Innlent

Íslenskur pabbi naglalakkar sig fyrir son sinn

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Hafdís og maðurinn hennar með börnunum.
Hafdís og maðurinn hennar með börnunum.
Faðir átta ára drengs tók upp á því í gær að setja á sig naglalakk svo svo sonur hans sæi að strákar geta alveg verið líka með naglalakk.

"Sonur minn hafði alltaf mjög mikinn áhuga á naglalökkum þegar hann var í leikskóla.

Í dag er hann orðinn átta ára og honum var strítt svo mikið fyrir þetta þegar hann byrjaði í skóla að hann hætti að þora að setja svoleiðis á sig.

Við mæðgurnar vorum að naglalakka okkur um daginn og hann langaði að setja á sig líka en var aðeins á báðum áttum vegna stríðninnar sem hann hafði orðið fyrir.

En þegar pabbi var kominn með naglalakk líka sló hann til.

Úr varð snyrtistund allrar fjölskyldunnar!" Segir Hafdís Magnúsdóttir móðir drengsins. Hún segir frá þessu í facebook-hópnum Kynlegar athugasemdir.

"Ég er orðin alveg 10 númerum ástfangnari af manninum mínum fyrir að losa barnið okkar við þá hugsun sem samfélagið kenndi honum, að naglalakk sé bara fyrir stelpur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×