Íslenski boltinn

Ingvar: Danni flaug eins og Jordan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson. Vísir/Stefán
„Það er ansi sætt að vera á toppnum, það er þar sem við viljum vera og vonandi verður það svo," sagði Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar eftir 2-1 sigur Garðbæinga á Fjölni á Samsung-vellinum í 9. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. En hvað fannst Ingvari um leik hans manna?

„Við byrjuðum af krafti, en síðan dró af okkur, eins við værum að bíða eftir að fá á okkur mark til að vakna aftur.

„Þetta var frekar slakur leikur af okkar hálfu, að mér fannst, fyrir utan fyrstu 20 mínúturnar. En það var sætt að stela þessu í lokin.

„Þetta var kannski ekkert svakalega sanngjarnt, en það var mikilvægt að vinna þennan leik," sagði Ingvar sem var ánægður með að hafa unnið jafnan leik.

„Það er gríðarlega mikilvægt. Jafnteflin telja lítið, sérstaklega ef þú gerir mörg, þannig að það var mjög sterkt að vinna þennan leik og mikilvægt fyrir sjálfstraustið," sagði markvörðurinn, en hafði hann trú á því að hans mönnum tækist að skora sigurmarkið undir lok leiksins?

„Við fengum hornspyrnu á síðustu sekúndunum og þá fer ósjálfrátt smá taugaveiklun um þá. Við höfðum trú á þessu. Danni (Laxdal) flaug eins og Jordan í teignum og setti hann í stöngina og Garðar fylgdi vel eftir."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×