Viðræðum við ESB sjálfhætt Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2014 19:55 Forsætisráðherra segir Evrópusambandið hafa tilkynnt ríkisstjórninni í upphafi ferils hennar að samningaviðræður Íslands við sambandið gætu ekki hangið í lausu lofti. Viðræðunum sé í raun og veru sjálfhætt og ekki heiðarlegt af stjórnvöldum að þykjast hafa áhuga á þeim. Þegar ríkisstjórnin tilkynnti ráðamönnum Evrópusambandsins í fyrra um hlé á viðræðunum við sambandið segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að þeir hafi verið afdráttarlausir um það að framhald viðræðna gæti ekki legið í lausu lofti. „Og tilkynntu okkur það raunar mjög afdráttarlaust strax í upphafi, strax eftir að ríkisstjórnin tók við og lýsti því yfir að hún ætlaði að halda þessu í hléi. Þá var okkur sagt að þannig gæti það ekki gengið lengi. Menn þyrftu að segja af eða á, ætluðu þeir sér að halda áfram þessum viðræðum eða draga þær til baka,“ segir forsætisráðherra. Þetta kæmi fram í yfirlýsingum ráðamanna Evrópusambandsins og sterkt fram á fundum með þeim.En er þá ekki bara að láta þá taka af ykkur ómakið og slíta viðræðunum?„Það voru íslensk stjórnvöld sem sóttu um. Þannig að þeir geta auðvitað sagt að það standi upp á íslensk stjórnvöld, sem sóttu um, að svara. Eins og þeir minntu nú einhvern tíma á þegar menn voru að velta þessu fyrir sér, að það var ekki Evrópusambandið sem bað Ísland að sækja um,“ segir Sigmundur Davíð. Íslensk stjórnvöld þyrftu því að gefa svarið við því og Evrópusambandið hafi jafnvel búist við því svari fyrir áramót. Ætla má að aðildarviðræður taki a.m.k. tvö til þrjú ár ef þeim yrði framhaldið og þá ætti eftir að kynna niðurstöðuna fyrir þjóðinni. – Og þá er kjörtímabilið eiginlega búið. „Það mun örugglega taka nokkur ár í viðbót að vera í þessum viðræðum, í ljósi þess að menn eru ekki einu sinni byrjaðir á erfiðustu málunum. En það breytir þó ekki því að þegar menn eru í aðildarviðræðum við Evrópusambandið þá felur það í sér viljayfirlýsingu af hálfu stjórnvalda umsóknarlandsins að það vilji ganga inn,“ segir forsætisráðherra. Sá vilji sé ekki fyrir hendi hjá stjórnarflokkunum. „Og þar af leiðandi er það ekki heiðarlegt fyrir stjórnvöld sem vilja ekki ganga inn að vera að þykjast ætla að ganga inn og þykjast vera að vinna að því að laga Ísland að sambandinu ef viljinn er ekki fyrir hendi,“ segir Sigmundur Davíð.Það er sem sagt sjálfhætt?„Það má segja það já,“ svarar forsætisráðherra. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir Evrópusambandið hafa tilkynnt ríkisstjórninni í upphafi ferils hennar að samningaviðræður Íslands við sambandið gætu ekki hangið í lausu lofti. Viðræðunum sé í raun og veru sjálfhætt og ekki heiðarlegt af stjórnvöldum að þykjast hafa áhuga á þeim. Þegar ríkisstjórnin tilkynnti ráðamönnum Evrópusambandsins í fyrra um hlé á viðræðunum við sambandið segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að þeir hafi verið afdráttarlausir um það að framhald viðræðna gæti ekki legið í lausu lofti. „Og tilkynntu okkur það raunar mjög afdráttarlaust strax í upphafi, strax eftir að ríkisstjórnin tók við og lýsti því yfir að hún ætlaði að halda þessu í hléi. Þá var okkur sagt að þannig gæti það ekki gengið lengi. Menn þyrftu að segja af eða á, ætluðu þeir sér að halda áfram þessum viðræðum eða draga þær til baka,“ segir forsætisráðherra. Þetta kæmi fram í yfirlýsingum ráðamanna Evrópusambandsins og sterkt fram á fundum með þeim.En er þá ekki bara að láta þá taka af ykkur ómakið og slíta viðræðunum?„Það voru íslensk stjórnvöld sem sóttu um. Þannig að þeir geta auðvitað sagt að það standi upp á íslensk stjórnvöld, sem sóttu um, að svara. Eins og þeir minntu nú einhvern tíma á þegar menn voru að velta þessu fyrir sér, að það var ekki Evrópusambandið sem bað Ísland að sækja um,“ segir Sigmundur Davíð. Íslensk stjórnvöld þyrftu því að gefa svarið við því og Evrópusambandið hafi jafnvel búist við því svari fyrir áramót. Ætla má að aðildarviðræður taki a.m.k. tvö til þrjú ár ef þeim yrði framhaldið og þá ætti eftir að kynna niðurstöðuna fyrir þjóðinni. – Og þá er kjörtímabilið eiginlega búið. „Það mun örugglega taka nokkur ár í viðbót að vera í þessum viðræðum, í ljósi þess að menn eru ekki einu sinni byrjaðir á erfiðustu málunum. En það breytir þó ekki því að þegar menn eru í aðildarviðræðum við Evrópusambandið þá felur það í sér viljayfirlýsingu af hálfu stjórnvalda umsóknarlandsins að það vilji ganga inn,“ segir forsætisráðherra. Sá vilji sé ekki fyrir hendi hjá stjórnarflokkunum. „Og þar af leiðandi er það ekki heiðarlegt fyrir stjórnvöld sem vilja ekki ganga inn að vera að þykjast ætla að ganga inn og þykjast vera að vinna að því að laga Ísland að sambandinu ef viljinn er ekki fyrir hendi,“ segir Sigmundur Davíð.Það er sem sagt sjálfhætt?„Það má segja það já,“ svarar forsætisráðherra.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira