Íslenski boltinn

Heimir: Höfðum engan áhuga á að spila seinni hálfleik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Heimir Guðjónsson var ekki kátur í dag.
Heimir Guðjónsson var ekki kátur í dag. Vísir/Vilhelm
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var óánægður með hugarfar leikmanna sinna í viðtölum eftir jafnteflið gegn Þór í Pepsi-deildinni í kvöld..

„Spilamennskan í fyrri hálfleik var ágæt. Við létum boltann ganga og náðum að opna þá, skapa okkur færi og skora eitt mark.“

„Seinni hálfleikur var ekki góður, við höfðum engan áhuga á að spila hann. Þórsarar ná að skora mark og eftir það voru þeir sterkari aðilinn. Spilamennskan í FH liðinu angaði af áhugaleysi og úrræðaleysi.“

Erfiðleikar FH-inga fyrir framan markið héldu áfram í dag en liðið hefur skorað tíu mörk í átta leikjum.

„Ég hef engar áhyggjur af því, við sköpuðum aragrúa af færum í fyrri hálfleik. Það sem ég hef áhyggjur af er að í velgengni þá þarf að halda haus og við gerðum það ekki."

„Þegar þú ert yfir 1-0 er aldrei örugg staða. Við þurfum að fara að hugsa að þegar eru möguleikar á því að skora nokkur mörk að gera það. Það var til staðar í fyrri hálfleik en við nýttum það ekki,“ sagði Heimir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×