Handbolti

Arnór: Nú get ég farið að einbeita mér að leiknum

Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
"Ég er flottur. Annars væri ég ekkert hérna. Ég er klár í leikinn á morgun," segir skyttan Arnór Atlason. Hann hefur náð fullri heilsu sem eru afar góð tíðindi fyrir íslenska landsliðið sem spilar sinn fyrsta leik á EM á morgun.

"Þetta hefur verið stigvaxandi. Þjálfarinn sá ástæðu til þess að taka mig með. Ég er mjög ánægður að hafa náð mótinu. Ég er búinn að einbeita mér að löppinni síðustu þrjár vikur en nú get ég einbeitt mér að leiknum."

Norðmenn eru fyrstu andstæðingar Íslands á mótinu og það verður hörkuleikur eins og alltaf.

"Við erum búnir að fara vel yfir okkar leik sem og þeirra og teljum okkur eiga nóg af svörum. Við höfum undirbúið okkur vel þrátt fyrir skakkaföll. Síðustu leikir hafa verið ótrúlega jafnir gegn Noregi og verður það örugglega aftur núna. Við ætlum okkur auðvitað að vinna."

Viðtalið við Arnór í heild sinni má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×