„Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2014 19:34 Landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. visir/vilhelm „Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fréttblaðið greindi frá því í dag að landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Um tilraunaverkefni er að ræða, en til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar á landinu. Áformað er að rukka fimm evrur, um 800 krónur, fyrir að skoða hvern af þessum stöðum, en veita afslátt fyrir þá sem ætla að skoða alla þrjá, sagði Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar, í samtali við Fréttablaðið. „Þegar við erum komin með tillögurnar og getum farið að kynna þær útfærðar sjá vonandi allir aðilar málsins að það sé lausn sem allir sjái sér hag í að geta tekið þátt í,“ sagði Ragnheiður. Ragnheiður segir að náttúrupassinn eigi að koma í veg fyrir að landeigendur finni sig knúna til að rukka sjálfir. „Kerið byrjaði að rukka fyrir inngöngu á svæðið í fyrra og hefur það í raun gengið ljómandi vel. Það er ákveðið flækjustig varðandi stað eins og Geysi en þar eru deilur um eignarhaldið á landinu. Ríkið á þriðjung af landinu og landeigendur rest. Ríkið hefur dregið lögmætis þess að eigendur þar geti farið fram með gjaldtöku af þessu tagi og það er ekkert einfalt mál.“ Ragnheiður segir ennfremur að við Dettifoss séu ríki og einkaaðilar einnig með ákveðið sameiginlegt eignarhald. „Þeir segjast ætla fara af stað með sína gjaldtöku í júní og ég bind vonir við það að þá verðum við búin að lögfesta náttúrupassann og ná saman um þá leið.“ „Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku af þessari tegund þegar tillagan um náttúrupassann verður samþykkt. Vonandi þurfum við ekki að vera með margar tegundir af gjaldtöku en eins og ég hef áður sagt verður enginn tilneyddur inn í þetta kerfi. Það er okkar að sýna fram á það að það sé hagur allra að taka þátt.“ Viðtalið við Ragnheiði Elínu úr Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild sinni á útvarpssíðu Vísi. Tengdar fréttir Ákvörðun um gjaldtöku veldur vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála segir að sú ákvörðun landeigenda við Geysi í Haukadal að taka upp gjaldtöku á svæðinu hafi valdið vonbrigðum. 11. febrúar 2014 14:29 Gjaldheimta við Geysi veldur ráðherra vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti á þingi yfir vonbrigðum með ákvörðun landeigenda að innheimta gjald af gestum við hverasvæðið í Haukadal. Boðar að tillögur að náttúrupassa verði kynntar á næstu vikum. 12. febrúar 2014 15:11 Gjaldtaka á Geysi hefst eftir mánuð Eftir einn mánuð mun kosta sex hundruð krónur inn á hverasvæðið í Haukadal. 10. febrúar 2014 11:27 Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
„Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fréttblaðið greindi frá því í dag að landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Um tilraunaverkefni er að ræða, en til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar á landinu. Áformað er að rukka fimm evrur, um 800 krónur, fyrir að skoða hvern af þessum stöðum, en veita afslátt fyrir þá sem ætla að skoða alla þrjá, sagði Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar, í samtali við Fréttablaðið. „Þegar við erum komin með tillögurnar og getum farið að kynna þær útfærðar sjá vonandi allir aðilar málsins að það sé lausn sem allir sjái sér hag í að geta tekið þátt í,“ sagði Ragnheiður. Ragnheiður segir að náttúrupassinn eigi að koma í veg fyrir að landeigendur finni sig knúna til að rukka sjálfir. „Kerið byrjaði að rukka fyrir inngöngu á svæðið í fyrra og hefur það í raun gengið ljómandi vel. Það er ákveðið flækjustig varðandi stað eins og Geysi en þar eru deilur um eignarhaldið á landinu. Ríkið á þriðjung af landinu og landeigendur rest. Ríkið hefur dregið lögmætis þess að eigendur þar geti farið fram með gjaldtöku af þessu tagi og það er ekkert einfalt mál.“ Ragnheiður segir ennfremur að við Dettifoss séu ríki og einkaaðilar einnig með ákveðið sameiginlegt eignarhald. „Þeir segjast ætla fara af stað með sína gjaldtöku í júní og ég bind vonir við það að þá verðum við búin að lögfesta náttúrupassann og ná saman um þá leið.“ „Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku af þessari tegund þegar tillagan um náttúrupassann verður samþykkt. Vonandi þurfum við ekki að vera með margar tegundir af gjaldtöku en eins og ég hef áður sagt verður enginn tilneyddur inn í þetta kerfi. Það er okkar að sýna fram á það að það sé hagur allra að taka þátt.“ Viðtalið við Ragnheiði Elínu úr Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild sinni á útvarpssíðu Vísi.
Tengdar fréttir Ákvörðun um gjaldtöku veldur vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála segir að sú ákvörðun landeigenda við Geysi í Haukadal að taka upp gjaldtöku á svæðinu hafi valdið vonbrigðum. 11. febrúar 2014 14:29 Gjaldheimta við Geysi veldur ráðherra vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti á þingi yfir vonbrigðum með ákvörðun landeigenda að innheimta gjald af gestum við hverasvæðið í Haukadal. Boðar að tillögur að náttúrupassa verði kynntar á næstu vikum. 12. febrúar 2014 15:11 Gjaldtaka á Geysi hefst eftir mánuð Eftir einn mánuð mun kosta sex hundruð krónur inn á hverasvæðið í Haukadal. 10. febrúar 2014 11:27 Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Ákvörðun um gjaldtöku veldur vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála segir að sú ákvörðun landeigenda við Geysi í Haukadal að taka upp gjaldtöku á svæðinu hafi valdið vonbrigðum. 11. febrúar 2014 14:29
Gjaldheimta við Geysi veldur ráðherra vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti á þingi yfir vonbrigðum með ákvörðun landeigenda að innheimta gjald af gestum við hverasvæðið í Haukadal. Boðar að tillögur að náttúrupassa verði kynntar á næstu vikum. 12. febrúar 2014 15:11
Gjaldtaka á Geysi hefst eftir mánuð Eftir einn mánuð mun kosta sex hundruð krónur inn á hverasvæðið í Haukadal. 10. febrúar 2014 11:27
Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00