Sport

Sara og Margrét mæta velsku pari í úrslitum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sara og Margrét eftir sigurinn í dag.
Sara og Margrét eftir sigurinn í dag. Mynd/Badmintonsamband Íslands
Sara Högnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir leika til úrslita í tvíliðaleik kvenna í badmintonkeppni Reykjavíkurleikanna.

 

Sara og Margrét sigruðu Susannah Leydon-Davis og Madeleine Stapelton í háspennuleik. Allar loturnar enduðu 21-19 en Sara og Margrét unnu þá fyrstu og parið frá Nýja-Sjálandi þá næstu.

Gestirnir úr Eyjaálfu höfðu frumkvæðið í þeirri síðustu þótt munurinn af aldrei verið meiri en tvö stig. Í stöðunni 17-19 tóku Sara og Margrét leikinn yfir, skoruðu fjögur síðustu stigin og unnu lotuna 21-19.

 

Íslenska parið mætur hinum velsku Söruh Thomas og Carissu Turner í úrslitaleiknum. Þær velsku unnu sigur á Caroline Black og Sinead Chambers frá Írlandi í tveimur lotum 21-11 og 21-14.

 

Úrslitaleikirnir verða leiknir á morgun og verður leikið eins og hér segir:

Klukkan 10 verður leikið til úrslita í tvenndarleik og tvíiðaleik karla, síðan í kjölfarið verður leikið í tvíliðaleik kvenna og einliðaleik kvenna. Mótið endar síðan á einliðaleik karla.

 

Reikna má með því að Sara og Marrét leiki til úrslita klukkan 10:45. Viðtal við þær má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×