Innlent

Fyrstu mínútur brunans náðust á öryggismyndavél

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Skjáskot
Myndskeið sem tekið var úr öryggismyndavél utan á húsnæði Myllunnar í Skeifunni má sjá hve hratt reykmökkurinn myndaðist í kjölfar eldsins sem kom upp um áttaleytið í Skeifunni 11 í gærkvöldi.

Öryggisvörður Securitas var fyrstur á svæðið upp úr klukkan átta og fékk slökkviliðið tilkynningu um eldsvoðann um korter yfir átta. Hófust aðgerðir í kjölfarið sem standa í raun enn yfir. Um 110 slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðunum og enn standa nokkrir slökkviliðsmenn vaktina í Skeifunni.

Þá tóku tugir björgunarsveitamanna og lögreglumanna þátt í því að hafa hemil á mannfjöldanum sem fylgdist með gangi mála.

Bruninn í Skeifunni 6.7.2014 upptök from Jon Helgason on Vimeo.


Tengdar fréttir

Hætt við að hús í Skeifunni hrynji

Stórhætta er á brunastað og líklegt að þök hrynji en þau eru byggð með strengjasteypu. Eins og að vera staddur í styrjöld, segir slökkviðliðsvarðsstjóri.

Mannmergðin truflaði ekki slökkvistarf

Slökkviliðið gerir ráð fyrir því í sínum áætlunum að fólk safnist saman í kringum stórbruna. Þetta segir Ólafur Ingi Grettisson, innivarðsstjóri slökkviliðsins í Skógarhlíð.

Hunsaði viðvaranir lögreglunnar

Myndband sem sýnir foreldra fylgja börnum sýnum yfir viðvörunarborða lögreglunnar hefur vakið mikið umtal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×