Íbúar í hættu í sprengingu við Gálgahraun Stefán Árni Pálsson og Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. mars 2014 15:11 Haraldur segir að steinhnullungar á stærð við hnefa liggi út um allt. mynd/aðsend Steinum rigndi yfir íbúðarhverfi við Álftanesveg í gær þegar sprengt var fyrir nýju vegstæði í Garðahrauni. Fréttastofa hefur rætt við íbúa í Prýðishverfinu í Garðabæ. Þykir mildi að enginn hafi slasast, en fimm ára gamalt barn var að leik skammt frá og lentu hnullungarnir nálægt því. Annað barn var statt í dyragætt á bílskúr og náði að forða sér inn, þegar steinunum tók að rigna yfir hverfið. Bílar og fleiri hlutir urðu fyrir skemmdum vegna þessa. Að sögn íbúa hafa starfsmenn Íslenskra aðalverktaka, sem vinna verkið beðist afsökunar á þessu. Íbúum var tjáð að hleðslan á sprengjum yrði framvegis fjórum sinnum minni. Fréttastofa hefur rætt við íbúa sem ætla að láta meta hvort eitthvað frekara tjón hafi hlotist af steinaregninu og ætla að leita til tryggingafélaga. Hér að neðan má sjá myndband af sprengingunni.mynd/aðsend„Þeir eru að vinna við Álftanesveginn núna og sprengja hér oft á tíðum,“ segir Haraldur Árnason, íbúi í Mosprýði í Garðabæ. „Hingað til höfum við aðeins orðið vör við smá titring vegna sprenginganna, bara eins og gengur og gerist þegar svona framkvæmdir eru annars vegar. Í gær þá sprengdu þeir 900 rúmmetra sem er mjög óvanalegt. Yfirleitt hafa þeir verið að sprengja í minni skömmtum.“ Haraldur segir að verktakinn sprengi nú nánast alveg upp við húsin í hverfinu. „Sprengingin virðist hafa misheppnast í gær og það rigndi hér steinum yfir hverfið. Það eru skemmdir á húsinu mínu sem og á bílnum hjá okkur. Þetta var mjög öflug sprengja og töluvert af grjóti hafnaði hér upp á þaki. Grjótið fór einnig yfir húsið okkar og yfir í næstu hús.“ Haraldur segir nágranna sinn hafa verið með barn úti í barnavagni þegar sprengingin átti sér stað. Þar hafi hnullungar hafnað í námunda við vagninn.mynd/aðsend„Þetta hefði getað skapað stórkostlega hættu og við fengum lögregluna á svæðið í gær. Lögreglan kallaði til vinnueftirlitið og fóru þeir yfir allan búnað á vinnusvæðinu. Ég hef lítið heyrt hvað kom út úr þeirri skoðun.“ Haraldur segir ennfremur að þetta hafi verið gríðarlega öflug sprenging og að húsið hafi leikið á reiðiskjálfi. „Þeir hjá Íslenskum aðalverktökum viðurkenndu síðar að þeir hefðu líklega sprengt óþarflega mikið í einu. Húsið fékk á sig rosalegt högg og við erum að fá tryggingarfélagið til okkar eftir helgi til þess að kanna hvort það séu einhverjar skemmdir á húsunum í hverfinu,“ segir Haraldur. Hann segir skemmdirnar á húsnæði sínu aðallega vera á málningunni en steinhnullungar á stærð við hnefa liggi út um allt. Haraldur ætlar láta skoða skemmdirnar á húsi sínu og bíl frekar. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sjá meira
Steinum rigndi yfir íbúðarhverfi við Álftanesveg í gær þegar sprengt var fyrir nýju vegstæði í Garðahrauni. Fréttastofa hefur rætt við íbúa í Prýðishverfinu í Garðabæ. Þykir mildi að enginn hafi slasast, en fimm ára gamalt barn var að leik skammt frá og lentu hnullungarnir nálægt því. Annað barn var statt í dyragætt á bílskúr og náði að forða sér inn, þegar steinunum tók að rigna yfir hverfið. Bílar og fleiri hlutir urðu fyrir skemmdum vegna þessa. Að sögn íbúa hafa starfsmenn Íslenskra aðalverktaka, sem vinna verkið beðist afsökunar á þessu. Íbúum var tjáð að hleðslan á sprengjum yrði framvegis fjórum sinnum minni. Fréttastofa hefur rætt við íbúa sem ætla að láta meta hvort eitthvað frekara tjón hafi hlotist af steinaregninu og ætla að leita til tryggingafélaga. Hér að neðan má sjá myndband af sprengingunni.mynd/aðsend„Þeir eru að vinna við Álftanesveginn núna og sprengja hér oft á tíðum,“ segir Haraldur Árnason, íbúi í Mosprýði í Garðabæ. „Hingað til höfum við aðeins orðið vör við smá titring vegna sprenginganna, bara eins og gengur og gerist þegar svona framkvæmdir eru annars vegar. Í gær þá sprengdu þeir 900 rúmmetra sem er mjög óvanalegt. Yfirleitt hafa þeir verið að sprengja í minni skömmtum.“ Haraldur segir að verktakinn sprengi nú nánast alveg upp við húsin í hverfinu. „Sprengingin virðist hafa misheppnast í gær og það rigndi hér steinum yfir hverfið. Það eru skemmdir á húsinu mínu sem og á bílnum hjá okkur. Þetta var mjög öflug sprengja og töluvert af grjóti hafnaði hér upp á þaki. Grjótið fór einnig yfir húsið okkar og yfir í næstu hús.“ Haraldur segir nágranna sinn hafa verið með barn úti í barnavagni þegar sprengingin átti sér stað. Þar hafi hnullungar hafnað í námunda við vagninn.mynd/aðsend„Þetta hefði getað skapað stórkostlega hættu og við fengum lögregluna á svæðið í gær. Lögreglan kallaði til vinnueftirlitið og fóru þeir yfir allan búnað á vinnusvæðinu. Ég hef lítið heyrt hvað kom út úr þeirri skoðun.“ Haraldur segir ennfremur að þetta hafi verið gríðarlega öflug sprenging og að húsið hafi leikið á reiðiskjálfi. „Þeir hjá Íslenskum aðalverktökum viðurkenndu síðar að þeir hefðu líklega sprengt óþarflega mikið í einu. Húsið fékk á sig rosalegt högg og við erum að fá tryggingarfélagið til okkar eftir helgi til þess að kanna hvort það séu einhverjar skemmdir á húsunum í hverfinu,“ segir Haraldur. Hann segir skemmdirnar á húsnæði sínu aðallega vera á málningunni en steinhnullungar á stærð við hnefa liggi út um allt. Haraldur ætlar láta skoða skemmdirnar á húsi sínu og bíl frekar.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sjá meira