Sjálfstæðir Evrópumenn skora á Sjálfstæðisflokkinn Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. febrúar 2014 14:48 Ályktun fundarins var samþykkt einróma. Vísir/GVA Sjálfstæðir Evrópumenn hvetja stjórnvöld til þess að taka ekki afstöðu um Evrópusambandsaðild landsins fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands liggur fyrir. Þetta var meðal þess sem var ályktað eftir fund félagsins sem hófst klukkan tólf í dag og lauk fyrir skemmstu. Í ályktun fundarins kemur einnig fram að félagsmenn telja mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki „viðskila við aðila vinnumarkaðarins í þessu stóra máli“ „Fundurinn var vel sóttur,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður félags Sjálfstæðra Evrópumanna. „Ályktun fundarins var samþykkt einróma og þeir sem töluðu voru allir á sama máli,“ útskýrir Benedikt. Fundurinn skoraði sérstaklega á Sjálfstæðisflokkinn, enda vísar nafn samtakanna til flokksins. „En það er ekkert inntökuskilyrði að vera skráður í flokkinn. Ég veit að, til dæmis, á þessum fundi voru nokkrir sem hafa sagt sig úr flokknum og allavega einn sem hefur aldrei verið skráður í flokkinn,“ segir Benedikt og heldur áfram: „Þorsteinn Pálsson orðaði þetta vel í ræðu sinni á fundinum áðan. Að það sé undarlegt að sumir Sjálfstæðismenn hafi snúist gegn bandalagi sem væri stofnað um grunngildi flokksins. Evrópusambandið snýst um Lýðræði, jafnrétti, mannfrelsi og í stuttu máli frjáls viðskipti og vestræna samvinnu. Ég held að það sé ekki hægt að segja annað en að þetta samræmist grunngildum flokksins nákvæmlega.“ Þorsteinn Pálsson hélt ræðu á fundinum í dag.Vísir/GVA Yfirlýsingar samdægurs Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Evrópusambandið hefur verið mikið til umræðu í vikunni, eftir að hún var birt á þriðjudag. „Það er ágæt. Ég er ekki búinn að kynna mér hvert einasta orð, enda er þetta löng og ítarleg skýrsla. Mér finnst reyndar standa upp úr í umræðunni að þingmenn voru búnir að gefa út yfirlýsingar um skýrsluna daginn sem þeir fengu hana í hendurnar. Þeir sögðu þá bara það sama og þeir sögðu áður en hún kom út. Maður fékk á tilfinninguna að þeir hafi ekki verið búnir að lesa hana þegar þeir voru byrjaðir að gefa út yfirlýsingar,“ segir Benedikt. Ályktun fundar Sjálfstæðra Evrópumanna hljóðar svo í heild sinni:1. Fundurinn minnir á þau óyggjandi loforð formanns flokksins fyrir kosningarnar síðastliðið vor um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið.2. Fundurinn hvetur alþingismenn til þess að taka ekki úrslitaákvarðanir í máli sem snerta svo víðtæka hagsmuni og framtíð þjóðarinnar fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar um áhrif aðildar að Evrópusambandinu fyrir Ísland. Mikilvægt er að Sjálfstæðisflokkurinn verið ekki viðskila við aðila vinnumarkaðarins í þessu stóra máli.3. Telji menn að því búnu rétt að flytja tillögu til þingsályktunar um að slíta viðræðum við Evrópusambandið fyrir fullt og allt verði gildistaka hennar bundin samþykki þjóðarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu. Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Sjálfstæðir Evrópumenn hvetja stjórnvöld til þess að taka ekki afstöðu um Evrópusambandsaðild landsins fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands liggur fyrir. Þetta var meðal þess sem var ályktað eftir fund félagsins sem hófst klukkan tólf í dag og lauk fyrir skemmstu. Í ályktun fundarins kemur einnig fram að félagsmenn telja mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki „viðskila við aðila vinnumarkaðarins í þessu stóra máli“ „Fundurinn var vel sóttur,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður félags Sjálfstæðra Evrópumanna. „Ályktun fundarins var samþykkt einróma og þeir sem töluðu voru allir á sama máli,“ útskýrir Benedikt. Fundurinn skoraði sérstaklega á Sjálfstæðisflokkinn, enda vísar nafn samtakanna til flokksins. „En það er ekkert inntökuskilyrði að vera skráður í flokkinn. Ég veit að, til dæmis, á þessum fundi voru nokkrir sem hafa sagt sig úr flokknum og allavega einn sem hefur aldrei verið skráður í flokkinn,“ segir Benedikt og heldur áfram: „Þorsteinn Pálsson orðaði þetta vel í ræðu sinni á fundinum áðan. Að það sé undarlegt að sumir Sjálfstæðismenn hafi snúist gegn bandalagi sem væri stofnað um grunngildi flokksins. Evrópusambandið snýst um Lýðræði, jafnrétti, mannfrelsi og í stuttu máli frjáls viðskipti og vestræna samvinnu. Ég held að það sé ekki hægt að segja annað en að þetta samræmist grunngildum flokksins nákvæmlega.“ Þorsteinn Pálsson hélt ræðu á fundinum í dag.Vísir/GVA Yfirlýsingar samdægurs Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Evrópusambandið hefur verið mikið til umræðu í vikunni, eftir að hún var birt á þriðjudag. „Það er ágæt. Ég er ekki búinn að kynna mér hvert einasta orð, enda er þetta löng og ítarleg skýrsla. Mér finnst reyndar standa upp úr í umræðunni að þingmenn voru búnir að gefa út yfirlýsingar um skýrsluna daginn sem þeir fengu hana í hendurnar. Þeir sögðu þá bara það sama og þeir sögðu áður en hún kom út. Maður fékk á tilfinninguna að þeir hafi ekki verið búnir að lesa hana þegar þeir voru byrjaðir að gefa út yfirlýsingar,“ segir Benedikt. Ályktun fundar Sjálfstæðra Evrópumanna hljóðar svo í heild sinni:1. Fundurinn minnir á þau óyggjandi loforð formanns flokksins fyrir kosningarnar síðastliðið vor um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið.2. Fundurinn hvetur alþingismenn til þess að taka ekki úrslitaákvarðanir í máli sem snerta svo víðtæka hagsmuni og framtíð þjóðarinnar fyrr en skýrsla Alþjóðamálastofnunar um áhrif aðildar að Evrópusambandinu fyrir Ísland. Mikilvægt er að Sjálfstæðisflokkurinn verið ekki viðskila við aðila vinnumarkaðarins í þessu stóra máli.3. Telji menn að því búnu rétt að flytja tillögu til þingsályktunar um að slíta viðræðum við Evrópusambandið fyrir fullt og allt verði gildistaka hennar bundin samþykki þjóðarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu.
Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira