningur þess við ríkið rennur út um áramótin og í nýjum samningi verður væntanlega rammað inn hvaða þjónustu Ríkisútvarpið á að veita. Stjórnarformaðurinn segir sölu eigna skipta miklu til að taka á þröngri sjóðs- og skuldastöðu félagsins, en áfram þyrfti miðað við forsendur fjárlaga að taka á rekstrarvanda félagsins.Rekstur þýðir auðvitað eitt, dýrasti þátturinn þar er starfsfólkið. Það myndi auðvitað þýða fækkun starfsfólks?„Miðað við óbreyttar forsendur er auðvitað ekkert óeðlilegt hjá þér að draga þá ályktun en ég vil ekki tjá mig um það á þessu stigi,“ segir Ingvi Hrafn. Alþingi skipar nýja stjórn Ríkisútvarpsins í byrjun næsta árs og ekki víst að núverandi stjórn leggi fram tillögur fyrir þann tíma. „Ég held að það sé ekkert endilega óskastaða. Ef það kemur ný stjórn og ef hún yrði verulega breytt væri mjög eðlilegt að hún hefði tækifæri til að fara yfir þær tillögur áður en þeim væri hrint í framkvæmd,“ sagði Ingvi Hrafn Óskarsson.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira