Íslenski boltinn

Ásmundur: Hefði getað tekið alla ellefu út af

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. Vísir/Daníel
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, var vægast sagt ósáttur við frammistöðu sinna manna í 4-2 tapinu gegn Keflavík í kvöld.

Hann sagði að það hafi einfaldlega farið allt úrskeðis í mjög slökum fyrri hálfleik hjá Fylkismönnum. Ásmundur tók sóknarmanninn Sadmir Zekovic út af á 41. mínútu og var ósáttur við hans leik.

„Ég var ósáttur við hann. Hann gerði ekki það sem við vildum að hann gerði - ekki frekar en margir. Ég hefði þess vegna getað tekið alla ellefu út af.“

„En þetta var fyrsta skrefið. Við reyndum að tjasla okkur saman en leikurinn var bara búinn. Þessi frammistaða var ekki boðleg.“

Nánari umfjöllun um leikinn er hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×