„Núna er þetta í höndunum á þjóðinni“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. febrúar 2014 14:59 Nú er málið í höndum þjóðarinnar, segir Birgitta. „Eina sem mun hjálpa okkur núna er ef nægilega margir sína vilja sinn í verki. Núna er þetta í höndunum á þjóðinni, engum öðrum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, í samtali við Vísi, um umræðuna um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra sem felur meðal annars í sér að aðildarumsókn Íslands í ESB verði dregin til baka. Birgitta leggur áherslu að þar sem um þingsályktunartillögu er að ræða fari málið ekki inn á borð forseta Íslands og þar af leiðandi ekki hægt að skjóta málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og þegar lög eru afgreidd. Píratar hafa lagt fram sína eigin þingsályktunartillögu vegna málsins, þeir vilja að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það liggur mikið á að klára málið sem fyrst. Besta leiðin til þess að ríkisstjórnin taki mark á þjóðaratkvæðagreiðslu er ef hún verði haldin samhliða sveitastjórnarkosningum. Annars myndu þeir væntanlega benda á kjörsókn og annað slíkt. Þetta er besta leiðin til þess að leyfa þjóðinni að ráða,“ útskýrir hún. „Þetta eru í raun svíðvirðileg pólitísk klækjabrögð ríkisstjórnarinnar að stilla stjórnarandstöðunni svona upp við vegg í þessu máli. Það liggur mjög á að koma þingsályktunartillögu okkar í gegn svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir vegna þjóðaratkvæðagreiðslu. Það tekur langan tíma að undirbúa hana og þess vegna fáum við ekki nægilega langan tíma til að ræða málið á þingi,“ segir Birgitta.Vísir/FanneyUppfært 15:20Málþóf og málskot duga ekki en mómæli gætu dugað Þingflokkur Pírata vekur í tilkynningu athygli á nokkrum atriðum varðandi umræðu um þingsályktunartillögu stjórnarinnar um að slíta skuli aðildarviðræðum við ESB. Þar sem um þingsályktunartillögu er að ræða er ekki hægt að beita málþófi eins og um lagafrumvarp væri að ræða. Þá getur forseti Íslands ekki skotið málinu til þjóðarinnar, þar sem um þingsályktun er að ræða og 26. gr. stjórnarskrárinnar gildir bara um lagafrumvörp. Þjóðaratkvæðagreiðsla um málið getur því ekki verið bindandi en mikilvægt er að þrýsta á að slík atkvæðagreiðsla geti farið fram samhliða sveitastjórnarkosningum, til að tryggja góða þátttöku. Þingsályktunartillaga Pírata um að leggja skuli málið í dóm þjóðarinnar, þarf að samþykkja í síðasta lagi nú á föstudag, til að unnt sé að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor, sbr. lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Í tilkynningu Pírata segir að í stuttu máli dugi málþóf ekki, málskot dugi ekki, en mótmæli gætu dugað. Til að þrýsta á að þingsályktunartillaga, um beina aðkomu þjóðarinnar að málinu, nái fram að ganga. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Eina sem mun hjálpa okkur núna er ef nægilega margir sína vilja sinn í verki. Núna er þetta í höndunum á þjóðinni, engum öðrum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, í samtali við Vísi, um umræðuna um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra sem felur meðal annars í sér að aðildarumsókn Íslands í ESB verði dregin til baka. Birgitta leggur áherslu að þar sem um þingsályktunartillögu er að ræða fari málið ekki inn á borð forseta Íslands og þar af leiðandi ekki hægt að skjóta málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og þegar lög eru afgreidd. Píratar hafa lagt fram sína eigin þingsályktunartillögu vegna málsins, þeir vilja að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það liggur mikið á að klára málið sem fyrst. Besta leiðin til þess að ríkisstjórnin taki mark á þjóðaratkvæðagreiðslu er ef hún verði haldin samhliða sveitastjórnarkosningum. Annars myndu þeir væntanlega benda á kjörsókn og annað slíkt. Þetta er besta leiðin til þess að leyfa þjóðinni að ráða,“ útskýrir hún. „Þetta eru í raun svíðvirðileg pólitísk klækjabrögð ríkisstjórnarinnar að stilla stjórnarandstöðunni svona upp við vegg í þessu máli. Það liggur mjög á að koma þingsályktunartillögu okkar í gegn svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir vegna þjóðaratkvæðagreiðslu. Það tekur langan tíma að undirbúa hana og þess vegna fáum við ekki nægilega langan tíma til að ræða málið á þingi,“ segir Birgitta.Vísir/FanneyUppfært 15:20Málþóf og málskot duga ekki en mómæli gætu dugað Þingflokkur Pírata vekur í tilkynningu athygli á nokkrum atriðum varðandi umræðu um þingsályktunartillögu stjórnarinnar um að slíta skuli aðildarviðræðum við ESB. Þar sem um þingsályktunartillögu er að ræða er ekki hægt að beita málþófi eins og um lagafrumvarp væri að ræða. Þá getur forseti Íslands ekki skotið málinu til þjóðarinnar, þar sem um þingsályktun er að ræða og 26. gr. stjórnarskrárinnar gildir bara um lagafrumvörp. Þjóðaratkvæðagreiðsla um málið getur því ekki verið bindandi en mikilvægt er að þrýsta á að slík atkvæðagreiðsla geti farið fram samhliða sveitastjórnarkosningum, til að tryggja góða þátttöku. Þingsályktunartillaga Pírata um að leggja skuli málið í dóm þjóðarinnar, þarf að samþykkja í síðasta lagi nú á föstudag, til að unnt sé að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor, sbr. lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Í tilkynningu Pírata segir að í stuttu máli dugi málþóf ekki, málskot dugi ekki, en mótmæli gætu dugað. Til að þrýsta á að þingsályktunartillaga, um beina aðkomu þjóðarinnar að málinu, nái fram að ganga.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira