„Núna er þetta í höndunum á þjóðinni“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. febrúar 2014 14:59 Nú er málið í höndum þjóðarinnar, segir Birgitta. „Eina sem mun hjálpa okkur núna er ef nægilega margir sína vilja sinn í verki. Núna er þetta í höndunum á þjóðinni, engum öðrum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, í samtali við Vísi, um umræðuna um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra sem felur meðal annars í sér að aðildarumsókn Íslands í ESB verði dregin til baka. Birgitta leggur áherslu að þar sem um þingsályktunartillögu er að ræða fari málið ekki inn á borð forseta Íslands og þar af leiðandi ekki hægt að skjóta málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og þegar lög eru afgreidd. Píratar hafa lagt fram sína eigin þingsályktunartillögu vegna málsins, þeir vilja að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það liggur mikið á að klára málið sem fyrst. Besta leiðin til þess að ríkisstjórnin taki mark á þjóðaratkvæðagreiðslu er ef hún verði haldin samhliða sveitastjórnarkosningum. Annars myndu þeir væntanlega benda á kjörsókn og annað slíkt. Þetta er besta leiðin til þess að leyfa þjóðinni að ráða,“ útskýrir hún. „Þetta eru í raun svíðvirðileg pólitísk klækjabrögð ríkisstjórnarinnar að stilla stjórnarandstöðunni svona upp við vegg í þessu máli. Það liggur mjög á að koma þingsályktunartillögu okkar í gegn svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir vegna þjóðaratkvæðagreiðslu. Það tekur langan tíma að undirbúa hana og þess vegna fáum við ekki nægilega langan tíma til að ræða málið á þingi,“ segir Birgitta.Vísir/FanneyUppfært 15:20Málþóf og málskot duga ekki en mómæli gætu dugað Þingflokkur Pírata vekur í tilkynningu athygli á nokkrum atriðum varðandi umræðu um þingsályktunartillögu stjórnarinnar um að slíta skuli aðildarviðræðum við ESB. Þar sem um þingsályktunartillögu er að ræða er ekki hægt að beita málþófi eins og um lagafrumvarp væri að ræða. Þá getur forseti Íslands ekki skotið málinu til þjóðarinnar, þar sem um þingsályktun er að ræða og 26. gr. stjórnarskrárinnar gildir bara um lagafrumvörp. Þjóðaratkvæðagreiðsla um málið getur því ekki verið bindandi en mikilvægt er að þrýsta á að slík atkvæðagreiðsla geti farið fram samhliða sveitastjórnarkosningum, til að tryggja góða þátttöku. Þingsályktunartillaga Pírata um að leggja skuli málið í dóm þjóðarinnar, þarf að samþykkja í síðasta lagi nú á föstudag, til að unnt sé að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor, sbr. lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Í tilkynningu Pírata segir að í stuttu máli dugi málþóf ekki, málskot dugi ekki, en mótmæli gætu dugað. Til að þrýsta á að þingsályktunartillaga, um beina aðkomu þjóðarinnar að málinu, nái fram að ganga. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
„Eina sem mun hjálpa okkur núna er ef nægilega margir sína vilja sinn í verki. Núna er þetta í höndunum á þjóðinni, engum öðrum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, í samtali við Vísi, um umræðuna um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra sem felur meðal annars í sér að aðildarumsókn Íslands í ESB verði dregin til baka. Birgitta leggur áherslu að þar sem um þingsályktunartillögu er að ræða fari málið ekki inn á borð forseta Íslands og þar af leiðandi ekki hægt að skjóta málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og þegar lög eru afgreidd. Píratar hafa lagt fram sína eigin þingsályktunartillögu vegna málsins, þeir vilja að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það liggur mikið á að klára málið sem fyrst. Besta leiðin til þess að ríkisstjórnin taki mark á þjóðaratkvæðagreiðslu er ef hún verði haldin samhliða sveitastjórnarkosningum. Annars myndu þeir væntanlega benda á kjörsókn og annað slíkt. Þetta er besta leiðin til þess að leyfa þjóðinni að ráða,“ útskýrir hún. „Þetta eru í raun svíðvirðileg pólitísk klækjabrögð ríkisstjórnarinnar að stilla stjórnarandstöðunni svona upp við vegg í þessu máli. Það liggur mjög á að koma þingsályktunartillögu okkar í gegn svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir vegna þjóðaratkvæðagreiðslu. Það tekur langan tíma að undirbúa hana og þess vegna fáum við ekki nægilega langan tíma til að ræða málið á þingi,“ segir Birgitta.Vísir/FanneyUppfært 15:20Málþóf og málskot duga ekki en mómæli gætu dugað Þingflokkur Pírata vekur í tilkynningu athygli á nokkrum atriðum varðandi umræðu um þingsályktunartillögu stjórnarinnar um að slíta skuli aðildarviðræðum við ESB. Þar sem um þingsályktunartillögu er að ræða er ekki hægt að beita málþófi eins og um lagafrumvarp væri að ræða. Þá getur forseti Íslands ekki skotið málinu til þjóðarinnar, þar sem um þingsályktun er að ræða og 26. gr. stjórnarskrárinnar gildir bara um lagafrumvörp. Þjóðaratkvæðagreiðsla um málið getur því ekki verið bindandi en mikilvægt er að þrýsta á að slík atkvæðagreiðsla geti farið fram samhliða sveitastjórnarkosningum, til að tryggja góða þátttöku. Þingsályktunartillaga Pírata um að leggja skuli málið í dóm þjóðarinnar, þarf að samþykkja í síðasta lagi nú á föstudag, til að unnt sé að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor, sbr. lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Í tilkynningu Pírata segir að í stuttu máli dugi málþóf ekki, málskot dugi ekki, en mótmæli gætu dugað. Til að þrýsta á að þingsályktunartillaga, um beina aðkomu þjóðarinnar að málinu, nái fram að ganga.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira