Innlent

Kennarar funda enn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/stefán
Fundur Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum  hefur staðið frá klukkan tíu í morgun hjá sáttasemjara.

Samningsaðilar hafa farið yfir stöðu viðræðna hvor í sínum hóp og síðan á sameiginlegum fundi sem hófst um klukkan 12.30 og stendur hann enn yfir.

Viðræður dagsins eru beint framhald samningafundar sem stóð í allan gærdag. Viðræðunefnd kennara og stjórnenda leggur áherslu á að samningaviðræður helgarinnar skili aðilum nær samkomulagi.


Tengdar fréttir

Framhaldsskólakennarar standa saman

Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun.

Verkfall hefst á morgun

Verkfall framhaldsskólakennara hefst í fyrramálið í ljósi þess að samningaviðræður um helgina hafa ekki skilað árangri.

Mjög alvarlega staða sögð vera í viðræðum við kennara

Afar þungt hljóð er í samninganefndum framhaldsskólakennara og ríkisins. Kennarar undrast hve lengi tekur að semja og segja ábyrgðina liggja hjá ríkinu. Skoða á tilboð ríkisins ofan í kjölinn á fundi klukkan tíu í dag.

Funda í húsi ríkissáttasemjara í dag

Verkfall framhaldsskólakennara hefur staðið yfir í fjóra daga en samninganefnd ríkisins, Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum funda aftur í dag í húsi ríkissáttasemjara.

Funda fram á kvöld

Samninganefndir Félags framhaldsskólakennara, Félags stjórnenda í framhaldsskólum og samninganefnd ríkisins hafa fundað alla helgina í þeirri von um að ná fram samningum, ef það tekst ekki mun kennaraverkfall hefjast í fyrramálið.

Enn er óvíst hvort samið verði í bráð

Engar upplýsingar um gang kjaraviðræðna fást en verkfall hefur nú staðið yfir í tvær vikur. Kennarar fá ekki að vita hvaða tilboð hafa borist frá ríkinu en treysta því að samninganefnd sé að vinna að þeirra hag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×