"Ekkert hættulegt að mæta með naglalakk á bæjarstjórnarfundi" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. mars 2014 11:51 Hér er verið að lakka neglur Gunnars fyrir bæjarstjórnarfundinn. Vísir/aðsent Formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Gunnar Axel Axelsson, mætti naglalakkaður á fund bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á föstudaginn. Hann tók þátt í áskorun til þess að fjölga „like-um“ á Facebook-síðuna Bylting gegn umbúðum, sem er stýrt af Margréti Gauju Magnúsdóttur sem einnig er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. „Markmiðið var að síðan fengi tvö þúsund „like“. Það gekk heldur betur eftir,“ segir Gunnar Axel um áskorunina. Alls eru nú rúmlega 3900 manns búnir að smella á „like“-hnappinn á síðunni, sem er til þess gerð að vekja athygli Íslendinga á óþarflega miklum umbúðum utan um matvæli. Fréttavefurinn Bærinn okkkar vakti athygli á málinu.Hér er Gunnar Axel að störfum með naglalakk.Vísir/aðsent„Ekkert hættulegt að mæta með naglalakk“ Gunnar Axel segir tilfinninguna – að vera með naglalakk á bæjarstjórnarfundi – hafa verið svolítið sérkennilega. „Ég er ekki vanur því að vera með naglalakk og því var þetta svolítið skrýtið. En það var ótrúlega gaman að prófa þetta. Ég vildi líka sýna fram á að það er allt í lagi að vera svolítið öðruvísi – að það sé ekkert hættulegt að mæta með naglalakk á bæjarstjórnarfundi,“ útskýrir Gunnar Axel. Gunnar segist hafa fengið hugmyndina frá nokkrum drengjum í 10. bekk í Vættaskóla sem mættu með naglalakk í skólann til þess að lýsa staðalímyndum stríð á hendur. „Mig langaði að ganga til liðs við byltinguna þeirra. Mér fannst þetta ótrúlega flott framtak hjá þeim og þarft.“Umræðan um umbúðir löngu tímabær Facebook-síða Margrétar Gauju hefur vakið töluverða athygli á síðustu dögum. Átak Gunnars hjálpaði greinilega til þar, en fyrir helgina voru um 1800 manns búnir að líka við síðuna, þeim hefur fjölgað um rúmlega tvö þúsund og eru nú um 3900. Á síðunni kemur fram að tilgangurinn sé „að vekja íbúa Íslands til umhugsunar um umbúðaflæmi og óþarfar umbúðir.“ Þar er hægt að skiptast á myndum af óþarflega miklum umbúðum utan um matvæli og aðrar vörur í búðum hérlendis. Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Gunnar Axel Axelsson, mætti naglalakkaður á fund bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á föstudaginn. Hann tók þátt í áskorun til þess að fjölga „like-um“ á Facebook-síðuna Bylting gegn umbúðum, sem er stýrt af Margréti Gauju Magnúsdóttur sem einnig er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. „Markmiðið var að síðan fengi tvö þúsund „like“. Það gekk heldur betur eftir,“ segir Gunnar Axel um áskorunina. Alls eru nú rúmlega 3900 manns búnir að smella á „like“-hnappinn á síðunni, sem er til þess gerð að vekja athygli Íslendinga á óþarflega miklum umbúðum utan um matvæli. Fréttavefurinn Bærinn okkkar vakti athygli á málinu.Hér er Gunnar Axel að störfum með naglalakk.Vísir/aðsent„Ekkert hættulegt að mæta með naglalakk“ Gunnar Axel segir tilfinninguna – að vera með naglalakk á bæjarstjórnarfundi – hafa verið svolítið sérkennilega. „Ég er ekki vanur því að vera með naglalakk og því var þetta svolítið skrýtið. En það var ótrúlega gaman að prófa þetta. Ég vildi líka sýna fram á að það er allt í lagi að vera svolítið öðruvísi – að það sé ekkert hættulegt að mæta með naglalakk á bæjarstjórnarfundi,“ útskýrir Gunnar Axel. Gunnar segist hafa fengið hugmyndina frá nokkrum drengjum í 10. bekk í Vættaskóla sem mættu með naglalakk í skólann til þess að lýsa staðalímyndum stríð á hendur. „Mig langaði að ganga til liðs við byltinguna þeirra. Mér fannst þetta ótrúlega flott framtak hjá þeim og þarft.“Umræðan um umbúðir löngu tímabær Facebook-síða Margrétar Gauju hefur vakið töluverða athygli á síðustu dögum. Átak Gunnars hjálpaði greinilega til þar, en fyrir helgina voru um 1800 manns búnir að líka við síðuna, þeim hefur fjölgað um rúmlega tvö þúsund og eru nú um 3900. Á síðunni kemur fram að tilgangurinn sé „að vekja íbúa Íslands til umhugsunar um umbúðaflæmi og óþarfar umbúðir.“ Þar er hægt að skiptast á myndum af óþarflega miklum umbúðum utan um matvæli og aðrar vörur í búðum hérlendis.
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira