Íslenski boltinn

Rúnar: Frábært að skiptast á hugmyndum við Giggs og Ince

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er nú staddur í Englandi þar sem hann sækir námskeið á vegum enska knattspyrnusambandsins.

Rúnar hefur ásamt hópi þjálfara í Englandi verið í námi hjá enska sambandinu fyrir UEFA Pro Licence-þjálfaragráðuna. Meðal annarra þekktra knattspyrnukappa í náminu eru Ryan Giggs, Paul Ince, Gary Neville, Stéphane Henchoze og Graham Kavanagh.

„Það er frábært að vera með mönnum eins og Ryan Giggs og Paul Ince sem hafa afrekað allt í íþróttinni. Við getum deilt skoðunum okkar og skipst á hugmyndum,“ sagði Rúnar í viðtalinu.

Rúnar var sjálfur farsæll atvinnumaður á meginlandi Evrópu og segir að það sé nú stefna hans að ná langt sem þjálfari.

„Það er ástæðan fyrir því að ég er hér að mennta mig. Ég stefni að því að flytja frá Íslandi í framtíðinni og þjálfa í Evrópu.“

„Ég þarf ekki að gera það og vil ekki bara fara eitthvert. Ég vil fara til félags sem er með sama metnað og ég. Ég hef nú verið hjá sama félaginu í fjögur ár og það væri frábært að fá reynslu með öðru félagi í Evrópu.“

„Ég vil ekki þjálfa annað félag á Íslandi en ég vil taka að mér þjálfun liðs í öðru landi og öðlast þannig frekari reynslu.“


Tengdar fréttir

Í námi með Giggs og Neville

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sækir sér nú þjálfaramenntun hjá enska knattspyrnusambandinu en meðal samnemenda hans eru þekkt nöfn úr enska boltanum. "Bara venjulegir gaurar,“ segir Rúnar um þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×