Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn: Ótal deilumál í kringum Jón Ragnarsson Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. desember 2014 18:13 Jón Ragnarsson fyrir utan Caruso í morgun. Vísir/Vilhelm Jón Ragnarsson athafnamaður hefur vakið mikla athygli í vikunni fyrir baráttuna sem hann stendur í við Jose Garcia veitingamann sem rekur veitingastaðinn Caruso. Jón er eigandi hússins sem Caruso er í og á þriðjudaginn var sagt frá því í Fréttablaðinu að hann hefði tekið húsið yfir í þeim tilgangi að bola leigjandanum Jose út. Jón á langan feril að baki í viðskiptum og hefur oft verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Hann erfði hlut í Hótel Valhöll á Þingvöllum frá foreldrum sínum og var lengi kenndur við þann stað. Jón er fæddur þann 29. júní 1939 og er því 75 ára. Hann er búsettur í Seljugerði, í einbýlishúsi sem var lýst gaumgæfilega í blaðagrein um miðjan níunda áratug síðustu aldar.Stofnaði Tjarnabúð Jón er ættaður frá Patreksfirði en ólst upp í Reykjavík. Hann er sonur Ragnars Vals Jónssonar og Júlíönu Sigurbjörgu Erlendsdóttur. Ragnar var veitingamaður sem stofnaði meðal annars Þórscafé. Eftir fráfall hans 1981 hafði Jón aðkomu að rekstri staðarins auk þess sem hann tók yfir reksturinn á Hótel Valhöll af föður sínum. Ragnar var einn þriggja manna sem stofnuðu hlutafélagið Valhöll sem stofnað var í kringum reksturinn á hótelinu. Einn þremenninganna seldi hinum tveimur sinn hlut og átti Ragnar þá helminginn í félaginu á móti Sigursæli Magnússyni. Árið 1966 keypti Jón hluta Sigursæls og áttu þeir feðgarnir þá Valhöll. Jón lærði í hótelskóla í svissnesku borginni Lausanne. Hann hélt út til náms árið 1961 og var þar í tvö ár. Að loknu námi hóf Jón veitingarekstur í Oddfellow-húsinu svokallaða og rak hann veitingasölu í húsinu í fimm ár. Þar stofnaði hann einnig skemmtistaðinn Tjarnabúð sem margir muna eflaust eftir, árið 1964. Jón átti einnig kvikmyndahúsið Regnbogann um stund og var stórtækur í kvikmyndabransanum. Hann stofnaði einnig Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna og þótti frumkvöðull á sviði myndbandavæðingarinnar hér á landi. Í tengslum við störf sín í kvikmyndageiranum ferðaðist hann víðsvegar um heiminn, fór til dæmis árlega á kvikmyndahátíðina í Cannes í Frakklandi, American Film Market í Los Angeles, auk hátíða í London og Mílanó.Hér má sjá umfjöllun DV á sínum tíma, um Jón Ragnarsson.Keypti Hótel Örk og seldi það tvisvar Þann 12. maí 1989 var sagt frá því að Jón hefði fest kaup á Hótel Örk í Hveragerði. Hann greiddi meðal annars fyrir hótelið með húseign í Hverfisgötu þar sem Regnboginn var til húsa en heildarkaupverðið á hótelinu var 256 milljónir króna. Strax daginn eftir tilkynnti Jón að hann ætlaði sér að auka gistirýmið í hótelinu um 50 prósent. Áður en Jón keypti Hótel Örk var félagið mjög skuldugt og tæpu ári áður en hann keypti félagið var það selt á nauðungarsölu fyrir 230 milljónir. Jón lét gera golfvöll og tennisvelli fyrir hótelgesti og lagði mikla áherslu á útivist í markaðssetningu á Hótel Örk. Þar að auki voru trampólín og fræg vatnsrennibraut við Hótelið. Þrátt fyrir að hafa keypt Hótel Örk einu sinni tókst Jóni að selja hótelið tvisvar. Hart var deilt um málið á sínum tíma, eins og Fréttablaðið greindi frá árið 2004. Þar kom fram að Jón hefði selt félaginu A.Þ. Jónasson hótelið. Jón hefði svo selt öðrum aðilum hótelið þegar greiðslur frá A.Þ. drógust um nokkra daga. Deiluaðilum, Jóni og Jónasi A.Þ. Jónassyni bar ekki saman um hversu lengi greiðslur hefðu dregist. Jón ákvað aftur á móti að selja hótelið öðrum. Engu að síður lá fyrir samningur um kaup A.Þ. Jónassonar á Hótel Örk.Hið umdeilda Hótel CabinJón var mikið í umræðunni seint á tíunda áratug síðustu aldar. Í maí 1997 birtist frétt í Helgarpóstinum undir fyrirsögninni „Reglunum breytt fyrir „séra“ Jón Ragnarsson“. Í henni kom fram að svo virtist sem reglugerðarákvæðum hefði sérstaklega verið breytt fyrir Jón. Tveggja manna herbergin voru of lítil og stóðust ekki reglugerðir áður en þeim var breytt. Þáverandi umhverfisráðherra, Guðmundur Bjarnason, breytti einnig mengunarviðmiðum inni í hótelherbergjum:„Þá má ennfremur nefna nýju stærðarmörkin sem sett eru í reglugerðarviðbótinni. Herbergin í nýja hótelinu við Borg- „Jón" og „séra Jón" fá ekki alttaf sömu meðhöndlun í kerfinu eins og dæmin sanna. Jón Ragnarsson hótelhaldari virðist njóta sérlega góðrar þjónustu hjá stjórnvöldum. Borgartún eru einmitt rétt rúmir níu fermetrar að stærð. Að þessu leyti virðist reglugerðin óneitanlega sniðin að þörfum Jóns Ragnarssonar hótelhaldara,“ segir í fréttinni og bætt er við:„Umhverfisráðherra gaf út aðra breytingu á heilbrigðisreglugerðinni 5. mars síðastlið- inn. Þar er sérstaklega tekið fram að loftræsting á gistiherbergjum skuli vera góð og skuli meðalstyrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu ekki vera meiri en 800 ppm og ekki farayfir 1.000 ppm. Þótt að sjálfsögðu sé ekki minnst einu orði á Hótel Cabin í þessum reglugerðarbreytingum vaknar óhjákvæmilega grunur um að þessu síðasttalda atriði sé bætt í reglugerðina vegna eins manns herbergjanna sem eru í húsinu miðju og hótelgestir hafa þar af leiðandi enga möguleika til að loftræsta sjálfir með því að opna glugga. Að öllu samanlögðu virðist þannig tæpast geta verið tilviljun að heilbrigðisreglugerðinni skyldi vera breytt svo sem raun ber vitni aðeins mánuði áður en Hótel Cabin er opnað.“Í nóvember sama ár birtist frétt í DV, þar sem rætt var við Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Sambands veitinga- og gistihúsa. Hún var vægast sagt ósátt við þessar nýju reglubreytingar, sem gerðar voru áður en Jón opnaði Hótel Cabin. Hún notað orð eins og bjánagang og fíflaleg.DV birti einnig viðtal við Harald Blöndal, lögfræðing Jóns. Í fréttinni kom fram að Haraldur væri bróðir Halldórs Blöndal, samgönguráðherra, sem einnig veitti undanþágur sem komu Jóni til góða. Haraldur sagði tengsl hans og Jóns ekki hafa haft áhrif á ákvörðun Halldórs bróður hans.„Tugir í mál við Jón“ var fyrirsögn DV á sínum tíma.Vangoldin laun, þrælabúðir og hótel á Skútustöðum Í mars 1998 var sagt frá því að Jón hefði fest kaup á skólahúsi heimavistarskólans á Skútustöðum í Mývatnssveit. Kaupin voru gerð af félagi Jóns, að nafni Lykilhótel og var húsinu breytt í hótel sem kallaðist Hótel Gígur. Mikil gleði voru með kaupin á sínum tíma, en sextán árum síðar, eða í mars á þessu ári, birtist ítarleg umfjöllun um söluna á hótelinu í Akureyri vikublað. Þar kom fram að lánveitendur hefðu farið fram á að eignin yrði seld á uppboði. Þrír aðilar hér á landi hugðust bjóða í hótelið en síðar kom félagið KHG European Hospitality Partners sem skráð er í Lúxemborg og bauð 384 milljónir í hótelið. Síðar kom í ljós að sonur Jóns, Valdirmar Jónsson, væri skráður eigandi þess félags. Valdimar hefur verið viðskiptafélagi föður síns um árabil. Rekstur Lykilhótela virðist ekki hafa gengið nægilega vel fyrir sig. Strax fór að bera á því að starfsmenn hans kvörtuðu um að fá ekki greidd launin sín. „Við erum með 12 mál á Jón Ragnarsson vegna kvartana fyrrum starfsmanna hans á Lykilhótelinu við Mývatn. Hann virðir engin lög varðandi réttindi starfsmanna og hefur verið til vandræða eftir að hann kom hingað í sveitina," sagði Aðalsteinn Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins á Húsavík, um Jón Ragnarsson hótelhaldara, við DV í september 2000. Ári síðar sagði DV frá því að tugir starfsmanna hefðu farið í mál við Jón vegna vangoldinna launa. Lögmenn Jóns sögðu þetta vera ofsóknir á hendur honum. Einn fyrrum hótelstjóri, sem starfaði fyrir Jón, líkti rekstrinum á hótelinu við þrælabúðir: „Ég missti meðvitundarlausan starfsmann á gólfið í eldhúsinu, danska stelpu, og hélt að hún væri að deyja. Það reyndist vera ofþreyta,“ sagði hún þá. Hún fullyrti að Jón hefði sagt starfi hennar lausu þegar hún hafi þurft að fara á sjúkrahús um tíma og neitað að borga henni laun. Fjórum árum síðar, eða árið 2004, sagði Vísir frá því að Jón hefði verið dæmdur fyrir umboðssvik, þegar hann, í starfi sínu sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Lykilhótela, tók 37 milljón króna lán í nafni félagsins hjá Framkvæmdasjóði Íslands. Hann ásamt öðrum stjórnarmanni batt Hótel Valhöll og eigur þess í ábyrgð fyrir láni sem var ótengt starfsemi þess. Skuldabréfið var einnig tryggt með veðrétti í fasteign í eigu Lykilhótela í Hveragerði. Andvirði skuldabréfsins var notað til að greiða upp gjaldfallnar skuldir.Salan á Hótel Valhöll og skiptinJón vakti einnig athygli í tengslum við söluna á hlut sínum í Hótel Valhöll. Upp úr aldamótum fór hann að viðra þá hugmynd sína að selja hlutinn. Í september árið 2000 lyftu margir brúnum yfir tilboði Jóns í Sjónvarpshúsið. Hann bauð Hótel Valhöll í skiptum fyrir það. Ríkið hafnaði tilboði Jóns og seldi Sjónvarpshúsið tveimur mánuðum síðar á 280 milljónir króna. Tilboð Jóns var afgreitt af Ríkiskaupum sem of lágt. Í fréttinni kom fram að Jón hefði fengið 460 milljón króna tilboð í Hótel Valhöll erlendis frá. Af þeirri sölu varð þó aldrei. Tilboðið barst frá breskum viðskiptamanni að nafni Michael Krüger, sem reyndi tvisvar að kaupa eignina, einu sinni fyrir hönd félags síns Verino Investment, sem skráð var í Mónakó, og í annað sinn í eigin nafni. Hart var deilt um hvort að Jóni væri heimilt að selja sinn hlut í Hótel Valhöll til útlendings. Jón sagði í samtali við DV að honum þætti það ekki heppilegt, að útlendingur eignaðist hótelið, sér í lagi ef hann ætlaði ekki að stunda hótelrekstur á svæðinu. Hann sagðist telja að Krüger ætlaði að nýta eignina fyrir sjálfan sig. „En ég get ekki farið eftir hugarórum heldur því hvað er skynsamlegt fyrir mig og mína fjölskyldu,“ útskýrði Jón. Árið 2001 sagði DV svo frá því að Krüger hefði hætt við kaupin. Í fréttinni kom fram að Krüger hefði orðið afhuga kaupunum vegna þess að Jóni tókst ekki að uppfylla ákveðin skilyrði sem hann setti. Krüger vildi geta gert breytingar á eigninni, en leyfi fyrir því lá ekki fyrir. Ákveðinn vafi lá yfir lóðarréttindum á svæðinu. Ári síðar sagði Morgunblaðið frá því að ríkið hefði keypt hlut Jóns í Valhöll á 200 milljónir. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Jón Ragnarsson athafnamaður hefur vakið mikla athygli í vikunni fyrir baráttuna sem hann stendur í við Jose Garcia veitingamann sem rekur veitingastaðinn Caruso. Jón er eigandi hússins sem Caruso er í og á þriðjudaginn var sagt frá því í Fréttablaðinu að hann hefði tekið húsið yfir í þeim tilgangi að bola leigjandanum Jose út. Jón á langan feril að baki í viðskiptum og hefur oft verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Hann erfði hlut í Hótel Valhöll á Þingvöllum frá foreldrum sínum og var lengi kenndur við þann stað. Jón er fæddur þann 29. júní 1939 og er því 75 ára. Hann er búsettur í Seljugerði, í einbýlishúsi sem var lýst gaumgæfilega í blaðagrein um miðjan níunda áratug síðustu aldar.Stofnaði Tjarnabúð Jón er ættaður frá Patreksfirði en ólst upp í Reykjavík. Hann er sonur Ragnars Vals Jónssonar og Júlíönu Sigurbjörgu Erlendsdóttur. Ragnar var veitingamaður sem stofnaði meðal annars Þórscafé. Eftir fráfall hans 1981 hafði Jón aðkomu að rekstri staðarins auk þess sem hann tók yfir reksturinn á Hótel Valhöll af föður sínum. Ragnar var einn þriggja manna sem stofnuðu hlutafélagið Valhöll sem stofnað var í kringum reksturinn á hótelinu. Einn þremenninganna seldi hinum tveimur sinn hlut og átti Ragnar þá helminginn í félaginu á móti Sigursæli Magnússyni. Árið 1966 keypti Jón hluta Sigursæls og áttu þeir feðgarnir þá Valhöll. Jón lærði í hótelskóla í svissnesku borginni Lausanne. Hann hélt út til náms árið 1961 og var þar í tvö ár. Að loknu námi hóf Jón veitingarekstur í Oddfellow-húsinu svokallaða og rak hann veitingasölu í húsinu í fimm ár. Þar stofnaði hann einnig skemmtistaðinn Tjarnabúð sem margir muna eflaust eftir, árið 1964. Jón átti einnig kvikmyndahúsið Regnbogann um stund og var stórtækur í kvikmyndabransanum. Hann stofnaði einnig Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna og þótti frumkvöðull á sviði myndbandavæðingarinnar hér á landi. Í tengslum við störf sín í kvikmyndageiranum ferðaðist hann víðsvegar um heiminn, fór til dæmis árlega á kvikmyndahátíðina í Cannes í Frakklandi, American Film Market í Los Angeles, auk hátíða í London og Mílanó.Hér má sjá umfjöllun DV á sínum tíma, um Jón Ragnarsson.Keypti Hótel Örk og seldi það tvisvar Þann 12. maí 1989 var sagt frá því að Jón hefði fest kaup á Hótel Örk í Hveragerði. Hann greiddi meðal annars fyrir hótelið með húseign í Hverfisgötu þar sem Regnboginn var til húsa en heildarkaupverðið á hótelinu var 256 milljónir króna. Strax daginn eftir tilkynnti Jón að hann ætlaði sér að auka gistirýmið í hótelinu um 50 prósent. Áður en Jón keypti Hótel Örk var félagið mjög skuldugt og tæpu ári áður en hann keypti félagið var það selt á nauðungarsölu fyrir 230 milljónir. Jón lét gera golfvöll og tennisvelli fyrir hótelgesti og lagði mikla áherslu á útivist í markaðssetningu á Hótel Örk. Þar að auki voru trampólín og fræg vatnsrennibraut við Hótelið. Þrátt fyrir að hafa keypt Hótel Örk einu sinni tókst Jóni að selja hótelið tvisvar. Hart var deilt um málið á sínum tíma, eins og Fréttablaðið greindi frá árið 2004. Þar kom fram að Jón hefði selt félaginu A.Þ. Jónasson hótelið. Jón hefði svo selt öðrum aðilum hótelið þegar greiðslur frá A.Þ. drógust um nokkra daga. Deiluaðilum, Jóni og Jónasi A.Þ. Jónassyni bar ekki saman um hversu lengi greiðslur hefðu dregist. Jón ákvað aftur á móti að selja hótelið öðrum. Engu að síður lá fyrir samningur um kaup A.Þ. Jónassonar á Hótel Örk.Hið umdeilda Hótel CabinJón var mikið í umræðunni seint á tíunda áratug síðustu aldar. Í maí 1997 birtist frétt í Helgarpóstinum undir fyrirsögninni „Reglunum breytt fyrir „séra“ Jón Ragnarsson“. Í henni kom fram að svo virtist sem reglugerðarákvæðum hefði sérstaklega verið breytt fyrir Jón. Tveggja manna herbergin voru of lítil og stóðust ekki reglugerðir áður en þeim var breytt. Þáverandi umhverfisráðherra, Guðmundur Bjarnason, breytti einnig mengunarviðmiðum inni í hótelherbergjum:„Þá má ennfremur nefna nýju stærðarmörkin sem sett eru í reglugerðarviðbótinni. Herbergin í nýja hótelinu við Borg- „Jón" og „séra Jón" fá ekki alttaf sömu meðhöndlun í kerfinu eins og dæmin sanna. Jón Ragnarsson hótelhaldari virðist njóta sérlega góðrar þjónustu hjá stjórnvöldum. Borgartún eru einmitt rétt rúmir níu fermetrar að stærð. Að þessu leyti virðist reglugerðin óneitanlega sniðin að þörfum Jóns Ragnarssonar hótelhaldara,“ segir í fréttinni og bætt er við:„Umhverfisráðherra gaf út aðra breytingu á heilbrigðisreglugerðinni 5. mars síðastlið- inn. Þar er sérstaklega tekið fram að loftræsting á gistiherbergjum skuli vera góð og skuli meðalstyrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu ekki vera meiri en 800 ppm og ekki farayfir 1.000 ppm. Þótt að sjálfsögðu sé ekki minnst einu orði á Hótel Cabin í þessum reglugerðarbreytingum vaknar óhjákvæmilega grunur um að þessu síðasttalda atriði sé bætt í reglugerðina vegna eins manns herbergjanna sem eru í húsinu miðju og hótelgestir hafa þar af leiðandi enga möguleika til að loftræsta sjálfir með því að opna glugga. Að öllu samanlögðu virðist þannig tæpast geta verið tilviljun að heilbrigðisreglugerðinni skyldi vera breytt svo sem raun ber vitni aðeins mánuði áður en Hótel Cabin er opnað.“Í nóvember sama ár birtist frétt í DV, þar sem rætt var við Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Sambands veitinga- og gistihúsa. Hún var vægast sagt ósátt við þessar nýju reglubreytingar, sem gerðar voru áður en Jón opnaði Hótel Cabin. Hún notað orð eins og bjánagang og fíflaleg.DV birti einnig viðtal við Harald Blöndal, lögfræðing Jóns. Í fréttinni kom fram að Haraldur væri bróðir Halldórs Blöndal, samgönguráðherra, sem einnig veitti undanþágur sem komu Jóni til góða. Haraldur sagði tengsl hans og Jóns ekki hafa haft áhrif á ákvörðun Halldórs bróður hans.„Tugir í mál við Jón“ var fyrirsögn DV á sínum tíma.Vangoldin laun, þrælabúðir og hótel á Skútustöðum Í mars 1998 var sagt frá því að Jón hefði fest kaup á skólahúsi heimavistarskólans á Skútustöðum í Mývatnssveit. Kaupin voru gerð af félagi Jóns, að nafni Lykilhótel og var húsinu breytt í hótel sem kallaðist Hótel Gígur. Mikil gleði voru með kaupin á sínum tíma, en sextán árum síðar, eða í mars á þessu ári, birtist ítarleg umfjöllun um söluna á hótelinu í Akureyri vikublað. Þar kom fram að lánveitendur hefðu farið fram á að eignin yrði seld á uppboði. Þrír aðilar hér á landi hugðust bjóða í hótelið en síðar kom félagið KHG European Hospitality Partners sem skráð er í Lúxemborg og bauð 384 milljónir í hótelið. Síðar kom í ljós að sonur Jóns, Valdirmar Jónsson, væri skráður eigandi þess félags. Valdimar hefur verið viðskiptafélagi föður síns um árabil. Rekstur Lykilhótela virðist ekki hafa gengið nægilega vel fyrir sig. Strax fór að bera á því að starfsmenn hans kvörtuðu um að fá ekki greidd launin sín. „Við erum með 12 mál á Jón Ragnarsson vegna kvartana fyrrum starfsmanna hans á Lykilhótelinu við Mývatn. Hann virðir engin lög varðandi réttindi starfsmanna og hefur verið til vandræða eftir að hann kom hingað í sveitina," sagði Aðalsteinn Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins á Húsavík, um Jón Ragnarsson hótelhaldara, við DV í september 2000. Ári síðar sagði DV frá því að tugir starfsmanna hefðu farið í mál við Jón vegna vangoldinna launa. Lögmenn Jóns sögðu þetta vera ofsóknir á hendur honum. Einn fyrrum hótelstjóri, sem starfaði fyrir Jón, líkti rekstrinum á hótelinu við þrælabúðir: „Ég missti meðvitundarlausan starfsmann á gólfið í eldhúsinu, danska stelpu, og hélt að hún væri að deyja. Það reyndist vera ofþreyta,“ sagði hún þá. Hún fullyrti að Jón hefði sagt starfi hennar lausu þegar hún hafi þurft að fara á sjúkrahús um tíma og neitað að borga henni laun. Fjórum árum síðar, eða árið 2004, sagði Vísir frá því að Jón hefði verið dæmdur fyrir umboðssvik, þegar hann, í starfi sínu sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Lykilhótela, tók 37 milljón króna lán í nafni félagsins hjá Framkvæmdasjóði Íslands. Hann ásamt öðrum stjórnarmanni batt Hótel Valhöll og eigur þess í ábyrgð fyrir láni sem var ótengt starfsemi þess. Skuldabréfið var einnig tryggt með veðrétti í fasteign í eigu Lykilhótela í Hveragerði. Andvirði skuldabréfsins var notað til að greiða upp gjaldfallnar skuldir.Salan á Hótel Valhöll og skiptinJón vakti einnig athygli í tengslum við söluna á hlut sínum í Hótel Valhöll. Upp úr aldamótum fór hann að viðra þá hugmynd sína að selja hlutinn. Í september árið 2000 lyftu margir brúnum yfir tilboði Jóns í Sjónvarpshúsið. Hann bauð Hótel Valhöll í skiptum fyrir það. Ríkið hafnaði tilboði Jóns og seldi Sjónvarpshúsið tveimur mánuðum síðar á 280 milljónir króna. Tilboð Jóns var afgreitt af Ríkiskaupum sem of lágt. Í fréttinni kom fram að Jón hefði fengið 460 milljón króna tilboð í Hótel Valhöll erlendis frá. Af þeirri sölu varð þó aldrei. Tilboðið barst frá breskum viðskiptamanni að nafni Michael Krüger, sem reyndi tvisvar að kaupa eignina, einu sinni fyrir hönd félags síns Verino Investment, sem skráð var í Mónakó, og í annað sinn í eigin nafni. Hart var deilt um hvort að Jóni væri heimilt að selja sinn hlut í Hótel Valhöll til útlendings. Jón sagði í samtali við DV að honum þætti það ekki heppilegt, að útlendingur eignaðist hótelið, sér í lagi ef hann ætlaði ekki að stunda hótelrekstur á svæðinu. Hann sagðist telja að Krüger ætlaði að nýta eignina fyrir sjálfan sig. „En ég get ekki farið eftir hugarórum heldur því hvað er skynsamlegt fyrir mig og mína fjölskyldu,“ útskýrði Jón. Árið 2001 sagði DV svo frá því að Krüger hefði hætt við kaupin. Í fréttinni kom fram að Krüger hefði orðið afhuga kaupunum vegna þess að Jóni tókst ekki að uppfylla ákveðin skilyrði sem hann setti. Krüger vildi geta gert breytingar á eigninni, en leyfi fyrir því lá ekki fyrir. Ákveðinn vafi lá yfir lóðarréttindum á svæðinu. Ári síðar sagði Morgunblaðið frá því að ríkið hefði keypt hlut Jóns í Valhöll á 200 milljónir.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira