Íslenski boltinn

Pedersen fluttur á sjúkrahús

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Valli
Patrick Pedersen, sóknarmaður Vals, var fluttur sárþjáður upp á sjúkrahús eftir leik liðsins gegn Stjörnunni í kvöld.

Pedersen var keyptur til liðsins fyrir aðeins viku síðan og skoraði tvö mörk í 5-3 sigri Vals á Fram í síðustu umferð.

Hann virtist meiðast á ökkla í kvöld og var borinn af velli. „Þetta virðist vera alvarlegt með Patrick. Hann er kominn upp á sjúkrahús,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari Vals.

„Við erum búnir að spila tvo grasleiki og komum svo á þetta. Ég held að fyrstu meiðslin séu afleiðing af gervigrasinu,“ sagði Magnús sem vildi þó ekki kenna aðstæðum um meiðslin í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×