„Málinu er lokið og snýr umræddur kennari aftur til starfa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2014 12:43 visir/daníel Hildur Hafstað, skólastjóri Vesturbæjarskóla, sendi í morgun tölvupóst á alla foreldra barna í skólanum vegna máls þar sem kennari í Vesturbæjarskóla, sem sakaður hefur verið um einelti, mun snúa aftur til starfa næstkomandi föstudag. Kennarinn var sendur í leyfi í lok síðastliðins september þegar ákveðið var að fá óháða aðila til að rannsaka málið. Fram kom í frétt Vísis frá því í gær að hvorki foreldrum umrædds barns, sem varð fyrir meintu einelti, né lögmanni þeirra var gert grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar, né hvort þær liggi fyrir. Í tölvupóstinum kemur fram að mál umrædds kennara hafi verið skoðað og liggi fyrir niðurstöður Barnaverndar Reykjavíkur, fagráðs eineltismála í grunnskólum og úttektarskýrsla sem óháðir aðilar unnu fyrir skóla- og frístundasvið. „Stjórnendur Vesturbæjarskóla hafa farið yfir málið og tekið efnislega afstöðu í því í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Málinu er því lokið af hálfu Vesturbæjarskóla og snýr umræddur kennari aftur til starfa. Foreldrar viðkomandi nemenda hafa verið upplýstir um það,“ segir í bréfinu. Hildur tekur það fram í bréfi sínu til foreldra að hún vilji taka það fram að hún sé bundin trúnaði í þessu máli sem og öðrum málum sem snúi að einstaka nemendum og starfsmönnum skólans. Hér að neðan má lesa tölvupóstinn í heild sinni:Til upplýsingar fyrir foreldra/forsjáraðilaVegna fyrirspurna sem mér hafa borist frá foreldrum og umfjöllunar fjölmiðla um mál kennara við Vesturbæjarskóla, vil ég upplýsa ykkur um eftirfarandi;Mál umrædds kennara hefur verið skoðað og nú liggja fyrir niðurstöður Barnaverndar Reykjavíkur, fagráðs eineltismála í grunnskólum og úttektarskýrsla sem óháðir aðilar unnu fyrir skóla- og frístundasvið. Stjórnendur Vesturbæjarskóla hafa farið yfir málið og tekið efnislega afstöðu í því í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Málinu er því lokið af hálfu Vesturbæjarskóla og snýr umræddur kennari aftur til starfa. Foreldrar viðkomandi nemenda hafa verið upplýstir um það. Skóla- og frístundasvið hefur jafnframt farið yfir meðferð mála sem þessara, endurskoðað verkferla og leiðbeint skólastjórnendum Reykjavíkurborgar þar að lútandi.Ég vil taka fram að ég er bundin trúnaði í þessu máli sem og öðru sem snýr að einstaka nemendum og starfsmönnum skólans. Aðrir en aðilar þessa máls geta ekki fengið frekari upplýsingar eða gögn um það, svo sem um lyktir málsins. Er í því sambandi vísað til ákvæðis 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem fram kemur hvaða upplýsingar má afhenda um starfsmenn stjórnvalda.Það er einlæg von mín að þetta erfiða mál spilli ekki því gagnkvæma trausti sem hefur ríkt í skólanum og að við getum í sameiningu haldið áfram okkar góða samstarfi í öruggu skólasamfélagi.Hildur Hafstað skólastjóri Tengdar fréttir Kennari settur í leyfi: Barnaverndarnefnd rannsaki einelti í Vesturbæjarskóla Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hefur óskað eftir því við Barnavernd Reykjavíkur að ásakanir um ofbeldi og einelti eins kennara í Vesturbæjarskóla verði teknar til könnunar á grundvelli barnaverndarlaga. 25. september 2013 11:28 Kennari í Vesturbæjarskóla talinn leggja nemendur í einelti Foreldrar barna í Vesturbæjarskóla munu fara fram á formlega rannsókn barnaverndaryfirvalda á meintu einelti kennara í garð barna við skólann. Skólastjórnendur hafa, að sögn foreldra, vikið sér undan í málinu og þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir starfar kennarinn ennþá við skólann 20. september 2013 19:03 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Hildur Hafstað, skólastjóri Vesturbæjarskóla, sendi í morgun tölvupóst á alla foreldra barna í skólanum vegna máls þar sem kennari í Vesturbæjarskóla, sem sakaður hefur verið um einelti, mun snúa aftur til starfa næstkomandi föstudag. Kennarinn var sendur í leyfi í lok síðastliðins september þegar ákveðið var að fá óháða aðila til að rannsaka málið. Fram kom í frétt Vísis frá því í gær að hvorki foreldrum umrædds barns, sem varð fyrir meintu einelti, né lögmanni þeirra var gert grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar, né hvort þær liggi fyrir. Í tölvupóstinum kemur fram að mál umrædds kennara hafi verið skoðað og liggi fyrir niðurstöður Barnaverndar Reykjavíkur, fagráðs eineltismála í grunnskólum og úttektarskýrsla sem óháðir aðilar unnu fyrir skóla- og frístundasvið. „Stjórnendur Vesturbæjarskóla hafa farið yfir málið og tekið efnislega afstöðu í því í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Málinu er því lokið af hálfu Vesturbæjarskóla og snýr umræddur kennari aftur til starfa. Foreldrar viðkomandi nemenda hafa verið upplýstir um það,“ segir í bréfinu. Hildur tekur það fram í bréfi sínu til foreldra að hún vilji taka það fram að hún sé bundin trúnaði í þessu máli sem og öðrum málum sem snúi að einstaka nemendum og starfsmönnum skólans. Hér að neðan má lesa tölvupóstinn í heild sinni:Til upplýsingar fyrir foreldra/forsjáraðilaVegna fyrirspurna sem mér hafa borist frá foreldrum og umfjöllunar fjölmiðla um mál kennara við Vesturbæjarskóla, vil ég upplýsa ykkur um eftirfarandi;Mál umrædds kennara hefur verið skoðað og nú liggja fyrir niðurstöður Barnaverndar Reykjavíkur, fagráðs eineltismála í grunnskólum og úttektarskýrsla sem óháðir aðilar unnu fyrir skóla- og frístundasvið. Stjórnendur Vesturbæjarskóla hafa farið yfir málið og tekið efnislega afstöðu í því í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Málinu er því lokið af hálfu Vesturbæjarskóla og snýr umræddur kennari aftur til starfa. Foreldrar viðkomandi nemenda hafa verið upplýstir um það. Skóla- og frístundasvið hefur jafnframt farið yfir meðferð mála sem þessara, endurskoðað verkferla og leiðbeint skólastjórnendum Reykjavíkurborgar þar að lútandi.Ég vil taka fram að ég er bundin trúnaði í þessu máli sem og öðru sem snýr að einstaka nemendum og starfsmönnum skólans. Aðrir en aðilar þessa máls geta ekki fengið frekari upplýsingar eða gögn um það, svo sem um lyktir málsins. Er í því sambandi vísað til ákvæðis 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem fram kemur hvaða upplýsingar má afhenda um starfsmenn stjórnvalda.Það er einlæg von mín að þetta erfiða mál spilli ekki því gagnkvæma trausti sem hefur ríkt í skólanum og að við getum í sameiningu haldið áfram okkar góða samstarfi í öruggu skólasamfélagi.Hildur Hafstað skólastjóri
Tengdar fréttir Kennari settur í leyfi: Barnaverndarnefnd rannsaki einelti í Vesturbæjarskóla Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hefur óskað eftir því við Barnavernd Reykjavíkur að ásakanir um ofbeldi og einelti eins kennara í Vesturbæjarskóla verði teknar til könnunar á grundvelli barnaverndarlaga. 25. september 2013 11:28 Kennari í Vesturbæjarskóla talinn leggja nemendur í einelti Foreldrar barna í Vesturbæjarskóla munu fara fram á formlega rannsókn barnaverndaryfirvalda á meintu einelti kennara í garð barna við skólann. Skólastjórnendur hafa, að sögn foreldra, vikið sér undan í málinu og þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir starfar kennarinn ennþá við skólann 20. september 2013 19:03 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Kennari settur í leyfi: Barnaverndarnefnd rannsaki einelti í Vesturbæjarskóla Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hefur óskað eftir því við Barnavernd Reykjavíkur að ásakanir um ofbeldi og einelti eins kennara í Vesturbæjarskóla verði teknar til könnunar á grundvelli barnaverndarlaga. 25. september 2013 11:28
Kennari í Vesturbæjarskóla talinn leggja nemendur í einelti Foreldrar barna í Vesturbæjarskóla munu fara fram á formlega rannsókn barnaverndaryfirvalda á meintu einelti kennara í garð barna við skólann. Skólastjórnendur hafa, að sögn foreldra, vikið sér undan í málinu og þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir starfar kennarinn ennþá við skólann 20. september 2013 19:03