Íslenski boltinn

Feðgar komu inn á saman | Myndband

Feðgarnir hressir eftir leik.
Feðgarnir hressir eftir leik. mynd/kári
Sá skemmtilegi atburður átti sér stað í knattspyrnuleik á Íslandi í gær að feðgar komu inn af bekknum hjá sama liði og það á sama tíma.

Um er að ræða feðgana Dave og Bill Puckett en þeir spila með Hvíta Riddaranum í 4. deildinni. Þeim var skipt inn á völlinn á 66. mínútu.

Bill er annar þjálfara liðsins og hann fékk föður sinn, Dave, til þess að spila með liðinu. Dave er orðinn 53 ára gamall og gefur ekkert eftir.

Dave er klárlega þekktasti leikmaður neðri deildanna en hann á að baki 94 leiki með Southampton í efstu deild á Englandi. Skoraði hann 14 mörk í þeim leikjum. Hann lék einnig með bæði Stoke City og Swansea City á ferlinum.

Hvíti Riddarinn lagði Snæfell, 2-0, í leiknum með mörkum frá Arnóri Þrastarsyni og Hauki Eyþórssyni.

Myndband af skiptingunni má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×