Fimm milljónir undirskrifta gegn olíuborun og fiskveiðum í norðri Kristján Már Unnarsson skrifar 10. janúar 2014 13:15 Grænfriðungar í ísbjarnarbúningum mótmæltu olíuborunum á heimskautasvæðum á olíuráðstefnu í Osló í nóvember. Greenpeace-samtökin skýrðu frá því í dag að þau hefðu frá árinu 2012 safnað fimm milljónum undirskrifta undir kröfu um að Norðurslóðir verði varðar gegn olíuborunum og iðnaðarfiskveiðum og að svæðið umhverfis Norðurpólinn verði friðlýst sem náttúruverndarsvæði. Undirskriftunum er safnað í gegnum síðuna savethearctic.org. Greenpeace segir að stuðningur við samtökin og baráttu þeirra fyrir því að verja Norðurslóðir gegn áhættusömum olíuborunum hafi stóraukist meðan 30 liðsmenn þeirra sátu í rússnesku fangelsi vegna mótmælaaðgerða gegn rússneska olíufélaginu Gazprom en olíuvinnsla þess í Barentshafi hófst skömmu fyrir jól.Níu olíufélög eru aðilar að þremur sérleyfum við Austur-Grænland, sem úthlutað var fyrir jól.Greenpeace segir fleiri félög undirbúa boranir á heimskautinu, meðal annars Statoil í lögsögu Noregs og Shell í Alaska. Samtímis hafi ríkisstjórn Grænlands úthlutað olíuleitarleyfum við Austur-Grænland þar sem ofsaveður skapi sérstaka hættu á slysum. „Andstöðu milljóna manna gegn ábyrgðarlausum olíuborunum er ekki hægt að hunsa. Það er óskiljanlegt að nú eigi að þrýsta á bensíngjöfina við Austur-Grænland. Þetta er hrikalegasta svæði í heimi til að bora á og áhættan á slysi er mjög mikil,“ segir Jon Burgwald, talsmaður Greenpeace. „Hafsvæðið er fullt af ísjökum þar sem gefast nánast engir íslausir dagar til að bora. Þegar slysið gerist er hætta á að olían fossi út mánuðum saman áður en tekst að stöðva útbreiðslu lekans, " segir Burgwald. Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Svona á höfnin á Dysnesi að líta út Félag um Dysneshöfn í Eyjafirði miðar undirbúning við að framkvæmdir geti hafist innan árs. 30. desember 2013 18:45 Olíurisi sagður ætla að hverfa frá Grænlandi Bandaríska olíufélagið Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, er sagt hafa ákveðið að draga sig út úr olíuleit við Grænland. Ástæðan er sögð breytt forgangsröðun 20. desember 2013 12:58 Grænfriðungar stöðvuðu ræðu orkumálastjóra um Drekasvæði Grænfriðungar, klæddir ísbjarnarbúningum, réðust í dag inn á alþjóðlega olíuráðstefnu í Osló í þann mund sem Guðni Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja erindi um Drekasvæðið. 12. nóvember 2013 18:45 Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. 27. desember 2013 14:21 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Greenpeace-samtökin skýrðu frá því í dag að þau hefðu frá árinu 2012 safnað fimm milljónum undirskrifta undir kröfu um að Norðurslóðir verði varðar gegn olíuborunum og iðnaðarfiskveiðum og að svæðið umhverfis Norðurpólinn verði friðlýst sem náttúruverndarsvæði. Undirskriftunum er safnað í gegnum síðuna savethearctic.org. Greenpeace segir að stuðningur við samtökin og baráttu þeirra fyrir því að verja Norðurslóðir gegn áhættusömum olíuborunum hafi stóraukist meðan 30 liðsmenn þeirra sátu í rússnesku fangelsi vegna mótmælaaðgerða gegn rússneska olíufélaginu Gazprom en olíuvinnsla þess í Barentshafi hófst skömmu fyrir jól.Níu olíufélög eru aðilar að þremur sérleyfum við Austur-Grænland, sem úthlutað var fyrir jól.Greenpeace segir fleiri félög undirbúa boranir á heimskautinu, meðal annars Statoil í lögsögu Noregs og Shell í Alaska. Samtímis hafi ríkisstjórn Grænlands úthlutað olíuleitarleyfum við Austur-Grænland þar sem ofsaveður skapi sérstaka hættu á slysum. „Andstöðu milljóna manna gegn ábyrgðarlausum olíuborunum er ekki hægt að hunsa. Það er óskiljanlegt að nú eigi að þrýsta á bensíngjöfina við Austur-Grænland. Þetta er hrikalegasta svæði í heimi til að bora á og áhættan á slysi er mjög mikil,“ segir Jon Burgwald, talsmaður Greenpeace. „Hafsvæðið er fullt af ísjökum þar sem gefast nánast engir íslausir dagar til að bora. Þegar slysið gerist er hætta á að olían fossi út mánuðum saman áður en tekst að stöðva útbreiðslu lekans, " segir Burgwald.
Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Svona á höfnin á Dysnesi að líta út Félag um Dysneshöfn í Eyjafirði miðar undirbúning við að framkvæmdir geti hafist innan árs. 30. desember 2013 18:45 Olíurisi sagður ætla að hverfa frá Grænlandi Bandaríska olíufélagið Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, er sagt hafa ákveðið að draga sig út úr olíuleit við Grænland. Ástæðan er sögð breytt forgangsröðun 20. desember 2013 12:58 Grænfriðungar stöðvuðu ræðu orkumálastjóra um Drekasvæði Grænfriðungar, klæddir ísbjarnarbúningum, réðust í dag inn á alþjóðlega olíuráðstefnu í Osló í þann mund sem Guðni Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja erindi um Drekasvæðið. 12. nóvember 2013 18:45 Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. 27. desember 2013 14:21 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52
Svona á höfnin á Dysnesi að líta út Félag um Dysneshöfn í Eyjafirði miðar undirbúning við að framkvæmdir geti hafist innan árs. 30. desember 2013 18:45
Olíurisi sagður ætla að hverfa frá Grænlandi Bandaríska olíufélagið Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, er sagt hafa ákveðið að draga sig út úr olíuleit við Grænland. Ástæðan er sögð breytt forgangsröðun 20. desember 2013 12:58
Grænfriðungar stöðvuðu ræðu orkumálastjóra um Drekasvæði Grænfriðungar, klæddir ísbjarnarbúningum, réðust í dag inn á alþjóðlega olíuráðstefnu í Osló í þann mund sem Guðni Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja erindi um Drekasvæðið. 12. nóvember 2013 18:45
Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. 27. desember 2013 14:21