„Þetta er ljós í myrkrinu“

Aðstandendur hans vilja opna á umræðu um líffæragjöf og hafa því lagt til að 29. janúar hvert ár verði gerður að degi líffæragjafa. Þann dag gaf Skarphéðinn hina stóru gjöf og þá hófst umræða um líffæragjöf hans, með viðtali á Stöð 2.
Í nýlegu áliti velferðarnefndar styður hún þessa tillögu, en leggst hins vegar gegn frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi um ætlað samþykki til líffæragjafa.
Nánar verður fjallað um þetta og rætt við foreldra Skarphéðins Andra í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.
Tengdar fréttir

Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt"
80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi.

Umfjöllun um líffæragjafir: Ættingjar þurfi ekki að taka erfiða ákvörðun á sorgarstundu
Mikilvægt er að tryggja fleiri líffæragjafa og ein leið til þess er svokallað krafið svar, þar sem fólk skráir afstöðu sína til líffæragjafa til dæmis í ökuskírteini. Velferðarnefnd sagði nauðsynlegt að skoða þessa leið en það hefur þó ekki verið formlega gert.

"Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“
Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi.

Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum
Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar.