Íslenski boltinn

Hermann Hreiðars þarf ekki á reiðistjórnunarnámskeið

Jakob Bjarnar skrifar
Hermann hefur tvisvar fengið tiltal frá dómara og rautt spjald á bekknum í gærkvöldi.
Hermann hefur tvisvar fengið tiltal frá dómara og rautt spjald á bekknum í gærkvöldi.
Hermann Hreiðarsson er ekki skaplaus maður. Í sínum fyrsta leik með Fylki, þar sem hann var á bekknum, fékk hann að líta rauða spjaldið. Þetta var í leik Fylkis gegn Þór Akureyri. Fyrr í vikunni var kvennalið Fylkis að leika við Breiðablik, þar var Hermann á bekknum sem formaður knattspyrnudeildar kvenna hjá Fylki og hlaut hann tiltal hjá dómara leiksins. Menn spyrja hvort Hermann eigi sérlega erfitt með að hemja skapsmuni sína.

„Hvað er að mér, meinar þú? Neinei, þetta er bara allt í góðu og svo þegar leikurinn er búinn er þetta gleymt og grafið. Þetta er bara í hita leiksins. Þannig er þetta í keppnisíþróttum. Um leið og manni er sama þá er eins gott að hætta þessu. Þannig er ég. Það verður að vera passion í þessu og stundum fer það kannski fulllangt en það er ekkert meira í því.“

Hermann segist ekki þurfa á reiðistjórnunarnámskeiði að halda, þetta sé tengt íþróttunum og ef hann lifði sig ekki inn í leikinn, þá væri hann ekkert í þessu. „Þegar keppnismönnum finnst að sér vegið eiga þeir það til að svara og stundum passar það ekki alveg. Þannig er bara staðan.“


Tengdar fréttir

Hermann fékk rautt á Akureyri

Hermann Hreiðarsson er ekki búinn að spila eina mínútu með Fylki en er samt kominn með sitt fyrsta rauða spjald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×