Björn Blöndal vill taka við borgarstjórastólnum Hjörtur Hjartarson skrifar 1. maí 2014 19:30 Oddviti Bjartrar Framtíðar í Reykjavík hefur ekki áhyggjur af því að flokkur hans mælist nú með þriðjungi minna fylgi en Besti flokkurinn fékk í kosningunum fyrir fjórum árum. Björt framtíð myndi tapa tveimur borgarfulltrúum ef gengið yrði til kosninga nú en Samfylkingin bætti við sig einum. Þetta kemur fram í nýrri könnun Fréttablaðsins. Samkvæmt könnuninni er Sjálfstæðisflokkurinn á ný orðinn stærsti flokkur borgarinnar og mælist nú með 27 prósenta fylgi samanborið við 23 prósent í mars. Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og bætir við sig manni ef fram heldur sem horfir. Björt Framtíð, sem reist var á grunni Besta flokksins fékk tæplega 35 prósenta fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum og sex borgarfulltrúa en mælist nú með 21 komma 6 prósent og fjóra borgarfulltrúa. Píratar myndu fá einn borgarfulltrúa og Vinstri Grænir halda sínum. Framsókn og Dögun ná ekki inn manni samkvæmt könnuninni. Björn Blöndal hefur ekki áhyggjur af stöðu mála en hann telur að fylgið muni aukast á ný þegar kjósendur fara yfir verk núverandi meirihluta. „Við höfum staðið fyrir mikilvægum breytingum hér í borginni. Við komum inn með gleði, baráttu og heiðarleika. Hvernig við tókum á málum Orkuveitunnar er gott dæmi um það,“ segir Björn.vísir/vilhelmBorgarstjóraefni Samfylkingarinnar, Dagur B. Eggertsson tekur í sama streng og segir ánægju borgarbúa eiga eftir að skila sér í auknu fylgi. „Það hefur gengið vel. Fólk vill frið og stöðugleika í borginni. Fólk veit hvað það hefur,“ segir Dagur sem nýtur stuðnings 57 prósent borgarbúa til að taka við af Jóni Gnarr. „Kjósendur ráða því algjörlega. Ef fólk vill að ég verði borgarstjóri verður það að kjósa Samfylkinguna.“ Björn Blöndal hefur líka áhuga á starfinu. „Ég er borgarstjóraefni flokksins og vissulega vildi ég að ég fengi umboð til þess. Ég ætla hinsvegar ekki að láta þessar vangaveltur trufla mig núna, um nóg annað er að hugsa næstu daga,“ segir Björn. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Oddviti Bjartrar Framtíðar í Reykjavík hefur ekki áhyggjur af því að flokkur hans mælist nú með þriðjungi minna fylgi en Besti flokkurinn fékk í kosningunum fyrir fjórum árum. Björt framtíð myndi tapa tveimur borgarfulltrúum ef gengið yrði til kosninga nú en Samfylkingin bætti við sig einum. Þetta kemur fram í nýrri könnun Fréttablaðsins. Samkvæmt könnuninni er Sjálfstæðisflokkurinn á ný orðinn stærsti flokkur borgarinnar og mælist nú með 27 prósenta fylgi samanborið við 23 prósent í mars. Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og bætir við sig manni ef fram heldur sem horfir. Björt Framtíð, sem reist var á grunni Besta flokksins fékk tæplega 35 prósenta fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum og sex borgarfulltrúa en mælist nú með 21 komma 6 prósent og fjóra borgarfulltrúa. Píratar myndu fá einn borgarfulltrúa og Vinstri Grænir halda sínum. Framsókn og Dögun ná ekki inn manni samkvæmt könnuninni. Björn Blöndal hefur ekki áhyggjur af stöðu mála en hann telur að fylgið muni aukast á ný þegar kjósendur fara yfir verk núverandi meirihluta. „Við höfum staðið fyrir mikilvægum breytingum hér í borginni. Við komum inn með gleði, baráttu og heiðarleika. Hvernig við tókum á málum Orkuveitunnar er gott dæmi um það,“ segir Björn.vísir/vilhelmBorgarstjóraefni Samfylkingarinnar, Dagur B. Eggertsson tekur í sama streng og segir ánægju borgarbúa eiga eftir að skila sér í auknu fylgi. „Það hefur gengið vel. Fólk vill frið og stöðugleika í borginni. Fólk veit hvað það hefur,“ segir Dagur sem nýtur stuðnings 57 prósent borgarbúa til að taka við af Jóni Gnarr. „Kjósendur ráða því algjörlega. Ef fólk vill að ég verði borgarstjóri verður það að kjósa Samfylkinguna.“ Björn Blöndal hefur líka áhuga á starfinu. „Ég er borgarstjóraefni flokksins og vissulega vildi ég að ég fengi umboð til þess. Ég ætla hinsvegar ekki að láta þessar vangaveltur trufla mig núna, um nóg annað er að hugsa næstu daga,“ segir Björn.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira