Erlent

Rob Ford í meðferð

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Óvissa er sögð um stöðu framboðs Fords til endurkjörs.
Óvissa er sögð um stöðu framboðs Fords til endurkjörs. vísir/ap
Rob Ford, borgarstjóri í Toronto í Kanada, fór í gær í leyfi til að hefja meðferð við eiturlyfjafíkn. Þetta gerist í kjölfar þess að upp dúkkaði annað myndband þar sem hann sést reykja krakk.

Óvissa er sögð um stöðu framboðs Fords til endurkjörs. Kallað hefur verið eftir afsögn hans, en í tilkynningu frá Ford á miðvikudag sagðist hann taka sér ótímabundið leyfi, bæði frá embætti og framboði.

Ford tiltók ekki hvernig hjálpar hann ætlaði að leita sér, en móðir hans og lögmaður sögðu hann á leið í meðferð.


Tengdar fréttir

Rob Ford ofurölvi á skyndibitastað

Hinn skrautlegi borgarstjóri Toronto Rob Ford kom sér enn einu sinni í fréttirnar vestanhafs þegar myndband náðist af honum ölvuðum á skyndibitastað á sunndaginn.

Borgarstjórinn í Toronto einangraður

"Við þurfum bara að búa til box utan um borgarstjórann til þess að geta komið hlutunum í verk,” segir borgarráðsmaður.

Rob Ford stal sæti tónlistarmanns

Frægasti borgarstjóri heims, Rob Ford, borgarstjóri í Toronto, getur ekki hætt að koma sér í fréttirnar af röngum ástæðum.

Rob Ford ekki af baki dottinn

Rob Ford, sem var sviptur völdum sem borgarstjóri Toronto í skugga ásakana um spillingu og fíkniefnamisferli, er ekki af baki dottinn og hefur hafið baráttu sína til endurkjörs í embætti borgarstjóra.

Rob Ford sviptur völdum í Toronto

Borgarstjórnin í Toronto í Kanada ákvað í gær að svipta borgarstjórann Rob Ford nær öllum völdum sínum. Ford hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu daga en hann hefur meðal annars viðurkennt að hafa reykt krakk í borgarstjóratíð sinni auk þess sem myndband birtist af honum þar sem hann hótar manni kvalarfullum dauðdaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×