Erlent

Mubarak dæmdur í þriggja ára fangelsi

Hosni Mubarak
Hosni Mubarak nordicphotos/getty
Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, var í morgun dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að draga sér fé úr opinberum sjóðum. Synir hans tveir fengu einnig dóma í sama máli og þurfa að dúsa í fangelsi í fjögur ár.

Saksóknarar fullyrða að feðgarnir hafi dregið sér tæpar átján milljónir dollara, eða rúma tvo milljarða íslenskra króna. Peningana átti að nota til viðhalds á forsetahöllum landsins.

Mubarak, sem er 86 ára gamall, hefur einnig verið ákærður fyrir að misnota vald sitt og að fyrirskipa dráp á mótmælendum árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×