"Viagra er orðið partílyf“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. apríl 2014 15:46 Sala á Viagra hefur aukist um 120% á síðustu fjórum árum. „Það er að færast í aukana að unglingspiltar - og í raun karlmenn yfirhöfuð – noti stinningarlyf á djamminu,“ segir Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur. Viagra og samheitalyfið Kamagra eru að sögn hennar orðin partílyf hjá framhaldsskólanemum – bæði drengjum og stúlkum, sem sæki jafnvel fyrirmyndir í persónur gamþáttarins Sex and the City sem hafa notað lyfið með að því er virðist jákvæðum afleiðingum. Sala á Viagra hefur aukist um 120% á síðustu fjórum árum. „Spurðu hvaða framhaldsskólanema sem er, það hafa allir heyrt um Kamagra. Ef þeir hafa ekki prófað það, þekkja þeir einhvern sem er að nota það eða selja það,“ segir Sigga Dögg. Hún segir þetta varhugaverða þróun, stinningarlyf hafi aukaverkanir og ekki eigi að drekka áfengi samhliða því að taka lyfin - og setur spurningamerki við tilgang þess.Salan margfaldast Sala á stinningarlyfinu Viagra hefur margfaldast á undanförnum árum. Árið 2009 voru rúmlega 82 þúsund skammtar af lyfinu seldir. Í fyrra, fjórum árum seinna, seldust rúmlega 180 þúsund skammtar; 120 prósenta aukning. Sala á Viagra á Íslandi er sambærileg tölum frá Danmörku. Salan, sé miðað við höfðatölu, er mjög lík hér og í Danmörku.Sigga Dögg.Halda að lyfið geri þær graðari Sigga Dögg segir þetta vera orðið vandamál. „Já, ég hef margoft heyrt framhaldsskólanema tala um að þeir eigi í vandræðum með að ná honum upp eftir djammið og þá séu stinningarlyf svarið. Þeim finnst það eftirsóknarvert að vera með holdris í lengri, lengri tíma. Svo hafa stelpur líka verið að prófa þetta. Einhverjar hafa talað um Viagra geti gert þær graðari eða næmari, eða bætt fullnæginu þeirra.“ Í því samhengi bendir Sigga Dögg á að í hinum vinsæla gamanþætti Sex and the City sé taki ein aðalpersónan, hin geðþekka Samantha, Viagra með þeim afleiðingum að fullnæging hennar verður afar tilþrifamikil. „Já, Sex and the City gerði þetta ódauðlegt. Stúlkum þykir þetta orðið sport. Það eru til bleikar töflur sem þær taka.“ Hér að neðan má sjá atriðið úr Sex and the City.Hættulegt að blanda þessu við áfengi Sigga Dögg bendir á að það geti reynst varasamt að taka stinningarlyf ofan í áfengi. „Svo eru einhverjir kannski að blanda áfenginu sínu í orkudrykki og þá verður þetta mjög varhugavert.“ Þekktar aukaverkanir við notkun á Viagra eru höfuðverkur, meltingatruflanir, nefstífla, yfirlið, hjarsláttatruflanir, langvarandi stinning og fleira. Aukaverkanirnar tengjast stærð skammtsins sem er tekinn. Sigga Dögg setur spurningamerki við þessar hugmyndir að taka stinningarlyf til þess að geta sofið hjá eftir að hafa farið út á lífið. „Kynlíf á ekki að snúast um að endast lengi. Það er ekki hollt að koma heim af djamminu og þurfa að taka pillur til að ná honum upp. Þá eru engar forsendur til samræðis.“ Sigga Dögg fjallar nánar um þetta í vikulegum pistli sínum í Fréttablaðinu á morgun. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
„Það er að færast í aukana að unglingspiltar - og í raun karlmenn yfirhöfuð – noti stinningarlyf á djamminu,“ segir Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur. Viagra og samheitalyfið Kamagra eru að sögn hennar orðin partílyf hjá framhaldsskólanemum – bæði drengjum og stúlkum, sem sæki jafnvel fyrirmyndir í persónur gamþáttarins Sex and the City sem hafa notað lyfið með að því er virðist jákvæðum afleiðingum. Sala á Viagra hefur aukist um 120% á síðustu fjórum árum. „Spurðu hvaða framhaldsskólanema sem er, það hafa allir heyrt um Kamagra. Ef þeir hafa ekki prófað það, þekkja þeir einhvern sem er að nota það eða selja það,“ segir Sigga Dögg. Hún segir þetta varhugaverða þróun, stinningarlyf hafi aukaverkanir og ekki eigi að drekka áfengi samhliða því að taka lyfin - og setur spurningamerki við tilgang þess.Salan margfaldast Sala á stinningarlyfinu Viagra hefur margfaldast á undanförnum árum. Árið 2009 voru rúmlega 82 þúsund skammtar af lyfinu seldir. Í fyrra, fjórum árum seinna, seldust rúmlega 180 þúsund skammtar; 120 prósenta aukning. Sala á Viagra á Íslandi er sambærileg tölum frá Danmörku. Salan, sé miðað við höfðatölu, er mjög lík hér og í Danmörku.Sigga Dögg.Halda að lyfið geri þær graðari Sigga Dögg segir þetta vera orðið vandamál. „Já, ég hef margoft heyrt framhaldsskólanema tala um að þeir eigi í vandræðum með að ná honum upp eftir djammið og þá séu stinningarlyf svarið. Þeim finnst það eftirsóknarvert að vera með holdris í lengri, lengri tíma. Svo hafa stelpur líka verið að prófa þetta. Einhverjar hafa talað um Viagra geti gert þær graðari eða næmari, eða bætt fullnæginu þeirra.“ Í því samhengi bendir Sigga Dögg á að í hinum vinsæla gamanþætti Sex and the City sé taki ein aðalpersónan, hin geðþekka Samantha, Viagra með þeim afleiðingum að fullnæging hennar verður afar tilþrifamikil. „Já, Sex and the City gerði þetta ódauðlegt. Stúlkum þykir þetta orðið sport. Það eru til bleikar töflur sem þær taka.“ Hér að neðan má sjá atriðið úr Sex and the City.Hættulegt að blanda þessu við áfengi Sigga Dögg bendir á að það geti reynst varasamt að taka stinningarlyf ofan í áfengi. „Svo eru einhverjir kannski að blanda áfenginu sínu í orkudrykki og þá verður þetta mjög varhugavert.“ Þekktar aukaverkanir við notkun á Viagra eru höfuðverkur, meltingatruflanir, nefstífla, yfirlið, hjarsláttatruflanir, langvarandi stinning og fleira. Aukaverkanirnar tengjast stærð skammtsins sem er tekinn. Sigga Dögg setur spurningamerki við þessar hugmyndir að taka stinningarlyf til þess að geta sofið hjá eftir að hafa farið út á lífið. „Kynlíf á ekki að snúast um að endast lengi. Það er ekki hollt að koma heim af djamminu og þurfa að taka pillur til að ná honum upp. Þá eru engar forsendur til samræðis.“ Sigga Dögg fjallar nánar um þetta í vikulegum pistli sínum í Fréttablaðinu á morgun.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira