Innlent

Viðræðuslit við ESB á dagskrá

Jakob Bjarnar skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson mælir nú fyrir umdeildri þingsályktunartillögu sinni.
Gunnar Bragi Sveinsson mælir nú fyrir umdeildri þingsályktunartillögu sinni. vísir/daníel/valli
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er nú að mæla fyrir fyrir umdeildri þingsályktun sinni þar sem lagt er til að viðræðum við Evrópusambandið verði slitið umsvifalaust. Um er að ræða fyrri umræðu. Gunnar Bragi bendir á að skoðanakannanir sýni að meirihluti þjóðarinnar sé á móti aðild að Evrópusambandinu. Þá segir hann að Ísland sé velkomið í Evrópusambandið þó viðræðum sé slitið nú, en þeir sem eru andsnúnir tillögunni hafa bent á að með henni séu hendur komandi stjórnvalda bundnar og málið verði tæplega tekið til athugunar, svo mikið sem, næstu áratugina.

Gunnar Bragi mælir fyrir þessari ályktun í skugga mikilla mótmæla sem nú hefur verið efnt til alla þessa viku á Austurvelli. Trumbuslátturinn heyrist greinilega í þingsalnum. Á sérstakri síðu þar sem efnt hefur verið til undirskriftasöfnunar hafa nú um 38 þúsund manns, eða 15.5 prósent kosningabærra manna, ritað nafn sitt og krefjast þess að Alþingi sýni þjóðinni þá virðingu að hún fái að hafa um það að segja í þjóðaratkvæðagreiðslu, hvort viðræðunum verður slitið.

Alþingi hefur logað í átökum um ályktunina undanfarna og meðal annars var á það bent að í greinargerð sem fylgir með tillögunni megi finna alvarlegar ávirðingar þar sem þingmenn eru sakaðir um að hafa greitt atkvæði um aðildarviðræður árið 2009 gegn sannfæringu sinni. Þar með felur greinargerðin í sér ásökun um stjórnarskrárbrot. Gunnar Bragi leggur nú fram endurskoðaða útgáfu af tillögu sinni að teknu tilliti til þessa.

Vikan hefur verið viðburðarík það sem af er og margir atburðir sem tengjast tillögunni með beinum og óbeinum hætti. Þannig vakti það athygli að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, talaði á þeim nótum, við rússneska blaðamenn, að það samræmdist engan vegin hagsmunum Íslands að vera í ESB og málið væri frágengið. Þá hafa ummæli ráðherra Sjálfstæðisflokksins mjög verið í deiglunni en þeir voru afdráttarlausir í aðdraganda síðustu alþingiskosninga: Að viðræðum yrði ekki slitið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar, spyr, eins og áður hefur ítrekað verið spurt á þingi, hvað það sé sem kallar á þennan flýti. Af hverju ekki sé rædd nýleg skýrsla um ESB og viðræðurnar og ákvörðun tekin í kjölfar þess. Skýrslan verði ekki kynnt þjóðinni. "Hvað réttlætir þetta óðagot? Og af slíkri óbilgirni og raun ber vitni?" Efnt hafi verið til kvöld og næturfunda um málið og ákvörðun um ályktunina hafi greinilega verið tekin áður en skýrslan leit dagsins ljós.

Víst er að umræðan er talsvert hófstilltari en vænta mátti eftir að samkomulag milli þingflokksformanna tókst fyrr í dag um hvernig afgreiða á þetta mjög svo umdeilda mál á þinginu. Eftir þessa fyrri umræðu stendur til aðframhaldsumræða verði 10. mars. Þó er mikill þungi í andsvörum og mótmælin utan dyra þinghússins fara ekkert á milli mála. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, spyr til að mynda hvort ráðherra sé fáanlegur að draga tillöguna með öllu til baka? Svarið við því er einfalt af hálfu Gunnars Braga: Nei!


Tengdar fréttir

Dulin hótun forsætisráðherra

Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að í gagnrýni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Seðlabankann í ræðu á Viðskiptaþingi í síðustu viku hafi falist dulin hótun.

Segir ríkisstjórnina taka málstað einræðisherra og drullusokka

"Ef ríkisstjórnin er orðin svona skökk í hausnum að hún taki málsstað einræðisherra og drullusokka vítt og breitt um heiminn frekar en að standa með okkar nágrannaþjóðum og skynja hvað þær eru að hugsa, þá erum við í vondum málum,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun.

Hvöss orðaskipti á Alþingi

"Ég hef þó ekki logið að þinginu eins og þú,“ hrópar Gunnar Bragi Sveinsson að Steingrími J. Sigfússyni.

Promise heaven

Það er verið að búa til orðavafninga þar sem ætlunin er greinilega að skilja loforðin eftir. Og púff! – loforðin hverfa í Promise heaven.

Tillaga um viðræðuslit komin fram

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. Málið verður rætt á þingi í upphafi næstu viku.

Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni

Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum.

„Svona líta svikarar út“

Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og evrópusinni segir Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson vera svikara.

Hagfræðistofnun – rök gegn aðild lögð til hvílu

Skýrsla Hagfræðistofnunar er að mörgu leyti góð – miðað við þann þrönga stakk sem Gunnar Bragi kaus að sníða henni í erindisbréfi. Að því sögðu tel ég að skýrslan sé af heilindum skrifuð, og prýðileg að mörgu leyti. Hver lítur silfrið sínum augum. Gegnum mín er skýrslan markverðust fyrir að leggja til hvílu margar helstu röksemdir þeirra, sem vilja slíta viðræðum við Evrópusambandið.

Birti lista með nöfnum samkynhneigðra

Dagblað birti í dag lista yfir "200 helstu homma" landsins í kjölfar undirritunar laga sem herða refsingar við samkynhneigð í landinu.

Ekki áhugi í ESB á haltu mér, slepptu mér sambandi við Ísland

Mjög erfitt verður að sannfæra aðildarríki ESB um að taka við nýrri aðildarumsókn Íslands að sambandinu ef núverandi umsókn verður dregin til baka. Svo segja heimildamenn okkar hjá Evrópusambandinu í Brussel og stangast þetta á við fullyrðingar utanríkisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×