„Þetta er komið gott núna og ég ætla að láta kné fylgja kviði" Jóhannes Stefánsson skrifar 7. febrúar 2014 16:44 Björn Leifsson segist búinn að fá sig fullsaddan á framferði Reynis Traustasonar í garð sinn og fjölskyldu sinnar. Björn Leifsson, einnig þekktur sem Bjössi í World Class, segist vera búinn að missa þolinmæðina í garð DV og Reynis Traustasonar og hyggst höfða meiðyrðamál á hendur ristjóranum. „Hingað til hef ég ekki nennt að svara þeim. Núna er þetta orðið svo yfirgengilegt að það er út fyrir allan þjófabálk," segir Björn um málið. Hann hefur falið lögmanni sínum að undirbúa málshöfðun á hendur Reyni Traustasyni vegna aðdróttana í garð sín, fjölskyldu sinnar og fyrirtækja sem tengjast World Class. DV birti í gær umfjöllun um Björn, konu hans Hafdísi Jónsdóttur og félög tengd World Class þar sem því er meðal annars haldið fram að Björn hafi fengið World Class að gjöf að nýju eftir að félagið fór í milljarðagjaldþrot. Áður hefur DV haldið því fram að hjónin hafi fengið háa fjármuni afskrifaða, viðhaft kennitöluflakk og óheiðarlega viðskiptahætti.Segir Reyni Traustason leggja fæð á sig „Það hafa aldrei verið afskriftir á lánum hjá okkur," segir Björn. „Mér helst mjög vel á starfsfólki og ég væri ekki með 300 manns í vinnu ef málum væri háttað eins og hann heldur fram. Kannski er besti vitnisburðurinn samt sá að ég er með 25.000 manns í viðskiptum sem koma til okkar aftur og aftur," bætir hann við. „Reynir Traustason leggur fæð á mig. Við erum báðir frá Flateyri og bjuggum hlið við hlið þegar við vorum yngri. Kannski höndlar hann það ekki að mér gangi vel en sér ekki. Kannski er öfundin svona sterkt afl, ég kann ekki aðra skýringu," segir Björn. Björn segir að hann og fjölskylda hans hafi látið meiðyrði Reynis Traustasonar og DV ganga yfir sig hingað til, en nú sé nóg komið. Kornið sem fyllti mælinn er nýjasta umfjöllun DV um málefni World Class. „Þetta er komið gott núna og ég ætla að láta kné fylgja kviði," segir Björn Leifsson að lokum.Hér má sjá yfirlýsingu sem Björn sendi frá sér vegna málsins:„Yfirlýsing frá Birni Leifssyni:Vegna ítrekaðra meiðyrða og atvinnurógs ritstjóra DV í minn garð og fyrirtækja sem annast rekstur líkamsræktarstöðva World Class vil ég koma efitirfafrandi á framfæri:Ekki hefur verið skipt um félög sem standa að rekstri líkamsræktarstöðva World Class og þau hafa ekki skipt um kennitölu.Vegna krafna Straums fjárfestingabanka í kjölfar fjárfestinga í Danmörku sem fyrirtækið Þrek tók þátt í með 25% hlut var óskað eftir gjaldþrotaskiptum félagsins. Áður en til slita kom tókst samkomulag við kröfuhafa og hluthafar tóku aftur við rekstri félgsins. Í samningum þessum fólust ekki afskriftir á lánum. Þrek hafði unnið tvö af fjórum dómsmólum sem slitastjóri fór fram með en samkomulag varð um að draga hin dómsmálinn til baka.Fyrirtækin sem standa að rekstri líkamsræktarstöðva World Class hafa ávallt staðið við allar sínar skuldbindingar.Á undanförnum árum hefur DV ítrekað dróttað um mig, fjöskyldu mína og fyrirtæki sem tengjast World Class. Ég hef fram til þessa ekki viljað svara þessum sora en hef nú tekið ákvörðun um að biðja lögmann minn um að undirbúa meiðyrðamál gegn ritstjóra og útgefanda DV.“ Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Sjá meira
Björn Leifsson, einnig þekktur sem Bjössi í World Class, segist vera búinn að missa þolinmæðina í garð DV og Reynis Traustasonar og hyggst höfða meiðyrðamál á hendur ristjóranum. „Hingað til hef ég ekki nennt að svara þeim. Núna er þetta orðið svo yfirgengilegt að það er út fyrir allan þjófabálk," segir Björn um málið. Hann hefur falið lögmanni sínum að undirbúa málshöfðun á hendur Reyni Traustasyni vegna aðdróttana í garð sín, fjölskyldu sinnar og fyrirtækja sem tengjast World Class. DV birti í gær umfjöllun um Björn, konu hans Hafdísi Jónsdóttur og félög tengd World Class þar sem því er meðal annars haldið fram að Björn hafi fengið World Class að gjöf að nýju eftir að félagið fór í milljarðagjaldþrot. Áður hefur DV haldið því fram að hjónin hafi fengið háa fjármuni afskrifaða, viðhaft kennitöluflakk og óheiðarlega viðskiptahætti.Segir Reyni Traustason leggja fæð á sig „Það hafa aldrei verið afskriftir á lánum hjá okkur," segir Björn. „Mér helst mjög vel á starfsfólki og ég væri ekki með 300 manns í vinnu ef málum væri háttað eins og hann heldur fram. Kannski er besti vitnisburðurinn samt sá að ég er með 25.000 manns í viðskiptum sem koma til okkar aftur og aftur," bætir hann við. „Reynir Traustason leggur fæð á mig. Við erum báðir frá Flateyri og bjuggum hlið við hlið þegar við vorum yngri. Kannski höndlar hann það ekki að mér gangi vel en sér ekki. Kannski er öfundin svona sterkt afl, ég kann ekki aðra skýringu," segir Björn. Björn segir að hann og fjölskylda hans hafi látið meiðyrði Reynis Traustasonar og DV ganga yfir sig hingað til, en nú sé nóg komið. Kornið sem fyllti mælinn er nýjasta umfjöllun DV um málefni World Class. „Þetta er komið gott núna og ég ætla að láta kné fylgja kviði," segir Björn Leifsson að lokum.Hér má sjá yfirlýsingu sem Björn sendi frá sér vegna málsins:„Yfirlýsing frá Birni Leifssyni:Vegna ítrekaðra meiðyrða og atvinnurógs ritstjóra DV í minn garð og fyrirtækja sem annast rekstur líkamsræktarstöðva World Class vil ég koma efitirfafrandi á framfæri:Ekki hefur verið skipt um félög sem standa að rekstri líkamsræktarstöðva World Class og þau hafa ekki skipt um kennitölu.Vegna krafna Straums fjárfestingabanka í kjölfar fjárfestinga í Danmörku sem fyrirtækið Þrek tók þátt í með 25% hlut var óskað eftir gjaldþrotaskiptum félagsins. Áður en til slita kom tókst samkomulag við kröfuhafa og hluthafar tóku aftur við rekstri félgsins. Í samningum þessum fólust ekki afskriftir á lánum. Þrek hafði unnið tvö af fjórum dómsmólum sem slitastjóri fór fram með en samkomulag varð um að draga hin dómsmálinn til baka.Fyrirtækin sem standa að rekstri líkamsræktarstöðva World Class hafa ávallt staðið við allar sínar skuldbindingar.Á undanförnum árum hefur DV ítrekað dróttað um mig, fjöskyldu mína og fyrirtæki sem tengjast World Class. Ég hef fram til þessa ekki viljað svara þessum sora en hef nú tekið ákvörðun um að biðja lögmann minn um að undirbúa meiðyrðamál gegn ritstjóra og útgefanda DV.“
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Sjá meira