Dómstólar dæma eins og vindarnir blása Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2014 16:49 Jón Steinar og Hæstiréttur í klakaböndum en þar innan dyra virðast menn fara í manngreinarálit þegar þeir fella dóma. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, ritar stutta grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann meðal annars að dómari megi ekki láta vindana sem á „hverjum tíma blása í samfélagi okkar hafa nokkur áhrif á sig þegar hann leysir úr máli sem fyrir honum liggur.“ Þetta sé ekki samkvæmisleikur. Í samtali við Vísi segir Jón Steinar það rétt að þarna sé hann að víkja að grundvallaratriðum, að ýmislegt bendi til þess að dómarar fari í manngreinarálit og slíkt sé alvarlegt mál. Jón Steinar hefur áður vikið að málum sem þessum. „Vindar á hverjum tíma sem blása hafa áhrif á dómstóla miklu meira en efni standa til og við viljum. Við viljum að dómstólar séu hlutlausir og dæmi eftir lögum alveg sama hver á í hlut. Að minnsta kosti vil ég það,“ segir Jón Steinar. Hann segir að dómarar láti alltof auðveldlega afvegaleiðast eftir því hverjir eigi í hlut, þegar tilteknir menn eru komnir inn í myndina ruglast almenningur og dómarar í ríminu. En persónuleg afstaða megi ekki ráða. Jón Steinar vinnur nú að bók sem mun koma út á þessu ári og þar mun hann fara í saumana á þessu fyrirbæri, sem byggir á reynslu hans. „Í okkar litla samfélagi hefur það, hvernig vindarnir blása, alltof mikil áhrif oft, finnst mér, á störf þeirra stofnana sem síst skyldi. Það er að segja dómstólana. Ég tel að þar eigi menn að bíta á jaxlinn og vinna sín störf án þess að um slík áhrif sé að ræða. Í bókinni er farið yfir það að meðan þessir útrásarmenn okkar voru hetjur í augum þjóðarinnar, voru að leggja heiminn að fótum sér, þá voru höfðuð sakamál á hendur fyrirsvarsmanna Baugs; mín skoðun er sú að í þeim málum hafi fallið furðulegir dómar. Fyrir hrun.“ Jón nefnir sem dæmi mál sem vísað var frá dómi og tengdist sölu á 10/11 búðunum en fleiri dæmi verða tíunduð í óútkominni bók hans... „Svo kemur hrunið og þá verða veðrabrigði á afstöðu dómastóla til manna. Hætturnar eru þær af dæmum og öðru að það sé gengið alltof glatt fram í sakfellingu á hendur mönnum sem hafa orðið persóna non grata eftir þetta hrun. Svona á þetta ekki að vera. Dómsstólarnir eiga að starfa án tillits til þess hvernig vindarnir blása hverju sinni. Þeir sem brjóta af sér þeir eiga að bera ábyrgð á því, enda séu öll refsiskilyrði uppfyllt, en þeir sem gera það ekki – þá á ekki að dæma.“ Jóni Steinari er í þessu samhengi að hugsað til Al Thani-málið en hann telur grein sem Brynjar Níelsson ritaði um það hafi ekki verið nægjanlega gaumgæfð. En, hann ítrekar að hann er fyrst og fremst að ræða um grundvallaratriði. Jón Steinar segir ástæður fyrir því að menn hafi villst af leið hlutleysis, til dæmis séu dómsstólar undir alltof miklu álagi. Hann nefnir sem dæmi að árið 2010 dæmdi hann 336 mál. Það gangi náttúrlega ekki og í Hæstarétti, þá er fjölskipaður dómur er, sé einn sem er frummælandi í hverju máli fyrir sig sem leiði af sér ákveðna verkaskiptingu sem lög gera ekki ráð fyrir. Þetta þýðir að dómarar taka oft ekki sjálfstæða afstöðu. „Mínar tillögur voru um að binda endi á þetta og stofna millidómsstól og hafa bara stór prinsippmál fyrir hæstarétti.“ Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, ritar stutta grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann meðal annars að dómari megi ekki láta vindana sem á „hverjum tíma blása í samfélagi okkar hafa nokkur áhrif á sig þegar hann leysir úr máli sem fyrir honum liggur.“ Þetta sé ekki samkvæmisleikur. Í samtali við Vísi segir Jón Steinar það rétt að þarna sé hann að víkja að grundvallaratriðum, að ýmislegt bendi til þess að dómarar fari í manngreinarálit og slíkt sé alvarlegt mál. Jón Steinar hefur áður vikið að málum sem þessum. „Vindar á hverjum tíma sem blása hafa áhrif á dómstóla miklu meira en efni standa til og við viljum. Við viljum að dómstólar séu hlutlausir og dæmi eftir lögum alveg sama hver á í hlut. Að minnsta kosti vil ég það,“ segir Jón Steinar. Hann segir að dómarar láti alltof auðveldlega afvegaleiðast eftir því hverjir eigi í hlut, þegar tilteknir menn eru komnir inn í myndina ruglast almenningur og dómarar í ríminu. En persónuleg afstaða megi ekki ráða. Jón Steinar vinnur nú að bók sem mun koma út á þessu ári og þar mun hann fara í saumana á þessu fyrirbæri, sem byggir á reynslu hans. „Í okkar litla samfélagi hefur það, hvernig vindarnir blása, alltof mikil áhrif oft, finnst mér, á störf þeirra stofnana sem síst skyldi. Það er að segja dómstólana. Ég tel að þar eigi menn að bíta á jaxlinn og vinna sín störf án þess að um slík áhrif sé að ræða. Í bókinni er farið yfir það að meðan þessir útrásarmenn okkar voru hetjur í augum þjóðarinnar, voru að leggja heiminn að fótum sér, þá voru höfðuð sakamál á hendur fyrirsvarsmanna Baugs; mín skoðun er sú að í þeim málum hafi fallið furðulegir dómar. Fyrir hrun.“ Jón nefnir sem dæmi mál sem vísað var frá dómi og tengdist sölu á 10/11 búðunum en fleiri dæmi verða tíunduð í óútkominni bók hans... „Svo kemur hrunið og þá verða veðrabrigði á afstöðu dómastóla til manna. Hætturnar eru þær af dæmum og öðru að það sé gengið alltof glatt fram í sakfellingu á hendur mönnum sem hafa orðið persóna non grata eftir þetta hrun. Svona á þetta ekki að vera. Dómsstólarnir eiga að starfa án tillits til þess hvernig vindarnir blása hverju sinni. Þeir sem brjóta af sér þeir eiga að bera ábyrgð á því, enda séu öll refsiskilyrði uppfyllt, en þeir sem gera það ekki – þá á ekki að dæma.“ Jóni Steinari er í þessu samhengi að hugsað til Al Thani-málið en hann telur grein sem Brynjar Níelsson ritaði um það hafi ekki verið nægjanlega gaumgæfð. En, hann ítrekar að hann er fyrst og fremst að ræða um grundvallaratriði. Jón Steinar segir ástæður fyrir því að menn hafi villst af leið hlutleysis, til dæmis séu dómsstólar undir alltof miklu álagi. Hann nefnir sem dæmi að árið 2010 dæmdi hann 336 mál. Það gangi náttúrlega ekki og í Hæstarétti, þá er fjölskipaður dómur er, sé einn sem er frummælandi í hverju máli fyrir sig sem leiði af sér ákveðna verkaskiptingu sem lög gera ekki ráð fyrir. Þetta þýðir að dómarar taka oft ekki sjálfstæða afstöðu. „Mínar tillögur voru um að binda endi á þetta og stofna millidómsstól og hafa bara stór prinsippmál fyrir hæstarétti.“
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira