Innlent

Lýst eftir tvítugum Íslendingi í Danmörku

Bjarki Ármannsson skrifar
Ekkert er vitað um ferðir Þorleifs frá því á laugardag.
Ekkert er vitað um ferðir Þorleifs frá því á laugardag.
Lögreglan í Danmörku lýsir eftir tvítugum Íslendingi, Þorleifi Kristínarsyni, sem búsettur er þar í landi. Í frétt vefsins Nordjyske.dk segir að Þorleifur hafi horfið sporlaust um helgina, er hann heimsótti bæinn Frederikshavn.

Síðast er vitað um ferðir Þorleifs í Frederikshavn á laugardag. Slökkt er á farsíma hans og þannig hefur ekki náðst að rekja ferðir hans. Þorleifur er blindur á öðru auga og með augnsjúkdóm. Hann þarf að taka inn lyf með reglulegu millibili og segist fjölskylda hans óttast að hann sé ekki með þau á sér.

Þorleifur var klæddur dökkum skóm, gallabuxum, grárri hettupeysu, svörtum jakka og með svarta derhúfu. Lögregla í Danmörku biður hvern þann sem hefur upplýsingar um ferðir Þorleifs að hafa samband í síma 114. 

Lagfært: Í fréttinni stóð upphaflega að Þorleifur hefði týnst í Frederiksberg, en ekki Frederikshavn. Þetta hefur nú verið lagfært.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×