Innlent

Óli Geir er gjaldþrota

Jakob Bjarnar skrifar
Óli Geir hefur greint frá því að hann tapaði öllu sínu á Keflavík Music Festival og nú hefur hann verið úrskurðaður gjaldþrota.
Óli Geir hefur greint frá því að hann tapaði öllu sínu á Keflavík Music Festival og nú hefur hann verið úrskurðaður gjaldþrota.
Ólafur Geir Jónsson, sem betur er þekktur sem Óli Geir, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. Gjaldþrotaskipti voru tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjaness 20. febrúar þessa mánaðar.

Óli Geir hefur verið áberandi á undanförnum árum í skemmtanalífinu. Hann var svo helsti forsvarsmaður Keflavík Music Festival sem mjög var til umfjöllunar síðasta sumar. Fjölmargir tónlistarmenn stukku frá borði vegna vanefnda.

Í sérstakri yfirlýsingu sem Óli Geir sendi frá sér í desember sagðist hann, ásamt Pálma Þór Erlingssyni, hafa tapað öllum sínum eigum vegna hátíðarinnar. Vísað er í sögusagnir um að hann hafi horfið af landi brott með gróðann en þessu er vísað á bug í yfirlýsingunni; hátíðin kom út í 30 milljóna króna mínus.

„Við töpuðum eignum okkar, bifreiðum okkar, við töpuðum öllu. Á meðan við vorum að afsala þessu öllu þá hélt fólk virkilega að við værum að svíkja allt og alla.“

Fréttastofu tókst ekki að ná tali af Óla Geir vegna þessa.


Tengdar fréttir

"Við töpuðum öllu“

"Sannleikurinn er sá að hátíðin kom út í 30 miljónum í mínus. Við töpuðum eignum okkar, bifreiðum okkar, við töpuðum öllu,“ segir Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem Óli Geir, í ítarlegum pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×