Erlent

Hótar að vísa CNN úr landi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Maduro er ósáttur við fréttaflutning af átökunum.
Maduro er ósáttur við fréttaflutning af átökunum. vísir/afp
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, hefur hótað að láta vísa fréttamönnum CNN úr landinu fyrir fréttaflutning þeirra af átökunum sem nú geisa í landinu.

Hann fer fram á að þeir lagfæri vinnubrögð sín en fréttamenn stöðvarinnar hafa átt erfitt um vik undanfarið. Til að mynda var myndavélum og sendibúnaði þeirra rænt af vopnuðum mönnum á vélhjólum. Telja fréttamennirnir að um óeinkennisklædda lögreglumenn hafi verið að ræða.

Þá hefur forsetinn gagnrýnt fréttaflutning annarra miðla af átökunum og kallað þær stríðsáróður.

Að minnsta kosti sex hafa fallið í átökunum og tugir eru slasaðir. Þá hefur Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hvatt yfirvöld í Venesúela til að sleppa mótmælendum úr haldi sem hafa verið fangelsaðir undanfarna daga.


Tengdar fréttir

„Sendið hann í fangelsi“

Fimm manns hafa látið lífið og tugir særst í átökunum í Venesúela. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar hefur verið handtekinn og á yfir höfði sér 10 ára fangelsi í það minnsta.

Lopez handtekinn í Venesúela

Einn helsti leiðtogi mótmælenda segist vonast til að handataka sín verði til þess að vekja þjóðina.

Íslendingur í Venesúela segir ástandið skelfilegt

"Á móti okkur stóðu vopnaðir menn og var mikið skotið af þeirra hálfu. Ofbeldið er alfarið af hálfu hersins, ríkisins og ríkislögreglunnar. Þeir ganga hérna berserksgangi, skjóta á blokkir og bíla, skjóta táragasi og gassprengjum um allan bæ.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×