Norðurþing vill kaupa starfsemi Vísis Jón Júlíus Karlsson skrifar 14. apríl 2014 21:39 Sveitarfélagið Norðurþing stefnir á að kaupa bæði eignir og aflaheimildir útgerðarfyrirtækisins Vísis hf. á Húsavík. Neyðarúrræði segir sveitarstjóri Norðurþings. Bæjarráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum í dag að óska eftir viðræðum um kaup á eignum og aflaheimildum Vísis hf. á Húsavík. Vísir hf. tilkynnti í lok marsmánaðar að fyrirtækið hyggðist hætta allri starfsemi á Djúpavogi, Húsavík og á Þingeyri á næstu mánuðum og færa hana alfarið til Grindavíkur þar sem fyrirtækið er með höfuðstöðvar. Um 150 manns starfa hjá fyrirtækinu í þessum þremur byggðarlögum og hefur þeim verið boðin að flytja með fyrirtækinu til Grindavíkur. „Það er ljóst að við getum ekki horft upp á það sem er að gerast. Þessar aðgerðir, sem eru í nafni hagræðingar, þær stórskaða tvö samfélög, Þingeyri og Djúpavog, og særa okkur verulega,“ segir Bergur Elías Ágústsson, sveitastjóri Norðurþings. „Við teljum í ljósi sögunnar og fyrri samkomulaga að það sé eðlilegt að menn ræði saman. Með því geta báðir aðilar sýnt samfélagslega ábyrgð.“Neyðarúrræði Hætti Vísir starfsemi sinni þá er það gífurlegt áfall fyrir þau þrjú sveitarfélög sem um ræðir. Bergur viðurkennir að það geti reynst áhætta fyrir Norðurþing að ráðast í fjárfestingu af þessari stærðargráðu. „Það er óhætt segja að þetta sé neyðarúrræði. Ef litið er á þessi samfélög og þau lögð saman þá samsvarar þetta því að öllum starfsmönnum á Landspítalanum Háskólasjúkrahús sé sagt upp störfum og þeim boðin vinna á Akureyri,“ segir Bergur Elías.Verja hagsmuni fólksins Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 fyrir skömmu að hann ætlaði að ræða við aðila í sveitarfélögunum þremur áður en fyrirtækið tæki lokaákvörðun. Bergur Atli vonast eftir farsælli niðurstöðu. „Þeir eru að reka sitt fyrirtæki og eflaust að reyna að gera sitt besta,“ segir Bergur Elías. „Þeir hafa gert mistök líkt og margir aðrir. Við erum fyrir fólkið og erum að verja þeirra hagsmuni og ég vona svo sannarlega að báðir aðilar geti komist að ásættanlegri niðurstöðu.“ Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Sveitarfélagið Norðurþing stefnir á að kaupa bæði eignir og aflaheimildir útgerðarfyrirtækisins Vísis hf. á Húsavík. Neyðarúrræði segir sveitarstjóri Norðurþings. Bæjarráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum í dag að óska eftir viðræðum um kaup á eignum og aflaheimildum Vísis hf. á Húsavík. Vísir hf. tilkynnti í lok marsmánaðar að fyrirtækið hyggðist hætta allri starfsemi á Djúpavogi, Húsavík og á Þingeyri á næstu mánuðum og færa hana alfarið til Grindavíkur þar sem fyrirtækið er með höfuðstöðvar. Um 150 manns starfa hjá fyrirtækinu í þessum þremur byggðarlögum og hefur þeim verið boðin að flytja með fyrirtækinu til Grindavíkur. „Það er ljóst að við getum ekki horft upp á það sem er að gerast. Þessar aðgerðir, sem eru í nafni hagræðingar, þær stórskaða tvö samfélög, Þingeyri og Djúpavog, og særa okkur verulega,“ segir Bergur Elías Ágústsson, sveitastjóri Norðurþings. „Við teljum í ljósi sögunnar og fyrri samkomulaga að það sé eðlilegt að menn ræði saman. Með því geta báðir aðilar sýnt samfélagslega ábyrgð.“Neyðarúrræði Hætti Vísir starfsemi sinni þá er það gífurlegt áfall fyrir þau þrjú sveitarfélög sem um ræðir. Bergur viðurkennir að það geti reynst áhætta fyrir Norðurþing að ráðast í fjárfestingu af þessari stærðargráðu. „Það er óhætt segja að þetta sé neyðarúrræði. Ef litið er á þessi samfélög og þau lögð saman þá samsvarar þetta því að öllum starfsmönnum á Landspítalanum Háskólasjúkrahús sé sagt upp störfum og þeim boðin vinna á Akureyri,“ segir Bergur Elías.Verja hagsmuni fólksins Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 fyrir skömmu að hann ætlaði að ræða við aðila í sveitarfélögunum þremur áður en fyrirtækið tæki lokaákvörðun. Bergur Atli vonast eftir farsælli niðurstöðu. „Þeir eru að reka sitt fyrirtæki og eflaust að reyna að gera sitt besta,“ segir Bergur Elías. „Þeir hafa gert mistök líkt og margir aðrir. Við erum fyrir fólkið og erum að verja þeirra hagsmuni og ég vona svo sannarlega að báðir aðilar geti komist að ásættanlegri niðurstöðu.“
Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira