„Opið bréf til mannsins sem reyndi að nema son minn á brott“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. janúar 2014 16:20 Atvikið gerðist í grennd við Álftamýri. „Kveikjan að skrifunum voru athugasemdir sem birtust við fréttina,“ segir Ársæll Níelsson, sem hefur ritað opið bréf til manns sem reyndi að tæla son Ársæls á brott fyrr í mánuðinum. Frétt um málið birtist á vefsíðu Fréttatímans. „Fólk var að tala um að það ætti að taka manninn af lífi í athguasemdakerfinu. Mér fannst það engum til hagsbóta. Ég vil frekar hvetja manninn til þess að leita sér úrræða,“ segir Ársæll í samtali við Vísi. Hann vonar að maðurinn sjái bréfið og aðrir menn sem stundi sömu iðju. „Ég vona að þetta verði líka öðrum víti til varnaðar,“ segir Ársæll. Í bréfinu segir Ársæll meðal annars: „Ég hugsaði lengi um það hverskonar skrímsli það væru sem gerðu svona lagað. En svo áttaði ég mig á þú ert sennilega ekkert skrímsli. Þú ert sennilega bara venjulegur maður eins og ég. Svona að flestu leyti. Nema einu. Þetta atriði sem aðgreinir okkur er samt auðvitað ekkert lítið atriði. Þetta nagar þig að innan og þú reynir líklega að forðast að horfa í augu það, reynir að bæla það niðri. Þú lifir sennilega í skömm og þögn.“ Hér er bréfið í heild sinni, birt með leyfi Ársæls.Föstudaginn 10. janúar kl 18:00 sastu í bílnum þínum við Álftamýri í Reykjavík. Sonur minn, 7 ára gamall, var á leiðinni heim til sín frá vini sínum þegar þú kallaðir í hann og bauðst honum inn í bílinn þinn. Hann afþakkaði boðið, líka þegar þú sýndir honum sælgætið sem þú geymdir í skottinu á bílnum þínum.Þegar þú svo reyndir að grípa til hans þá tók hann til fótanna. Þér tókst ekki að ræna hann sakleysi sínu og æsku. En þú rændir hann áhyggjuleysinu sem eiga að vera hans sjálfsögðu mannréttindi. Þú rændir mig og konuna mína hugarró.En þetta hefði getað farið verr. Sonur minn er sem betur fer skarpur strákur sem hefur verið varaður við hinum ýmsum hættum sem að honum geta steðjað. Ég hef reynt að kenna honum að vera varkár án þess þó að ala á ótta í brjósti hans. Þessi fjarlæga vá sem menn eins og þú eruð, varð skyndilega ekki lengur fjarlægur möguleiki heldur blákaldur raunveruleiki.Fyrst hélt ég að þetta hlyti að vera einhver misskilningur en svo útskýrði sonur minn fyrir mér málavexti og ég gerði mér grein fyrir alvarleika málsins. Ég hljóp út í veikri von um að sjá glitta í bílinn og bílnúmerið áður en þú brunaðir í burtu úr hverfinu. En auðvitað varstu löngu horfinn á braut. Farinn aftur í holuna þína til að telja í þig kjark fyrir næstu tilraun til að ræna barni. Næstu tilraun til að ræna barn sakleysi sínu. Ræna foreldra öryggi og hugarró.Ég hugsaði lengi um það hverskonar skrímsli það væru sem gerðu svona lagað. En svo áttaði ég mig á þú ert sennilega ekkert skrímsli. Þú ert sennilega bara venjulegur maður eins og ég. Svona að flestu leyti. Nema einu. Þetta atriði sem aðgreinir okkur er samt auðvitað ekkert lítið atriði. Þetta nagar þig að innan og þú reynir líklega að forðast að horfa í augu það, reynir að bæla það niðri.Þú lifir sennilega í skömm og þögn. Getur engann talað við um vandamál þitt þannig að það heldur áfram að grassera innra með þér. Þangað til einn daginn að þú ferð í bíltúr, manar þig til að nálgast barn sem gengur áhyggjulaust heim til sín. Eflaust eru þeir margir bíltúrarnir, sem þú hefur rúntað um án þess að þú hafir látið verða af því að hóa í barn og bjóða því far. Snúið heim með skottið fullt af sælgæti.En svo kemur að því, þú telur í þig kjark (eða kannski er það einmitt kjarkleysi sem verður til þess að þú lætur til skara skríða?) kallar í barn og býður því far, stekkur svo út úr bílum og reynir að neyða það inn í bílinn. Barnið bjargar lífí sínu, lífi aðstandenda og lífi þínu með skjótum viðbrögðum þegar það bregður sér undan greip þinni og tekur á rás heim í öruggt skjól.Ég vona að þú sjáir þetta bréf. Ég vill láta þig vita að ég er ekki reiður við þig. Ég er sár út í þig. Og ég vorkenni þér.Ég vill hvetja þig til að tala um þetta við einhvern. Það er til fagfólk sem hjálpar mönnum eins og þér. Þú ert ekki einn um það að finna fyrir þessum kenndum. En þú ert einn að kljást við þetta þangað til þú leitar þér hjálpar.Þess vegna vill ég hvetja þig til þess að gera það áður en það verður of seint. Áður en þér tekst að ræna barn sakleysi sínu. Því um leið og þér tekst að fá barn upp í bílinn þá verður ekki aftur snúið. Þá verðuru búinn að rústa lífum og þar með talið þínu eigin.Úrræðin eru kannski ekki á hverju strái en þau eru þarna.Ársæll NíelssonÍbúi við ÁlftamýriReykjavík Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
