Hægt að halda ályktuninni til streitu og gefa fólki fingurinn Elimar Hauksson skrifar 5. mars 2014 19:30 Brynjar segist spyrja sig hvort nauðsynlegt hafi verið að leggja tillöguna fram á þessum tímapunkti. vísir/samsett Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að einungis tveir raunhæfir kostir séu til sátta í þeirri stöðu sem upp er komin varðandi þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Annað hvort áframhaldandi viðræðuhlé út kjörtímabilið ef ESB sættir sig við það eða að þjóðin greiði atkvæði um það hvort slíta eigi viðræðunum formlega. „já, svo er náttúrulega sá kostur fyrir hendi að halda þingsályktunartillögunni til streitu og gefa fólki fingurinn,“ segir Brynjar í samtali við Vísi en hann telur þann möguleika ekki vænlegan eins og staðan er í dag. Hann segist vissulega ekki vera ánægður með viðbrögð fólks við tillögunni, enda hafi í hans huga ekki staðið til að boða til kosninga um framhald viðræðna, heldur fremur að viðræðum yrði ekki haldið áfram nema þjóðin kysi svo. „Þegar við vorum í kosningabaráttu töluðum við aldrei um það á okkar fundum að þjóðin greiddi atkvæði um það hvort haldið yrði áfram. Það var alltaf sagt að við myndum ekki halda áfram fyrr en þjóðin fengi sitt að segja. Það var í raun loforðið í mínum huga,“ segir Brynjar og bætir við að umræðan hafi í sínum huga alltaf verið sú að ekki yrði farið í viðræður aftur án þess að þjóðin segði það.Tillagan ekki nauðsynleg núna Þrátt fyrir að finnast viðbrögð almennings ekki sanngjörn segist Brynjar hins vegar hafa skilning fyrir því að almenningur geri ekki greinarmun þar á og því standi stjórnvöld í raun frammi fyrir þeim tveim kostum sem hann hafi gert grein fyrir, annars fari allt í uppnám. „Það er ekki eins og ég sé efnislega ósammála tillögu utanríkisráðherra og ég er á þeirri skoðun að það sé ekkert fyrir okkur að sækja innan Evrópusambandsins. Það eru hins vegar margir ósammála mér í mínum eigin flokki og þess vegna skil ég ekki af hverju það er verið að setja allt í uppnám núna, rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar,“ segir Brynjar. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að einungis tveir raunhæfir kostir séu til sátta í þeirri stöðu sem upp er komin varðandi þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Annað hvort áframhaldandi viðræðuhlé út kjörtímabilið ef ESB sættir sig við það eða að þjóðin greiði atkvæði um það hvort slíta eigi viðræðunum formlega. „já, svo er náttúrulega sá kostur fyrir hendi að halda þingsályktunartillögunni til streitu og gefa fólki fingurinn,“ segir Brynjar í samtali við Vísi en hann telur þann möguleika ekki vænlegan eins og staðan er í dag. Hann segist vissulega ekki vera ánægður með viðbrögð fólks við tillögunni, enda hafi í hans huga ekki staðið til að boða til kosninga um framhald viðræðna, heldur fremur að viðræðum yrði ekki haldið áfram nema þjóðin kysi svo. „Þegar við vorum í kosningabaráttu töluðum við aldrei um það á okkar fundum að þjóðin greiddi atkvæði um það hvort haldið yrði áfram. Það var alltaf sagt að við myndum ekki halda áfram fyrr en þjóðin fengi sitt að segja. Það var í raun loforðið í mínum huga,“ segir Brynjar og bætir við að umræðan hafi í sínum huga alltaf verið sú að ekki yrði farið í viðræður aftur án þess að þjóðin segði það.Tillagan ekki nauðsynleg núna Þrátt fyrir að finnast viðbrögð almennings ekki sanngjörn segist Brynjar hins vegar hafa skilning fyrir því að almenningur geri ekki greinarmun þar á og því standi stjórnvöld í raun frammi fyrir þeim tveim kostum sem hann hafi gert grein fyrir, annars fari allt í uppnám. „Það er ekki eins og ég sé efnislega ósammála tillögu utanríkisráðherra og ég er á þeirri skoðun að það sé ekkert fyrir okkur að sækja innan Evrópusambandsins. Það eru hins vegar margir ósammála mér í mínum eigin flokki og þess vegna skil ég ekki af hverju það er verið að setja allt í uppnám núna, rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar,“ segir Brynjar.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira