Magnús Geir ætlar sér að standast pólitískan þrýsting Jakob Bjarnar skrifar 18. mars 2014 14:47 Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri hélt starfsmannafund í morgun þar sem dró til tíðinda. Hann kynnti þar að öllum framkvæmdastjórum stofnunarinnar hefði verið sagt upp störfum og störf þeirra verið auglýst. Helst hefur vakið athygli í því samhengi að Óðinn Jónsson fréttastjóri er meðal þeirra sem sagt var upp störfum en Ríkisútvarpið hefur meðal annars mátt sitja undir mikilli gagnrýni þess efnis að fréttastofan, undir stjórn Óðins, dragi taum Evrópusinna. Þessi gagnrýni hefur verið áberandi frá stjórnarliðum, meðal annars frá Vigdísi Hauksdóttur formanni fjárlaganefndar, og hafa menn viljað lesa í þau orð að ríkisstjórnin vilji losna við Óðinn úr sæti fréttastjóra.Ómakleg gagnrýniHeimir Már Pétursson fréttamaður tók útvarpsstjóra tali strax að fundi loknum og má sjá hluta viðtals hans hér á Vísi. Þeir koma víða við í viðtalinu. Magnús Geir segir spurður ólíklegt að takist að snúa rekstrinum við á þessu rekstrarári, sem er frá 1. september til 1. september, en um milljón króna tap á dag hefur verið á rekstrinum. En strax á næsta rekstrarári er stefnt að því að reksturinn verði jákvæður, og gott betur. Heimir spyr Magnús Geir jafnframt út í gagnrýni sem dunið hefur á stofnuninni að undanförnu. Magnús Geir segir að hann leggi áherslu á að umræðan um Ríkisútvarpið verði opnuð. Hann telur að Ríkisútvarpið verði að þola málefnalega gagnrýni, en sumt sem sett hefur verið fram hefur að hans mati verið ómálefnalegt og reyndar algerlega út í hött. Magnús Geir segir jafnframt að hann hafi ekki orðið var við neinn pólitískan þrýsting, en í aðdraganda ráðningar í stól útvarpsstjóra voru raddir uppi þess efnis að Sjálfstæðismenn myndu vilja koma sínum manni að í stöðu útvarpsstjóra. „Og ef ég verð fyrir pólitískum þrýstingi mun ég standa í lappirnar og aldrei láta draga mig út í að sinna einhverjum herrum í því samhengi.“Miklar breytingar fyrirsjáanlegar í yfirstjórn Brottrekstur framkvæmdastjóra ber á góma og Heimir Már spyr hvort þeir framkvæmdastjórar megi gera sér vonir um að þeir fái stöðurnar aftur ef þeir sækja um? „Sannarlega,“ segir Magnús Geir. Hann vonast til þess að ný framkvæmdastjórn verði fjölbreytt, að þar verði nýtt blóð en að reynslumiklir framkvæmdastjórar verði þar með. Magnús Geir hefur hamrað á því að lykilatriði í stefnu hans sé jafnrétti milli kynja og jafnrétti milli landsbyggðar og þá höfuðborgarsvæðis. Í ljósi þess er ekki óvarlegt að ætla að mikil umskipti verði í hópi framkvæmdastjóra en þeir sem nú fara frá eru að mestu leyti karlar: Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjónvarps, Bjarni Kristjánsson Fjármálastjóri, Eyjólfur Valdimarsson Tækni, Óðinn Jónsson Fréttastjóri, Skarphéðinn Guðmundsson Dagskrárstjóri RÚV, Magnús R. Einarsson Dagskrárstjóri útvarps, Þorsteinn Þorsteinsson Markaðsstjóri, Berglind G. Bergþórsdóttir Mannauðsstjóri og Ingólfur Bjarni Sigfússon Nýmiðla- og vefstjóri.Of stór föt Magnús Geir kemur í viðtalinu einnig inn á að Ríkisútvarpið sé í alltof stórum fötum með vísan til húsnæðisins við Efstaleiti – starfsemin sé miklu minni nú en var. Magnús Geir vill losna við útvarpshúsið úr rekstri Ríkisútvarpsins. Staða fjármála stofnunarinnar sé ótæk og þar leiki húsið stórt hlutverk, það sé alltof dýrt og há lán hvíli á eigninni. „Þetta hefur haft neikvæð áhrif á dagskrá en Ríkisútvarpið á að einbeita sér að innihaldi en að minna púður fari í húsrekstur.“ Magnús Geir vonar að stofnunin losni úr þeim fjötrum hið fyrsta. Tengdar fréttir Uppsagnirnar komu flatt upp á starfsmenn RÚV „Við héldum fyrst að þetta væri fundur um fjármálin,“ segir Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna og fréttamaður Ríkisútvarpsins. 18. mars 2014 12:48 Neyðarfundur í Efstaleitinu Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri vandar Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra ekki kveðjurnar. 18. mars 2014 10:02 Magnús Geir rak framkvæmdastjórn RÚV Nýr útvarpsstjóri, Magnús Geir Þórðarson, kynnti starfsfólki RÚV í morgun áherslur sínar og stefnu í rekstri Ríkisútvarpsins og skipulagsbreytingar til að styðja við þær áherslur en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá RÚV. Nýjar stöður framkvæmdastjórnar RÚV verða auglýstar lausar til umsóknar. 18. mars 2014 10:37 Óðni Jónssyni fréttastjóra RÚV sagt upp störfum Magnús Geir Þórðarson sagði upp öllum framkvæmdastjórum RÚV, þar með talið fréttastjóra RÚV. 18. mars 2014 10:59 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri hélt starfsmannafund í morgun þar sem dró til tíðinda. Hann kynnti þar að öllum framkvæmdastjórum stofnunarinnar hefði verið sagt upp störfum og störf þeirra verið auglýst. Helst hefur vakið athygli í því samhengi að Óðinn Jónsson fréttastjóri er meðal þeirra sem sagt var upp störfum en Ríkisútvarpið hefur meðal annars mátt sitja undir mikilli gagnrýni þess efnis að fréttastofan, undir stjórn Óðins, dragi taum Evrópusinna. Þessi gagnrýni hefur verið áberandi frá stjórnarliðum, meðal annars frá Vigdísi Hauksdóttur formanni fjárlaganefndar, og hafa menn viljað lesa í þau orð að ríkisstjórnin vilji losna við Óðinn úr sæti fréttastjóra.Ómakleg gagnrýniHeimir Már Pétursson fréttamaður tók útvarpsstjóra tali strax að fundi loknum og má sjá hluta viðtals hans hér á Vísi. Þeir koma víða við í viðtalinu. Magnús Geir segir spurður ólíklegt að takist að snúa rekstrinum við á þessu rekstrarári, sem er frá 1. september til 1. september, en um milljón króna tap á dag hefur verið á rekstrinum. En strax á næsta rekstrarári er stefnt að því að reksturinn verði jákvæður, og gott betur. Heimir spyr Magnús Geir jafnframt út í gagnrýni sem dunið hefur á stofnuninni að undanförnu. Magnús Geir segir að hann leggi áherslu á að umræðan um Ríkisútvarpið verði opnuð. Hann telur að Ríkisútvarpið verði að þola málefnalega gagnrýni, en sumt sem sett hefur verið fram hefur að hans mati verið ómálefnalegt og reyndar algerlega út í hött. Magnús Geir segir jafnframt að hann hafi ekki orðið var við neinn pólitískan þrýsting, en í aðdraganda ráðningar í stól útvarpsstjóra voru raddir uppi þess efnis að Sjálfstæðismenn myndu vilja koma sínum manni að í stöðu útvarpsstjóra. „Og ef ég verð fyrir pólitískum þrýstingi mun ég standa í lappirnar og aldrei láta draga mig út í að sinna einhverjum herrum í því samhengi.“Miklar breytingar fyrirsjáanlegar í yfirstjórn Brottrekstur framkvæmdastjóra ber á góma og Heimir Már spyr hvort þeir framkvæmdastjórar megi gera sér vonir um að þeir fái stöðurnar aftur ef þeir sækja um? „Sannarlega,“ segir Magnús Geir. Hann vonast til þess að ný framkvæmdastjórn verði fjölbreytt, að þar verði nýtt blóð en að reynslumiklir framkvæmdastjórar verði þar með. Magnús Geir hefur hamrað á því að lykilatriði í stefnu hans sé jafnrétti milli kynja og jafnrétti milli landsbyggðar og þá höfuðborgarsvæðis. Í ljósi þess er ekki óvarlegt að ætla að mikil umskipti verði í hópi framkvæmdastjóra en þeir sem nú fara frá eru að mestu leyti karlar: Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjónvarps, Bjarni Kristjánsson Fjármálastjóri, Eyjólfur Valdimarsson Tækni, Óðinn Jónsson Fréttastjóri, Skarphéðinn Guðmundsson Dagskrárstjóri RÚV, Magnús R. Einarsson Dagskrárstjóri útvarps, Þorsteinn Þorsteinsson Markaðsstjóri, Berglind G. Bergþórsdóttir Mannauðsstjóri og Ingólfur Bjarni Sigfússon Nýmiðla- og vefstjóri.Of stór föt Magnús Geir kemur í viðtalinu einnig inn á að Ríkisútvarpið sé í alltof stórum fötum með vísan til húsnæðisins við Efstaleiti – starfsemin sé miklu minni nú en var. Magnús Geir vill losna við útvarpshúsið úr rekstri Ríkisútvarpsins. Staða fjármála stofnunarinnar sé ótæk og þar leiki húsið stórt hlutverk, það sé alltof dýrt og há lán hvíli á eigninni. „Þetta hefur haft neikvæð áhrif á dagskrá en Ríkisútvarpið á að einbeita sér að innihaldi en að minna púður fari í húsrekstur.“ Magnús Geir vonar að stofnunin losni úr þeim fjötrum hið fyrsta.
Tengdar fréttir Uppsagnirnar komu flatt upp á starfsmenn RÚV „Við héldum fyrst að þetta væri fundur um fjármálin,“ segir Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna og fréttamaður Ríkisútvarpsins. 18. mars 2014 12:48 Neyðarfundur í Efstaleitinu Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri vandar Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra ekki kveðjurnar. 18. mars 2014 10:02 Magnús Geir rak framkvæmdastjórn RÚV Nýr útvarpsstjóri, Magnús Geir Þórðarson, kynnti starfsfólki RÚV í morgun áherslur sínar og stefnu í rekstri Ríkisútvarpsins og skipulagsbreytingar til að styðja við þær áherslur en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá RÚV. Nýjar stöður framkvæmdastjórnar RÚV verða auglýstar lausar til umsóknar. 18. mars 2014 10:37 Óðni Jónssyni fréttastjóra RÚV sagt upp störfum Magnús Geir Þórðarson sagði upp öllum framkvæmdastjórum RÚV, þar með talið fréttastjóra RÚV. 18. mars 2014 10:59 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Uppsagnirnar komu flatt upp á starfsmenn RÚV „Við héldum fyrst að þetta væri fundur um fjármálin,“ segir Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna og fréttamaður Ríkisútvarpsins. 18. mars 2014 12:48
Neyðarfundur í Efstaleitinu Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri vandar Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra ekki kveðjurnar. 18. mars 2014 10:02
Magnús Geir rak framkvæmdastjórn RÚV Nýr útvarpsstjóri, Magnús Geir Þórðarson, kynnti starfsfólki RÚV í morgun áherslur sínar og stefnu í rekstri Ríkisútvarpsins og skipulagsbreytingar til að styðja við þær áherslur en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá RÚV. Nýjar stöður framkvæmdastjórnar RÚV verða auglýstar lausar til umsóknar. 18. mars 2014 10:37
Óðni Jónssyni fréttastjóra RÚV sagt upp störfum Magnús Geir Þórðarson sagði upp öllum framkvæmdastjórum RÚV, þar með talið fréttastjóra RÚV. 18. mars 2014 10:59