Viðræðum við ESB sjálfhætt Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2014 19:55 Forsætisráðherra segir Evrópusambandið hafa tilkynnt ríkisstjórninni í upphafi ferils hennar að samningaviðræður Íslands við sambandið gætu ekki hangið í lausu lofti. Viðræðunum sé í raun og veru sjálfhætt og ekki heiðarlegt af stjórnvöldum að þykjast hafa áhuga á þeim. Þegar ríkisstjórnin tilkynnti ráðamönnum Evrópusambandsins í fyrra um hlé á viðræðunum við sambandið segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að þeir hafi verið afdráttarlausir um það að framhald viðræðna gæti ekki legið í lausu lofti. „Og tilkynntu okkur það raunar mjög afdráttarlaust strax í upphafi, strax eftir að ríkisstjórnin tók við og lýsti því yfir að hún ætlaði að halda þessu í hléi. Þá var okkur sagt að þannig gæti það ekki gengið lengi. Menn þyrftu að segja af eða á, ætluðu þeir sér að halda áfram þessum viðræðum eða draga þær til baka,“ segir forsætisráðherra. Þetta kæmi fram í yfirlýsingum ráðamanna Evrópusambandsins og sterkt fram á fundum með þeim.En er þá ekki bara að láta þá taka af ykkur ómakið og slíta viðræðunum?„Það voru íslensk stjórnvöld sem sóttu um. Þannig að þeir geta auðvitað sagt að það standi upp á íslensk stjórnvöld, sem sóttu um, að svara. Eins og þeir minntu nú einhvern tíma á þegar menn voru að velta þessu fyrir sér, að það var ekki Evrópusambandið sem bað Ísland að sækja um,“ segir Sigmundur Davíð. Íslensk stjórnvöld þyrftu því að gefa svarið við því og Evrópusambandið hafi jafnvel búist við því svari fyrir áramót. Ætla má að aðildarviðræður taki a.m.k. tvö til þrjú ár ef þeim yrði framhaldið og þá ætti eftir að kynna niðurstöðuna fyrir þjóðinni. – Og þá er kjörtímabilið eiginlega búið. „Það mun örugglega taka nokkur ár í viðbót að vera í þessum viðræðum, í ljósi þess að menn eru ekki einu sinni byrjaðir á erfiðustu málunum. En það breytir þó ekki því að þegar menn eru í aðildarviðræðum við Evrópusambandið þá felur það í sér viljayfirlýsingu af hálfu stjórnvalda umsóknarlandsins að það vilji ganga inn,“ segir forsætisráðherra. Sá vilji sé ekki fyrir hendi hjá stjórnarflokkunum. „Og þar af leiðandi er það ekki heiðarlegt fyrir stjórnvöld sem vilja ekki ganga inn að vera að þykjast ætla að ganga inn og þykjast vera að vinna að því að laga Ísland að sambandinu ef viljinn er ekki fyrir hendi,“ segir Sigmundur Davíð.Það er sem sagt sjálfhætt?„Það má segja það já,“ svarar forsætisráðherra. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Forsætisráðherra segir Evrópusambandið hafa tilkynnt ríkisstjórninni í upphafi ferils hennar að samningaviðræður Íslands við sambandið gætu ekki hangið í lausu lofti. Viðræðunum sé í raun og veru sjálfhætt og ekki heiðarlegt af stjórnvöldum að þykjast hafa áhuga á þeim. Þegar ríkisstjórnin tilkynnti ráðamönnum Evrópusambandsins í fyrra um hlé á viðræðunum við sambandið segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að þeir hafi verið afdráttarlausir um það að framhald viðræðna gæti ekki legið í lausu lofti. „Og tilkynntu okkur það raunar mjög afdráttarlaust strax í upphafi, strax eftir að ríkisstjórnin tók við og lýsti því yfir að hún ætlaði að halda þessu í hléi. Þá var okkur sagt að þannig gæti það ekki gengið lengi. Menn þyrftu að segja af eða á, ætluðu þeir sér að halda áfram þessum viðræðum eða draga þær til baka,“ segir forsætisráðherra. Þetta kæmi fram í yfirlýsingum ráðamanna Evrópusambandsins og sterkt fram á fundum með þeim.En er þá ekki bara að láta þá taka af ykkur ómakið og slíta viðræðunum?„Það voru íslensk stjórnvöld sem sóttu um. Þannig að þeir geta auðvitað sagt að það standi upp á íslensk stjórnvöld, sem sóttu um, að svara. Eins og þeir minntu nú einhvern tíma á þegar menn voru að velta þessu fyrir sér, að það var ekki Evrópusambandið sem bað Ísland að sækja um,“ segir Sigmundur Davíð. Íslensk stjórnvöld þyrftu því að gefa svarið við því og Evrópusambandið hafi jafnvel búist við því svari fyrir áramót. Ætla má að aðildarviðræður taki a.m.k. tvö til þrjú ár ef þeim yrði framhaldið og þá ætti eftir að kynna niðurstöðuna fyrir þjóðinni. – Og þá er kjörtímabilið eiginlega búið. „Það mun örugglega taka nokkur ár í viðbót að vera í þessum viðræðum, í ljósi þess að menn eru ekki einu sinni byrjaðir á erfiðustu málunum. En það breytir þó ekki því að þegar menn eru í aðildarviðræðum við Evrópusambandið þá felur það í sér viljayfirlýsingu af hálfu stjórnvalda umsóknarlandsins að það vilji ganga inn,“ segir forsætisráðherra. Sá vilji sé ekki fyrir hendi hjá stjórnarflokkunum. „Og þar af leiðandi er það ekki heiðarlegt fyrir stjórnvöld sem vilja ekki ganga inn að vera að þykjast ætla að ganga inn og þykjast vera að vinna að því að laga Ísland að sambandinu ef viljinn er ekki fyrir hendi,“ segir Sigmundur Davíð.Það er sem sagt sjálfhætt?„Það má segja það já,“ svarar forsætisráðherra.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira