Erlendri eiginkonu Íslendings vísað úr landi: „Af hverju er ekki farið að lögum?“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. maí 2014 12:59 Gísli Jóhann Grétarsson. vísir/daníel Izekor Osazee, flóttamaður frá Nígeríu, kom hingað til lands í ágúst árið 2012 og sótti um hæli. Hún var handtekin í morgun þegar hún kom á lögreglustöð til að sinna tilkynningaskyldu. DV greindi fyrst frá málinu. Izekor giftist Gísla Jóhanni Grétarssyni í síðasta mánuði. Í síðustu viku var henni tilkynnt að vísa ætti henni úr landi og bar henni að tilkynna sig til lögreglu daglega fram að því. Izekor bar að mæta á lögreglustöðina alla daga á milli klukkan tvö og þrjú. „Við höfðum ekki hugmynd um það hvenær við ættum að mæta. Við mættum alltaf snemma dags og kvittuðum undir. Þetta virðist hafa verið túlkað sem dónaskapur og núna hafa þeir tekið hana,“ segir Gísli, eiginmaður Izekor. Lögmaður hjónanna segir framkomu ríkislögreglustjóra óforskammaða. „Hún mætti of snemma og fyrir það skal henni refsað. Nú er hún talin ógn og ákvörðun um brottvísun hennar hefur verið tekin út frá því,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Izekor og Gísla. Útlendingastofnun hafði tekið ákvörðun um að senda Izekor til Finnlands á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar og var henni neitað um stöðu flóttamanns. Helga segir að undanþágu sé hægt að fá frá meginreglu um að útlending beri að sækja um dvalarleyfi áður en hann kemur til lands. „Þessari undanþágu á að beita þegar um er að ræða maka annars vegar og hins vegar þegar um er að ræða einhvern með viðkvæmar aðstæður. Í þessu tilfelli á hvoru tveggja við.“ Samkvæmt Útlendingastofnun er skilyrði til að fá útgefið dvalarleyfi hér á landi til dæmis að umsækjandi sé í hjúskap með íslenskum ríkisborgara og leggi fram gögn því til staðfestu. Maka Íslendings er heimilt að dvelja hérlendis á meðan umsókn er til meðferðar, hafi hann komið hingað til lands á lögmætan hátt. „Ég spyr mig bara, af hverju er ekki farið að lögum? Þetta er annað tilfellið á einni viku. Það er farið með þetta fólk eins og hunda. Látið eins og þau séu ekki til,“ segir Helga. Töluverður fjöldi fólks hefur mótmælt ákvörðun ríkislögreglustjóra við Lögreglustöðina á Hverfisgötu í dag. Gísli hvetur alla þá sem vilja sýna stuðning að mæta og leggja þeim lið. „Þetta er eiginkona mín. Fjölskylda mín. Ég mun standa með henni og verði hún send úr landi mun ég líka fara úr landi,“ segir Gísli.Frá brúðkaup þeirra hjóna í apríl síðastliðnum. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Izekor Osazee, flóttamaður frá Nígeríu, kom hingað til lands í ágúst árið 2012 og sótti um hæli. Hún var handtekin í morgun þegar hún kom á lögreglustöð til að sinna tilkynningaskyldu. DV greindi fyrst frá málinu. Izekor giftist Gísla Jóhanni Grétarssyni í síðasta mánuði. Í síðustu viku var henni tilkynnt að vísa ætti henni úr landi og bar henni að tilkynna sig til lögreglu daglega fram að því. Izekor bar að mæta á lögreglustöðina alla daga á milli klukkan tvö og þrjú. „Við höfðum ekki hugmynd um það hvenær við ættum að mæta. Við mættum alltaf snemma dags og kvittuðum undir. Þetta virðist hafa verið túlkað sem dónaskapur og núna hafa þeir tekið hana,“ segir Gísli, eiginmaður Izekor. Lögmaður hjónanna segir framkomu ríkislögreglustjóra óforskammaða. „Hún mætti of snemma og fyrir það skal henni refsað. Nú er hún talin ógn og ákvörðun um brottvísun hennar hefur verið tekin út frá því,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Izekor og Gísla. Útlendingastofnun hafði tekið ákvörðun um að senda Izekor til Finnlands á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar og var henni neitað um stöðu flóttamanns. Helga segir að undanþágu sé hægt að fá frá meginreglu um að útlending beri að sækja um dvalarleyfi áður en hann kemur til lands. „Þessari undanþágu á að beita þegar um er að ræða maka annars vegar og hins vegar þegar um er að ræða einhvern með viðkvæmar aðstæður. Í þessu tilfelli á hvoru tveggja við.“ Samkvæmt Útlendingastofnun er skilyrði til að fá útgefið dvalarleyfi hér á landi til dæmis að umsækjandi sé í hjúskap með íslenskum ríkisborgara og leggi fram gögn því til staðfestu. Maka Íslendings er heimilt að dvelja hérlendis á meðan umsókn er til meðferðar, hafi hann komið hingað til lands á lögmætan hátt. „Ég spyr mig bara, af hverju er ekki farið að lögum? Þetta er annað tilfellið á einni viku. Það er farið með þetta fólk eins og hunda. Látið eins og þau séu ekki til,“ segir Helga. Töluverður fjöldi fólks hefur mótmælt ákvörðun ríkislögreglustjóra við Lögreglustöðina á Hverfisgötu í dag. Gísli hvetur alla þá sem vilja sýna stuðning að mæta og leggja þeim lið. „Þetta er eiginkona mín. Fjölskylda mín. Ég mun standa með henni og verði hún send úr landi mun ég líka fara úr landi,“ segir Gísli.Frá brúðkaup þeirra hjóna í apríl síðastliðnum.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira