Spá FBL og Vísis: Valur hafnar í 5. sæti 29. apríl 2014 06:00 James Hurst er mættur aftur í Val. Vísir/Anton Er Magnús Gylfason búinn að koma á stöðugleika á Hlíðarenda? Valsmenn fengu ekki til sín nema fimm leikmenn í sumar og misstu fjóra. Þetta þykir ekki mikið á Vodafonevellinum þar sem leikmenn hafa komið og farið í tugatali undanfarin ár. Þeir leikmenn sem Valur hefur fengið styrkja einnig liðið þannig að Valsmenn mæta með öflugra lið til leiks í sumar ef eitthvað er. Stefnan er sett á Evrópusæti sem er eðlilegt en liðið gæti alveg barist aðeins ofar í deildinni ef allt smellur. Valsliðið er vel mannað og með þokkalega breidd en það vantar svolítið afgerandi leikmenn sem geta klárað leikinn upp á eigin spýtur. Það er hætt við því að Valur festist í sama hlutverki og í fyrra, að sigla lygnan sjó í baráttu um 4.-5. sæti en liðið hefur þó burði til að gera betur.Gengi Vals síðustu sex tímabil: 2008 (5. sæti) 2009 (8. sæti) 2010 (7. sæti) 2011 (5. sæti) 2012 (8. sæti) 2013 (5. sæti) Íslandsmeistarar: 20 sinnum (síðast 2007)Bikarmeistarar: 9 sinnum (síðast 2005)Tölur Vals í Pepsi-deildinni 2013: Mörk skoruð: 3. sæti (2,05 í leik) Mörk á sig: 6. sæti (1,41 í leik) Stig heimavelli: 6. sæti (13 af 39,4%) Stig á útivelli: 3. sæti (11 af 60,6%)Nýju mennirnir: Halldór Hermann Jónsson (Fram) James Hurst (Englandi) Kristinn Ingi Halldórsson (Fram) Mads Nielsen (Danmörku)Magnús Gylfason er þjálfari Valsmanna.Vísir/DaníelEINKUNNASPJALDIÐ:Vörnin: 3 stjörnur Það er ekki mikið rót á varnarlínunni sem er gott. James Hurst er kominn aftur sem styrkir liðið og verður Bjarni Ólafur á móti honum í vinstri bakverðinum. Bjarni tók síðasta sumar ekki með neinu trompi eftir heimkomu úr atvinnumennsku en þetta þykir nú ekki amalegt bakvarðapar. Magnús Már Lúðvíksson verður áfram í miðverðinum og við hlið hans verður Daninn ungi Mads Nielsen sem liðið er með í láni frá Bröndby. Nielsen hefur þótt góður á undirbúningstímabilinu en hann er líka einkar lunkinn við að skora mörk. Vörnin var vandamál Vals í toppbaráttunni í fyrra en liðið fékk á sig flest mörk efstu sex liðanna. Það lak inn tíu mörkum í sjö leikjum í Lengjubikarnum sem er þó auðvitað bara undirbúningsmót. Varnarlínan er vel mönnuð og þar geta komið inn fleiri öflugir spilarar á borð við Matarr Jobe en það er ekki alltaf nóg bara að vera með góða leikmenn.Sóknin: 3 stjörnur Enn er beðið eftir því að Valsmenn finni sér alvöru „níu“ eða framherja til að skora mörkin. Nokkrir hafa reynt undanfarin ár en enginn hefur fest sig í sessi sem tíu marka maður og þurfa Valsmenn því að treysta á liðsheildina til að skila mörkum. Það gekk reyndar mjög vel í fyrra því þrátt fyrir að vanta alvöru markaskorara setti liðið 45 mörk, aðeins topplið FH og KR skoruðu fleiri í efstu deild. Markaskorun dreifðist mikið en mest skoruðu Kristinn Freyr Sigurðsson og Daninn Martin Pedersen sem var öflugur undir lok móts. Ragnar Þór Gunnarsson, ungur framherji, fór á kostum í Reykjavíkurmótinu en það hefur alveg slokknað á honum síðan. Magnús þarf annaðhvort að láta hann eða Kolbein Kárason byrja frammi í fyrsta leik. Sóknarleikurinn ætti að styrkjast til muna með komu Kristins Inga Halldórssonar sem kom frá Fram. Hann var meiddur í fyrra en sýndi það fyrir tveimur árum hversu öflugur hann er í sóknarleiknum. Þá mun Kristinn Freyr bara verða betri og Sigurður Egill Lárusson hefur fengið stærra hlutverk á vinstri kantinum.Þjálfarinn: 3 stjörnur Magnús Gylfason tók við Valsliðinu í fyrra og skilaði því í fimmta sæti deildarinnar. Hann var fenginn til að hjálpa við að koma stöðugleika á liðið og það virðist hafa tekist. Magnús er ákveðinn og stendur fast á sínu og þolir ekkert múður eins og sást á Kópavogsvelli í fyrra þar sem Kristinn Freyr Sigurðsson fór grautfúll af velli og var með stæla við þjálfarann. Magnús náði frábærum árangri með ÍBV 2003 og 2004 þegar fáir spáðu liðinu góðu gengi og þá var hann fyrsti maðurinn til að halda Víkingi í úrvalsdeildinni í háa herrans tíð árið 2006. Eftir stutta dvöl í sjónvarpinu réð hann sig til Hauka þar sem hann náði fínum árangri áður en hann var fenginn til Vals. Breiddin: 4 stjörnur Valur hefur á að skipa öflugum hópi og ætti ekki að vera í of miklum vandræðum lendi menn í meiðslum eða leikbönnum. Ólíkt mörgum öðrum liðum geta strákar með reynslu úr úrvalsdeild komið inn á eða inn í liðið þegar aðrir detta út. Þar má nefna stráka eins og Andra Fannar Stefánsson, Matarr Jobe, Indriða Áka Þorláksson og Arnar Svein Geirsson. Auðvitað munu þessir leikmenn fá sín tækifæri í byrjunarliðinu en ljóst er að Magnús og samstarfsmenn hans hafa úr nógu að velja í sumar.Liðsstyrkurinn: 3 stjörnur Valur gæti hafa gert ein af kaupum mótsins í Kristni Inga Halldórssyni ef hann verður jafn öflugur fyrir Val og hann var fyrir Fram sumarið 2012. Þá raðaði þessi eldfljóti framherji inn mörkum en tímabilið í fyrra var erfitt fyrir hann vegna meiðsla. Valsmenn fengu annan sterkan spilara frá Fram, miðjumanninn Halldór Hermann Jónsson. Halldór var ekki líkur sjálfum sér í fyrra en það er spurning hvað nýtt umhverfi gerir fyrir hann. Þá hefur liðið fengið James Hurst sem fyrr segir og danska varnarmanninn Mads Nielsen sem menn menn láta vel af.Hefðin: 4 stjörnur Valsmenn hafa nú verið samfleytt í efstu deild frá 2005 eftir að liðið hætti hoppi og skoppi á milli deilda. Liðið varð bikarmeistari 2005 og Íslandsmeistari 2007 og hefur aftur fest sig í sessi á meðal bestu liða landsins. Fótboltahefðin er auðvitað rík á Hlíðarenda og þar heimta menn árangur og gera oftar en ekki allt hvað þeir geta svo hann náist. Liðið er líklega ekki nógu gott til að verða Íslandsmeistari í ár en stöðugleikinn er eitthvað sem Valsmenn eiga að fagna.Haukur Páll Sigurðsson.Vísir/VilhelmLykilmaðurinn: Haukur Páll Sigurðsson Verið einn albesti miðjumaður deildarinnar undanfarin ár og verður það eflaust áfram. Sterkur og vinnusamur miðjumaður sem getur tekið yfir miðsvæðið með krafti sínum og dugnaði sé hann í stuði. Haukur er líka drjúgur þegar kemur að því að skora mörk. Hann er mjög öflugur í loftinu og nýtir það bæði í skallaeinvígum á miðsvæðinu og í föstum leikatriðum í teignum. Sigurbjörn Hreiðarsson, goðsögn í lifanda lífi á Hlíðarenda, sagði eitt sinn um Hauk Pál: „Hann er svona gæi sem ég horfi í augun á og veit að hann er klár að berjast með mér í 90 mínútur.