Innlent

Gísla Marteini boðið í opinbera heimsókn til Kópavogs til að skoða unaðsreiti þar

Jakob Bjarnar skrifar
Bæjarráð felur bæjarstjóra að bjóða Gísla Marteini og fjölskyldu í helgarferð til Kópavogs og kynna fyrir honum unaðsreiti Kópavogs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að bjóða Gísla Marteini og fjölskyldu í helgarferð til Kópavogs og kynna fyrir honum unaðsreiti Kópavogs.
Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa brugðist við ummælum Gísla Marteins Baldurssonar, sjónvarpsmanns og fyrrverandi borgarfulltrúa, þess efnis að hann hafi af því áhyggjur að ferðamenn villist inn í Kópavog. Á bæjarráðsfundi í gær lagði Ómar Stefánsson Framsóknarflokki fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarráð felur bæjarstjóra að bjóða Gísla Marteini og fjölskyldu í helgarferð til Kópavogs og kynna fyrir honum unaðsreiti Kópavogs og staði sem gætu haft aðdráttarafl fyrir ferðamenn úr 101 og öðrum heimsborgum.“

Bæjarráð samþykkti tillöguna með þremur atkvæðum gegn einu. Ármann Kr. Ólafsson, sjálfur bæjarstjórinn hefur hins vegar efasemdir, svo virðist sem hann hafi lítinn áhuga á að taka á móti Gísla Marteini í opinbera heimsókn til Kópavogs því hann lagði fram eftirfarandi bókun:

„Ég greiði atkvæði gegn þessu enda tel ég að Kópavogsbúar eigi ekki að taka orð Gísla Marteins til sín með þeim hætti sem sumir hafa gert.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×