Innlent

Meirihlutinn fallinn í Kópavogi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Birkir Jón Jónsson leiðtogi Framsóknarmanna í Kópavogi virðist ekki eiga hljómgrunn.
Birkir Jón Jónsson leiðtogi Framsóknarmanna í Kópavogi virðist ekki eiga hljómgrunn. visir/gva
Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi er í sókn og bætir við sig einum manni samkvæmt nýrri könnun Morgunblaðsins sem greint er frá í dag.

Meirihlutinn í bænum, sem skipaður er fulltrúm Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Yfsilon-lista, er hinsvegar fallinn. Framsókn tapar sínum manni og yfsilon listinn býður ekki fram í þetta skiptið. Þá missir Næstbesti flokkurinn sinn mann.

Samkvæmt könnuninni fá sjálfstæðismenn fimm menn í bæjarstjórn, Samfylkingin tvo, Björt framtíð tvo, Píratar einn og Vinstri græn einn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×