Innlent

Safna undirskriftum gegn afturköllun umsóknar

Jóhannes Stefánsson skrifar
Vísir/Stefán
Rúmlega 2.300 manns hafa skrifað undir lista þar sem stjórnvöld eru hvatt til að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu ekki til baka.

Í áskorun sem fylgir undirskriftalistanum segir:

Við undirrituð skorum á Alþingi og ríkisstjórn að draga ekki tilbaka með formlegum hætti ESB-aðildarumsókn Íslands nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Listinn var opnaður um tíu í morgun og ekki kemur fram hverjir beri ábyrgð á söfnuninni. Ekki þarf að rita kennitölu við listann til að setja nafn við hann.

Meðal þeirra athugasemda sem hafa verið ritaðar við listann eru orð eins og „Loforð eru loforð!!!“ og „Koma svo og stöðva þessa afturhaldsseggi!“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×