„Kveikjan að skrifunum voru athugasemdir sem birtust við fréttina,“ segir Ársæll Níelsson, sem hefur ritað opið bréf til manns sem reyndi að tæla son Ársæls á brott fyrr í mánuðinum. Frétt um málið birtist á vefsíðu Fréttatímans. „Fólk var að tala um að það ætti að taka manninn af lífi í athguasemdakerfinu. Mér fannst það engum til hagsbóta. Ég vil frekar hvetja manninn til þess að leita sér úrræða,“ segir Ársæll í samtali við Vísi. Hann vonar að maðurinn sjái bréfið og aðrir menn sem stundi sömu iðju. „Ég vona að þetta verði líka öðrum víti til varnaðar,“ segir Ársæll. Í bréfinu segir Ársæll meðal annars: „Ég hugsaði lengi um það hverskonar skrímsli það væru sem gerðu svona lagað. En svo áttaði ég mig á þú ert sennilega ekkert skrímsli. Þú ert sennilega bara venjulegur maður eins og ég. Svona að flestu leyti. Nema einu. Þetta atriði sem aðgreinir okkur er samt auðvitað ekkert lítið atriði. Þetta nagar þig að innan og þú reynir líklega að forðast að horfa í augu það, reynir að bæla það niðri. Þú lifir sennilega í skömm og þögn.“ Hér er bréfið í heild sinni, birt með leyfi Ársæls.Föstudaginn 10. janúar kl 18:00 sastu í bílnum þínum við Álftamýri í Reykjavík. Sonur minn, 7 ára gamall, var á leiðinni heim til sín frá vini sínum þegar þú kallaðir í hann og bauðst honum inn í bílinn þinn. Hann afþakkaði boðið, líka þegar þú sýndir honum sælgætið sem þú geymdir í skottinu á bílnum þínum.Þegar þú svo reyndir að grípa til hans þá tók hann til fótanna. Þér tókst ekki að ræna hann sakleysi sínu og æsku. En þú rændir hann áhyggjuleysinu sem eiga að vera hans sjálfsögðu mannréttindi. Þú rændir mig og konuna mína hugarró.En þetta hefði getað farið verr. Sonur minn er sem betur fer skarpur strákur sem hefur verið varaður við hinum ýmsum hættum sem að honum geta steðjað. Ég hef reynt að kenna honum að vera varkár án þess þó að ala á ótta í brjósti hans. Þessi fjarlæga vá sem menn eins og þú eruð, varð skyndilega ekki lengur fjarlægur möguleiki heldur blákaldur raunveruleiki.Fyrst hélt ég að þetta hlyti að vera einhver misskilningur en svo útskýrði sonur minn fyrir mér málavexti og ég gerði mér grein fyrir alvarleika málsins. Ég hljóp út í veikri von um að sjá glitta í bílinn og bílnúmerið áður en þú brunaðir í burtu úr hverfinu. En auðvitað varstu löngu horfinn á braut. Farinn aftur í holuna þína til að telja í þig kjark fyrir næstu tilraun til að ræna barni. Næstu tilraun til að ræna barn sakleysi sínu. Ræna foreldra öryggi og hugarró.Ég hugsaði lengi um það hverskonar skrímsli það væru sem gerðu svona lagað. En svo áttaði ég mig á þú ert sennilega ekkert skrímsli. Þú ert sennilega bara venjulegur maður eins og ég. Svona að flestu leyti. Nema einu. Þetta atriði sem aðgreinir okkur er samt auðvitað ekkert lítið atriði. Þetta nagar þig að innan og þú reynir líklega að forðast að horfa í augu það, reynir að bæla það niðri.Þú lifir sennilega í skömm og þögn. Getur engann talað við um vandamál þitt þannig að það heldur áfram að grassera innra með þér. Þangað til einn daginn að þú ferð í bíltúr, manar þig til að nálgast barn sem gengur áhyggjulaust heim til sín. Eflaust eru þeir margir bíltúrarnir, sem þú hefur rúntað um án þess að þú hafir látið verða af því að hóa í barn og bjóða því far. Snúið heim með skottið fullt af sælgæti.En svo kemur að því, þú telur í þig kjark (eða kannski er það einmitt kjarkleysi sem verður til þess að þú lætur til skara skríða?) kallar í barn og býður því far, stekkur svo út úr bílum og reynir að neyða það inn í bílinn. Barnið bjargar lífí sínu, lífi aðstandenda og lífi þínu með skjótum viðbrögðum þegar það bregður sér undan greip þinni og tekur á rás heim í öruggt skjól.Ég vona að þú sjáir þetta bréf. Ég vill láta þig vita að ég er ekki reiður við þig. Ég er sár út í þig. Og ég vorkenni þér.Ég vill hvetja þig til að tala um þetta við einhvern. Það er til fagfólk sem hjálpar mönnum eins og þér. Þú ert ekki einn um það að finna fyrir þessum kenndum. En þú ert einn að kljást við þetta þangað til þú leitar þér hjálpar.Þess vegna vill ég hvetja þig til þess að gera það áður en það verður of seint. Áður en þér tekst að ræna barn sakleysi sínu. Því um leið og þér tekst að fá barn upp í bílinn þá verður ekki aftur snúið. Þá verðuru búinn að rústa lífum og þar með talið þínu eigin.Úrræðin eru kannski ekki á hverju strái en þau eru þarna.Ársæll NíelssonÍbúi við ÁlftamýriReykjavík
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira