Sport

Ólafur Ragnar fór yfir málin með Pútín

Ólafur Ragnar ræðir við Pútín sem leggur við hlustir.
Ólafur Ragnar ræðir við Pútín sem leggur við hlustir. Vísir/AP
Vetrarólympíuleikarnir voru settir við hátíðlega athöfn í Sotsjí í Rússlandi í dag. Forseti Íslands, Herra Ólafur Ragnar Grímsson, og frú Dorrit Moussaieff, voru viðstödd hátíðina.

Forsetahjónin hittu fyrr um daginn forseta Rússlands, Vladimir Pútín, og miðað við myndir sem ljósmyndari AP fréttastofunnar smellti af ráðafólkinu fór vel á með þeim.

Auk forsetahjónanna er Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra staddur í Rússlandi. Setningarhátíð leikanna stendur yfir en hún er í beinni útsendingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Stór upplifun fyrir marga keppendur

Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí verða settir við hátíðlega athöfn í dag og eftir það byrjar ballið hjá íslensku keppendunum. Mikil eftirvænting er í hópnum sem byrjar að æfa í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×