Körfubolti

Segir Falcao geta náð HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Falcao í leik með kólumbíska landsliðinu í haust.
Falcao í leik með kólumbíska landsliðinu í haust. Vísir/Getty
Kólumbíumaðurinn Falcao gæti náð heimsmeistarakeppninni í Brasilíu í sumar að sögn læknis hans.

Falcao sleit krossband í hné seint í janúar og þá var strax talið að hann ætti litla sem enga möguleika á að ná HM í sumar.

En læknir hans, Jose Carlos Noronha, segir að kappinn eigi enn möguleika á að spila með landsliði Kólumbíu ef allt gengur eftir óskum í endurhæfingunni.

„Ef það eru engar bólgur í kringum nýja liðbandið ætti hann að geta skokkað í lok 12. viku,“ sagði læknirinn.

„Hann gæti svo verið algjörlega tilbúinn að spila fjórum mánuðum eftir aðgerðina [sem fór fram í lok janúar]. Það þýðir að hann myndi vera tilbúinn fyrir 14. júní,“ bætti Noronha við.

Kólumbía mætir Grikklandi í sínum fyrsta leik á HM þann 14. júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×