Fótbolti

Robben: Mun aldrei gleymast

Anton Ingi Leifsson skrifar
Robben einbeittur.
Robben einbeittur.
Arjen Robben, vængmaðurinn snjalli, í liði Hollendinga segir að hann og liðsfélagar hans þurfi að mæta vel stemmdir í leik liðsins gegn Mexikó í dag.

Liðin mætast í 16-liða úrslitum HM í dag, en leikurinn hefst klukkan 16:00 í Fortaleza.

„Þeir eru hættulegir mótherjar," sagði vængmaðurinn snjalli í samtali við Times of India. „Sérstaklegar þegar leikirnir eru spilaðir í Brasilíu, landi sem er meira líkt þeirra landi."

„Þeir eru óttalausir mótherjar og sýndu það í 0-0 jafnteflinu gegn Brasilíu í riðlinum."

„Þetta hefur verið ótrúleg byrjun á mótinu hjá okkur. Ef þú hefðir sagt við mig fyrir mótið að við myndum vinna alla leikina í riðlinum, hefði ég ekki trúað þér! En þetta er fótbolti og við gerðum nánast allt rétt til að komast í 16 liða úrslitin."

Robben segir að frammistaðan í fyrsta leik riðilsins gegn Spáni, þar sem Hollendingarnir léku á alls oddi, muni seint gleymast.

„Síðari hálfleikurinn var drauma frammistaða. Við gátum nánast gert allt sem okkur langaði til. Að skora fimm mörk gegn ríkjandi heimsmeisturum er eitthvað sem mun aldrei gleymast," sagði Robben að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×