Handbolti

Mikil óvissa um þátttöku Anders Eggert á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anders Eggert.
Anders Eggert. Mynd/NordicPhotos/Getty
Danir eru í sömu stöðu og Íslendingar í aðdraganda EM karla í handbolta. Vinstri hornamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Anders Eggert eru báðir meiddir á kálfa og óvíst hvort þeir geti spilað á Evrópumótinu sem hefst eftir eina viku.

Anders Eggert gat ekki spilað á móti Noregi í gær á æfingamótinu í Frakklandi og í framhaldinu var ákveðið að senda hann heim til Danmerkur í myndatöku.

Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins, bíður nú eftir niðurstöðum úr myndatökunni áður en hann tekur ákvörðunina um að velja Anders Eggert í EM-hópinn sinn.

Anders Eggert meiddist á kálfa fyrir jól og hefur ekki enn náð sér góðum af þessum meiðslum sem gætu hugsanlega kostað hann Evrópumótið.

Casper U. Mortensen lék vel í vinstra horninu í æfingaleiknum á móti Noregi í gær en hann er 24 ára gamall og spilar með Bjerringbro-Silkeborg í dönsku deildinni. Eggert er 31 árs gamall og spilar með SG Flensburg-Handewitt.

Anders Eggert varð markakóngur á HM í fyrra þegar hann skoraði 55 mörk í 9 leikjum eða 6,1 að meðaltali í leik. Hann nýtti 25 af 26 vítum sínum á mótinu.

Það yrði mjög svekkjandi fyrir Anders Eggert að missa af EM á heimavelli.Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×