“Kristinn Freyr Sigurðsson.Vísir/DaníelFylgstu með þessum: Kristinn Freyr Sigurðsson Hann er fæddur 1991 og á sínu þriðja ári með Val eftir komu sína frá Fjölni. Kristinn byrjaði sumarið ekki vel í fyrra og var orðrómur uppi um að félagið ætlaði að láta hann fara þegar glugginn var opnaður í júní í fyrra. Hann fór ekkert heldur varð bara betri og skilaði á endanum fimm mörkum af miðjunni. Kristinn hefur fengið stærra hlutverk í Valsliðinu og mun verða lykilmaður á miðjunni í sumar. Hann er einn af þeim leikmönnum sem gætu algjörlega sprungið út í sumar.Spá Vísis og Fréttablaðsins fyrir Pepsi-deild karla sumarið 2014: 1. sæti ??? 2. sæti ??? 3. sæti ??? 4. sæti ??? 5. sæti Valur 6. sæti ÍBV 7. sæti Þór 8. sæti Fram 9. sæti Keflavík 10. sæti Víkingur 11. sæti Fylkir 12. sæti FjölnirGrafík/Fréttablaðið Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Fótbolti Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Sport Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum Körfubolti Fleiri fréttir Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ „Þetta kjaftæði, það stoppar ekki Kópavoginn“ „Höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum“ „Langbesta liðið í þessari deild“ Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Blikar þurftu að gera breytingu eftir slæman árekstur Sjá meira
Er Magnús Gylfason búinn að koma á stöðugleika á Hlíðarenda? Valsmenn fengu ekki til sín nema fimm leikmenn í sumar og misstu fjóra. Þetta þykir ekki mikið á Vodafonevellinum þar sem leikmenn hafa komið og farið í tugatali undanfarin ár. Þeir leikmenn sem Valur hefur fengið styrkja einnig liðið þannig að Valsmenn mæta með öflugra lið til leiks í sumar ef eitthvað er. Stefnan er sett á Evrópusæti sem er eðlilegt en liðið gæti alveg barist aðeins ofar í deildinni ef allt smellur. Valsliðið er vel mannað og með þokkalega breidd en það vantar svolítið afgerandi leikmenn sem geta klárað leikinn upp á eigin spýtur. Það er hætt við því að Valur festist í sama hlutverki og í fyrra, að sigla lygnan sjó í baráttu um 4.-5. sæti en liðið hefur þó burði til að gera betur.Gengi Vals síðustu sex tímabil: 2008 (5. sæti) 2009 (8. sæti) 2010 (7. sæti) 2011 (5. sæti) 2012 (8. sæti) 2013 (5. sæti) Íslandsmeistarar: 20 sinnum (síðast 2007)Bikarmeistarar: 9 sinnum (síðast 2005)Tölur Vals í Pepsi-deildinni 2013: Mörk skoruð: 3. sæti (2,05 í leik) Mörk á sig: 6. sæti (1,41 í leik) Stig heimavelli: 6. sæti (13 af 39,4%) Stig á útivelli: 3. sæti (11 af 60,6%)Nýju mennirnir: Halldór Hermann Jónsson (Fram) James Hurst (Englandi) Kristinn Ingi Halldórsson (Fram) Mads Nielsen (Danmörku)Magnús Gylfason er þjálfari Valsmanna.Vísir/DaníelEINKUNNASPJALDIÐ:Vörnin: 3 stjörnur Það er ekki mikið rót á varnarlínunni sem er gott. James Hurst er kominn aftur sem styrkir liðið og verður Bjarni Ólafur á móti honum í vinstri bakverðinum. Bjarni tók síðasta sumar ekki með neinu trompi eftir heimkomu úr atvinnumennsku en þetta þykir nú ekki amalegt bakvarðapar. Magnús Már Lúðvíksson verður áfram í miðverðinum og við hlið hans verður Daninn ungi Mads Nielsen sem liðið er með í láni frá Bröndby. Nielsen hefur þótt góður á undirbúningstímabilinu en hann er líka einkar lunkinn við að skora mörk. Vörnin var vandamál Vals í toppbaráttunni í fyrra en liðið fékk á sig flest mörk efstu sex liðanna. Það lak inn tíu mörkum í sjö leikjum í Lengjubikarnum sem er þó auðvitað bara undirbúningsmót. Varnarlínan er vel mönnuð og þar geta komið inn fleiri öflugir spilarar á borð við Matarr Jobe en það er ekki alltaf nóg bara að vera með góða leikmenn.Sóknin: 3 stjörnur Enn er beðið eftir því að Valsmenn finni sér alvöru „níu“ eða framherja til að skora mörkin. Nokkrir hafa reynt undanfarin ár en enginn hefur fest sig í sessi sem tíu marka maður og þurfa Valsmenn því að treysta á liðsheildina til að skila mörkum. Það gekk reyndar mjög vel í fyrra því þrátt fyrir að vanta alvöru markaskorara setti liðið 45 mörk, aðeins topplið FH og KR skoruðu fleiri í efstu deild. Markaskorun dreifðist mikið en mest skoruðu Kristinn Freyr Sigurðsson og Daninn Martin Pedersen sem var öflugur undir lok móts. Ragnar Þór Gunnarsson, ungur framherji, fór á kostum í Reykjavíkurmótinu en það hefur alveg slokknað á honum síðan. Magnús þarf annaðhvort að láta hann eða Kolbein Kárason byrja frammi í fyrsta leik. Sóknarleikurinn ætti að styrkjast til muna með komu Kristins Inga Halldórssonar sem kom frá Fram. Hann var meiddur í fyrra en sýndi það fyrir tveimur árum hversu öflugur hann er í sóknarleiknum. Þá mun Kristinn Freyr bara verða betri og Sigurður Egill Lárusson hefur fengið stærra hlutverk á vinstri kantinum.Þjálfarinn: 3 stjörnur Magnús Gylfason tók við Valsliðinu í fyrra og skilaði því í fimmta sæti deildarinnar. Hann var fenginn til að hjálpa við að koma stöðugleika á liðið og það virðist hafa tekist. Magnús er ákveðinn og stendur fast á sínu og þolir ekkert múður eins og sást á Kópavogsvelli í fyrra þar sem Kristinn Freyr Sigurðsson fór grautfúll af velli og var með stæla við þjálfarann. Magnús náði frábærum árangri með ÍBV 2003 og 2004 þegar fáir spáðu liðinu góðu gengi og þá var hann fyrsti maðurinn til að halda Víkingi í úrvalsdeildinni í háa herrans tíð árið 2006. Eftir stutta dvöl í sjónvarpinu réð hann sig til Hauka þar sem hann náði fínum árangri áður en hann var fenginn til Vals. Breiddin: 4 stjörnur Valur hefur á að skipa öflugum hópi og ætti ekki að vera í of miklum vandræðum lendi menn í meiðslum eða leikbönnum. Ólíkt mörgum öðrum liðum geta strákar með reynslu úr úrvalsdeild komið inn á eða inn í liðið þegar aðrir detta út. Þar má nefna stráka eins og Andra Fannar Stefánsson, Matarr Jobe, Indriða Áka Þorláksson og Arnar Svein Geirsson. Auðvitað munu þessir leikmenn fá sín tækifæri í byrjunarliðinu en ljóst er að Magnús og samstarfsmenn hans hafa úr nógu að velja í sumar.Liðsstyrkurinn: 3 stjörnur Valur gæti hafa gert ein af kaupum mótsins í Kristni Inga Halldórssyni ef hann verður jafn öflugur fyrir Val og hann var fyrir Fram sumarið 2012. Þá raðaði þessi eldfljóti framherji inn mörkum en tímabilið í fyrra var erfitt fyrir hann vegna meiðsla. Valsmenn fengu annan sterkan spilara frá Fram, miðjumanninn Halldór Hermann Jónsson. Halldór var ekki líkur sjálfum sér í fyrra en það er spurning hvað nýtt umhverfi gerir fyrir hann. Þá hefur liðið fengið James Hurst sem fyrr segir og danska varnarmanninn Mads Nielsen sem menn menn láta vel af.Hefðin: 4 stjörnur Valsmenn hafa nú verið samfleytt í efstu deild frá 2005 eftir að liðið hætti hoppi og skoppi á milli deilda. Liðið varð bikarmeistari 2005 og Íslandsmeistari 2007 og hefur aftur fest sig í sessi á meðal bestu liða landsins. Fótboltahefðin er auðvitað rík á Hlíðarenda og þar heimta menn árangur og gera oftar en ekki allt hvað þeir geta svo hann náist. Liðið er líklega ekki nógu gott til að verða Íslandsmeistari í ár en stöðugleikinn er eitthvað sem Valsmenn eiga að fagna.Haukur Páll Sigurðsson.Vísir/VilhelmLykilmaðurinn: Haukur Páll Sigurðsson Verið einn albesti miðjumaður deildarinnar undanfarin ár og verður það eflaust áfram. Sterkur og vinnusamur miðjumaður sem getur tekið yfir miðsvæðið með krafti sínum og dugnaði sé hann í stuði. Haukur er líka drjúgur þegar kemur að því að skora mörk. Hann er mjög öflugur í loftinu og nýtir það bæði í skallaeinvígum á miðsvæðinu og í föstum leikatriðum í teignum. Sigurbjörn Hreiðarsson, goðsögn í lifanda lífi á Hlíðarenda, sagði eitt sinn um Hauk Pál: „Hann er svona gæi sem ég horfi í augun á og veit að hann er klár að berjast með mér í 90 mínútur.“Kristinn Freyr Sigurðsson.Vísir/DaníelFylgstu með þessum: Kristinn Freyr Sigurðsson Hann er fæddur 1991 og á sínu þriðja ári með Val eftir komu sína frá Fjölni. Kristinn byrjaði sumarið ekki vel í fyrra og var orðrómur uppi um að félagið ætlaði að láta hann fara þegar glugginn var opnaður í júní í fyrra. Hann fór ekkert heldur varð bara betri og skilaði á endanum fimm mörkum af miðjunni. Kristinn hefur fengið stærra hlutverk í Valsliðinu og mun verða lykilmaður á miðjunni í sumar. Hann er einn af þeim leikmönnum sem gætu algjörlega sprungið út í sumar.Spá Vísis og Fréttablaðsins fyrir Pepsi-deild karla sumarið 2014: 1. sæti ??? 2. sæti ??? 3. sæti ??? 4. sæti ??? 5. sæti Valur 6. sæti ÍBV 7. sæti Þór 8. sæti Fram 9. sæti Keflavík 10. sæti Víkingur 11. sæti Fylkir 12. sæti FjölnirGrafík/Fréttablaðið
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Fótbolti Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Sport Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum Körfubolti Fleiri fréttir Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ „Þetta kjaftæði, það stoppar ekki Kópavoginn“ „Höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum“ „Langbesta liðið í þessari deild“ Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Blikar þurftu að gera breytingu eftir slæman árekstur Sjá meira
Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum Körfubolti
Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum Körfubolti