Innlent

„Viljum ekki ganga í ESB og því augljóslega ekki vera í viðræðum við sambandið“

Heimir Már Pétursson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir þingsályktun um að draga umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka sé staðfesting á stefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin sé ekki að bregðast fyrirtækjum og almenningi í landinu.

„Þetta eru eðlilegar áhyggjur miðað við það hverjir eru spurðir,“ sagði Sigmundur Davíð, í samtali við Heimi Má Pétursson, í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Þetta er allt fólk sem hefur eindregið verið mjög miklir Evrópusambandssinnar. Umræðan um þessa tillögu hefur verið sérkennileg í ljósi þess að hún snýst bara um að lýsa því yfir formlega hver afstaða ríkisstjórnarinnar er, afstaða sem hefur legið fyrir áður.“

Sigmundur segir að ríkistjórnin telji að Íslandi sé betur borgið utan sambandsins.

„Við viljum ekki ganga í Evrópusambandið og því augljóslega ekki vera í viðræðum við sambandið.“

Hér fyrir ofan má sjá viðtal Heimis Más við Sigmund Davíð í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×